Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 83
skal þess einnig að allt
þetta úrvals fólk sé full-
nýtt, því að ekki er hægt að
geyma dugnað og kraft á lag
er. Hætt er við að dugmikill
maður, sem ekki fær næg verk-
efni við að glíma, leiti sér að
betri vinnustaði, þar sem hann
fær rneira að gera eða að öðr-
um kosti noti þennan afgangs-
kraft sinn til að koma af stað
einhvers konar vandamálum
innan fyrirtækisins.
Þetta þarf ekki að þýða, að
fyrirtækið eigi að vera eins-
konar þrælabúðir heldur að
menn sjái sér hag og ánægju
í að vinna vel jafnvel með
það í huga að þeim verði boð-
in hærri staða eða hærra kaup.
Allir stjórnendur innan fyrir-
tækisms eiga að vera alúðleg-
ir við undirfólk sitt og hvetja
það til að ræða hugmyndir
sínar og vandamál í starfi við
sig.
Ein leið til að ná í gott fólk
er sú að biðja úrvalsfólkið,
sem innan fyrirtækisins er, um
ábendingar. Þaði er mjög upp-
örvandi fyrir þann sem leitað
er til. Það á að segja honum
að verið sé að reyna að „hækka
standardinn“ meðal starfsfólks-
ins, og þar sem hann eða hún
hafi reynst mjög vel í starfi
hafi verið ákveðið að grenns-
last um hvort viðkomandi
þekki einhvern, mann eða
konu, sem ætla megi að skili
svipuðum afköstum og biðja þá
þann aðila að koma og ræða
við viðkomandi yfirmann. Sá
starfsmaður, sem sýnt er slíkt
traust og virðing, mun leggja
sig fram um að finna úrvals-
mann og stefna honum á fund
yfirmannsins og má þá öruggt
telja að það sé raunverulega
úrvalsmaður.
AUGLÝSINGIN
Þegar auglýst er eftir starfs-
fólki hefur það geysimikið að
segja hvernig auglýsingin er
orðuð. í henni á að vera eins
mikið af upplýsingum um
sjálft starfið og fyrirtækið og
mögulegt er. Bezt er að hún
sé í léttum dúr og gefi þá hug-
mynd að þetta sé bráðskemmti-
legur vinnustaður og að starfið
sé fyrir mann eða konu sem
vilja vinna sér til ánægju.
Önnur aðferð, sem mikið hef-
ur verið notuð t.d. í Banda-
ríkjunum er að láta fráfarandi
starfsmann auglýsa starfið og
lýsa því í auglýsingunni undir
nafni. Síðan ræðir hann við um-
sækj endur og er ráðgefandi um
hver umsækjanda skuli ráðinn.
Skoðanakönnun í Bretlandi
meðal fólks í atvinnuleit leiddi
í ljós, að fólki finnst mjög oft
skorta upplýsingar í auglýsing-
ar um laus störf. Það, sem fólk-
ið vildi að fælist í auglýsing-
unni voru aðallega fimm atriði:
Skilgreining á ábyrgð sem í
starfinu felst, starfsstaður,
byrjunarlaun, hvaða reynslu
umsækjandi þyrfti að hafa og
hvaða hæfileika og menntun
hann þyrfti að hafa. Það, sem
fólkið kvartaði mest undan i
sambandi við afgreiðslu um-
sókna, var hversu langan tíma
úrvinnslan tæki. Því fannst
boðaði til viðtala með of stutt-
um fyrirvara og það kvartaði
yfir. að hringt væri til þeirra
á vinnustað, sem gæti verið
mjög óþægilegt. Þá fannst því
ófært hve seint það væri látið
vita um niðurstöðu, þ.e. hvort
það 3'engi starfið eða ekki, og
jafnvel stundum heyrðist ekki
neitt frá fyrirtækjum, sem
það hefði sent umsóknir til.
VINGJARNLEG MÓTTAKA
Stjórnendur fyrirtækja
skyldu hafa í huga að um-
sækjandi um starf er einnig að
skoða þá og fyrirtækið, þegar
hann kemur í viðtal. Það er
þess vegna áríðandi að vel og
vingjarnlega sé tekið á móti
þessu fólki og t.d. þegar því
er ge>-t að taka hæfnispróf eða
því um líkt er áríðandi að
hafa brosmilda og vingjarn-
lega stúlku, sem leiðbeinir því.
Hún á að hafa kynnt sér nöfn
þeirra, sem von er á, og taka
á móti hverjum einum eins og
nýjum starfskrafti.
Berist margar góðar umsókn-
ir frá fólki sem ekki er hægt
að ráða í augnablikinu, er
mjög gott fyrir fyrirtækið að
koma upp spjaldskrá yfir þessa
umsækjendur. Getur það spar-
að mikið umstang síðar, þegar
nýtt fólk vantar, að geta feng-
ið þessa fyrri umsækjendur til
starfa. Þeim skyldi sagt að
nöfn þeirra verði geymd í
slíkri spjaldskrá, ef þeir koma
ekki til greina strax.
Ef þessum leiðbeiningum er
fylgt í fyrirtækinu í nokkur
ár, má öruggt telja, að þar
starfi þá úrvalsfólk eingöngu
og að það sé allt ánægt í starfi
og að ekki ráðist þangað
framar nema úrvalsfólk því
það mun sækjast eftir að vinna
á slíkum úrvalsvinnustað. Og
hagur fyrirtækisins mun
blómgast.
TWYFORDS hreinlætistæki
• HANDLAUGAR f BORÐ.
• HANDLAUGAR Á FÆTI.
• BAÐKÖR, stál og pott, fáanleg í
fimm litum.
• TWYFORDS hreinlætistækin eru í
sérflokki.
BYGGINGAVÖRUVERZLUN
TRYGGVA HANNESSONAR,
SUÐURLANDSBRAUT 20 — SÍMI 83290.
FV 6 1973
83