Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 89
árabil. Eru það Krommenie gólf-
dúkar, sem Magnús Kjaran hef-
ur haft umboð fyrir síðan árið
1933. Krommenie verksmiðjurn-
ar gengu inn í CLU alþjóða-
hringinn, fyrir nokkrum árum,
en verksmiðjurnar eru staðsett-
ar í Hollandi. Gólfdúkarnir eru
þó eftir sem áður framleiddir
undir vörumerki Krommenie og
er sala þeirra um 70% veltu
CLU fyrirtækisins. Auk þeirra
framleiðir það teppi af flestum
ef ekki öllum þeim gerðum, sem
eru á boðstólum í heiminum í
dag. Fyrirtækið á 9 verksmiðjur
í ýmsum Evrópulöndum.
Að sögn Birgis Rafns eru
kynningar sem þessi dýrar og
varla framkvæmanlegar nema á
vegum velþekktra fyrirtækja
sem framleiða úrval varnings á
sérhæfðu sviði. Hann sagðist
mjög vongóður um árangur af
þessari kynningu, sem þegar
væri fai’inn að segja til sín, þó
CLU gerði ráð fyrir að ná inn
kostnaðinum á tveimur árum
með aukningu í sölu. Kynningin
var kostuð erlendis frá og er
eins konar tilraun með nýja
sölutækni, því gefist hún vel
hér, hugsar fyrirtækið sér að
fara svipaða ferð til Svíþjóðar
og Danmerkur. Hér á landi eru
vörur frá CLU seldár í fjórum
vei-zlunum í Reykjavík, iýiálar-
anum, Klæðningu, Litaveri og í
Veggfóðraranum og auk þess
hjáverzlun Kristins Guðmunds-
soneu- í Keflavík, Gleri og máln-
ingu á Akranesi, verzluninni
Valberg á Ólafsfirði og hjá Elís
Guðnasyni á Eskifirði, auk
kaupfélaga víða um land.
Umboðs- og heildverzlunin
Magnús Kjaran er nú hlutafélag,
en Birgir Rafn Jónsson keypti
fyrirtækið af erfingjum Magn-
úsar heitins fyrir 2 árum. Auk
ofangreindra gólfefna verzlar
fýrirtækið með Addo skrifstofu-
tæki, efnavörur • fyrir matvæla-
iðnaðinn og vín frá Bols, Mar-
tell og Pommery. Þar starfa 5
manns.
Cudogler hf. Akureyri:
INiorður-
Framleiðir gler ffyrir
og Austurland
Fyrir fáeinum vikum tók nýtt fyrirtæki til starfa á Gler-
áreyrum á Akureyri. Nefnist það Cudogler h.f. Akureyri og
er eins konar dótturfyrirtæki samnefnds fyrirtækis í Reykja-
vík. ‘j
Eigendur þessa nýja fyrirtæk-
is eru Cudogler í Reykjavík,
og byggingaverktakafyrirtækin
Híbýli h.f. og Smári h.f. sem
starfa bæði á Akureyri. Fram-
kvæmdastjóri er Hörður Tulin-
ius.
Cudogler h.f. á Akureyri mun
framleiða einangrunargler, tvö-
falt og þrefalt, til hvers kyns
nota, og kemur allt efni beint
til Akureyrar frá Þýzkalandi
þar sem það er framleitt. Hug-
myndin að stofnun þessa fyrir-
tækis -er sú, að þetta dótturfyr-
irtæki hins reykvíska Cudoglers,
þjóni byggðarlögum frá
Strandasýslu og austur í Suður-
Múlasýslu, en fyrirtækið í
Reykjavík byggðarlögum þeim,
sem sunnar eru.
Að sögn Tryggva Pálssonar
hjá Cudogler h.f. á Akureyri er
oft erfitt að flytja stór gler á
milli byggðarlaga, en reynt er
að flytja þau með skipum frá
Akureyri til hafna á Norður- og
Austurlandi. Fyrirtækið ábyrg-
ist glerin í flutningi og ísetningu
fari hún fram innan 45 daga
frá því að þau eru afgreidd frá
verksmiðjunni. Síðan er á öllu
gleri frá Cudogler 10 ára ábyrgð.
Hann sagði, að ekki væri ann-
að sjáanlegt en að næg verkefni
yrðu fyrir þessa verksmiðju, ef
dæma ætti eftir þeim pöntunum
sem fyrir lægju í dag. Hjá fyrir-
tækinu á Akureyri starfa 5
manns auk framkvæmdastjór-
ans.
Almennt leiguflug með
farþcga og vörur bæði innan-
lands og til nágrannaland-
anna.
Aðeins flugvélin fær betri
þjónustu en þér.
FLUGSTOÐIN
REYKJAVl KURFLUGVELLI
SÍMl 11422
FV 6.1973
81)