Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 13
Póstgíróþ jónustan: IMýtt orlofsgreiðslukerfi Hinn 1. maí, á nýbyrjuðu or- lofsári, kom til framkvæmda nýtt fyrirkomulag á greiðslu orlofsfjár, samkvæmt lögum frá 1971, og er |>að gíróþjónusta Pósts og síma, sem annast mót- töku orlofsskýrslna og af- greiðslu þeirra til Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, þar sem endanleg vinnsla fer fram. Þetta nýja fyrirkomulag fel- ur í sér mjög aukið öryggi fyr- ir launþegann að sögn Þorgeirs Þorgeirssonar, forstöðumanns Póstgíróstofunnar, því að nú er launagreiðanda skylt að skila mánaðarlega skýrslu með or- lofsupphæð og öllum nauðsyn- legum upplýsingum um sig og launþegann til Póstgíróstofunn- ar og greiða þar orlofsupphæð- ina, sem í dag er 81/3% af laun- um. Þannig eru úr gildi gengin orlofsmerkin, sem notuð hafa verið síðan 1943, en þeim fylgdí ávallt sú hætta, að þau gátu glatast eða skemmzt og feng- ust þá ekki bætt. Afgreiðsla þeirra og birgðahald var líka í alla staði óhentugt fyrir fyrirtæki. Hið nýja fyrirkomu- lag er i framkvæmd mjög svip- að og greiðslur til lífeyrissjóða. Launþegi fær síðan ársfjórð- ungslega yfirlit frá Póstgíró- stofunni um innistæðufé sitt á orlofsreikningi og er þá ætlast til að hann yfirfari launaseðla sína yfir þann sama ársfjórð- ung þar sem orlofsgreiðslur eru skráðar og beri saman að rétt sé bókað. í lok orlofsársins, 31. apríl, fær hann svo senda ávísun með innistæðuupphæðinni, sem hann fær greidda við framvís- un vottorða frá vinnuveitanda og trúnaðarmanni síns verka- lýðsfélags á næsta pósthúsi, þegar hann tekur orlofsfrí. Við notuðum tækifærið og báðum Þorgeir um að segja okkur örlítið frá starfsemi Gíróþjónustunnar í leiðinni. Hann sagði að nú væri komið á samstarf milli Pósts og síma og allra banka og sparisjóða um gíróþjónustu og þau fyrir- tæki og aðrar stofnanir, sem á annað borð notuðu þessa þjón- ustu, sendu greiðslubeiðnir sin- ar til viðskiptavinanna á sér- stökum eyðublöðum, sem við framvísun mætti greiða í næsta banka, pósthúsi eða sparisjóði hvar sem er á landinu. Hann sagði að æ fleiri aðilar not- færðu sér þetta þó að enn væru það mestmegnis stofnanir og fyrirtæki. Þessi þjónusta er þó ekki síður hugsuð fyrir ein- staklinga, sem geta átt inni- stæður á gíróreikningi og sent þangað alla sína reikninga í pósti án þess að þurfa nokkru sinni að gera sér ferð á greiðslu- stað. Þorgeir sagði að Póstur og sími hefði riðið á vaðið með að senda símareikninga á þess- um gíróeyðublöðum, síðan hefðu komið fleiri opinber fyr- irtæki og m. a. happdrætti not- færðu sér mikið þessa þjónustu. Kostnaður við hverja einstaka greiðslu á gíróreikning er kr. 10.00 og greiðist af þeim aðila, sem eyðublað kaupir, t. d. af Landssímanum og happdrætt- inu. Hlaut 150.000 kr. í verðlaun frá SAS Fyrir nokkru voru Bryndísi Torfadóttur, skrifstofustúlku hjá SAS-flugfélaginu í Reykja- vík afhent 150.000 króna verð- laun fyrir hugmyndir um hag- ræðingu í rekstri félagsins, sem hún hafði bent á. Sá af forstjórum SAS í Kaup- mannahöfn, sem hefur með málefni íslands þar að gera, Jörgen Svane-Christensen, kom gagngert hingað til lands fyrir nokkru til þess að afhenda Bryndísi verðlaunin. Aðdragandi þessa máls var sá, að Bryndís hefur annazt móttöku flugvéla, sem koma við á Keflavíkurflugvelli á leið SAS frá Kaupmannahöfn um ísland til Grænlands. Oft verða seinkanir á brottför frá Kefla- víkurflugvelli vegna óhag- stæðs veðurs í Grænlandi. Und- ir slíkum kringumstæðum eru farþegarnir jafnan látnir yfir- gefa flugvélina og þeim boðið upp á mat í veitingasölum flug- stöðvarinnar á kostnað flugfé- lagsins. í tillögum Bryndísar var gert ráð fyrir því, að farþeg- arnir færu aftur um borð í vél- ina meðan hún biði og borðuðu matinn, sem bera átti fram á leiðinni milli íslands og Græn- lands, og geymdur var um borð í flugvélinni meðan hún hafði viðdvöl hér. Eru fyrirmæli um að fleygja slíkum matarbirgð- um, séu þær ekki bornar fram innan ákveðins tíma. Með leyfi íslenzkra tollyfir- valda var líka borinn fram bjór með matnum um borð í flugvélinni, þar sem hún stóð fyrir framan flugstöðina, og hefur þessi hagræðing, sem Bryndís átti hugmyndina að, sparað SAS umtalsverðar fjár- upphæðir. Að sögn Birgis Þórhallsson- ar, forstjóra SAS á íslandi, hafa tillögur Bryndísar verið til athugunar hjá sérstakri nefnd í Kaupmannahöfn, sem um slíkar hugmyndir fjallar af hálfu SAS, og má búast við að þær verði notaðar víðar á flug- leiðum félagsins, þar sem um svipaðar aðstæður er að ræða. Sagði Birgir, að Bryndís hefði með þessu sýnt mikið frumkvæði og hugkvæmni. Þess má geta, að í þeim til- fellum, þegar maturinn er snæddur um borð í flugvél- unum á Keflavíkurflugvelli vegna seinkana, er farþegum boðið upp á sælgæti og drykk á leiðinni til Gærnlands, enda ekki nema um rúmlega klukku- stundarflug að ræða. FV 6 1973 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.