Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 49
stjórnar. Hann sagði, að fólk, sem þarna væri að byggja, þyrfti svo til allt á láni frá Húsnæðismálastjórn að halda, og þar sem eindagar fyrir láns- umsóknir væru aðeins fjórir á ári þyrftu menn oft að láta vinna töluvert í nætur- og helgidagavinnu til að ná ákveðnum eindaga, og koma í veg fyrir margra mánaða bið eftir lánsúthlutun. Þetta sagði hann hækka byggingarkostnað Leggja mesta áherzlu á bygginga^ hraðann Sjaldan, ef nokkru sinni, hef- ur Reykjavíkurborg átt í slík- um erfiðleikum með úthlutun lóða og með einbýlishúsalóðirn- ar í svokölluðu Stóragerðis- hverfi. Þetta var 41 lóð, sem úthluta skyldi, og voru þeir mun fleiri, sem neitað var en hinir. Ekki virðist það þó vera fyr- ir allra pyngju að reisa hús eins og þau, sem þarna verða. Samkvæmt kvöð frá borginni verða þetta 2ja hæða hús með innbyggðum bílskúrum, og er hámarksflötur hvorrar hæðar 170 fermetrar, sem samkvæmt byggingarvísitölu ætti þá að kosta nálægt 7 milljónum króna. Má ætla, að húsum þess- um svipi mjög til húsa við Eini- mel í Reykjavík, því lóðastærð er svipuð, 28x28 metrar, eða því sem næst, og húsin verða sjálfsagt í líkum dúr og þar er, hvað útlit snertir. LÓÐ Á 1.8 MILLJ. FY hafði tal af nokkrum verulega og kæmi það verst niður á ungu fólki og öðrum, sem ekki hefðu fulla vasa fjár. Ekki sagðist Sigurður halda, að margir í þessu hverfi ætl- uðu að selja íbúðir sínar á næst- unni. Hann taldi, að flest fólk- ið hygði gott til búsetu á þess- um eftirsótta stað, sem væri vel í sveit settur og útsýni fag- urt suður yfir Fossvog og Kópa- vog. Lóðir sagði hann allgóðar. Bílastæði væru hugsuð við gafla húsanna þannig, að ekki væri hægt að aka upp að dyr- um, og leyfi væri fyrir opnum bílskýlum við fjölbýlishúsin. íbúar þessa fjölbýlishúss stefna að því að ná húsinu fokheldu fyrir 15. ágúst næstkomandi, sem er næsti eindagi Húsnæðis- málastjórnar. Áætlaðan kostn- að við fjögurra herbergja íbúð í þessu húsi sagði Sigurður nema um 2% milljón krónum. Einbýlishúsalóðirnar í Stóragerðishverfinu voru mjög eftirsóttar. Þar er nú verið að reisa glæsilegar byggingar, sem margar munu skara fram úr að öllum frágangi. þeirra manna, er þarna eru að hefja framkvæmdir. Virðast þeir almennt mjög ánægðir með að hafa fengið úthlutun þarna og ekki bangnir við kostnaðinn. Við inntum þá eft- ir, hvort líklegt væri, að marg- ir ætluðu sér að byggja og selja síðan í gróðaskyni, en það töldu þeir afarólíklegt. Sagðist einn þeirra, er við töluðum við, þó hafa heyrt, að lóð þarna hefði verið seld fyrir 1.8 millj. Var það eldri eignarlóð, sem ekki var á vegum borgarinnar. Flestir lóðahafar eru nú byrjaðir á framkvæmdum og virðast lóðirnar mjög misjafn- ar til vinnslu. Dæmi var nefnt um hús, sem standa hlið við hlið. Dýpt annars grunnsins var 2 metrar, en hins 4 metrar. Flestir ætla sér að hraða framkvæmdum sem mest, enda menn búnir að biða lengi eftir úthlutun. Teikningar af húsum þarna virðast allflestar unnar af arkitektum, og gizkaði einn þeirra, sem við höfðum tal af, á, að verð þeirra færi allt upp undir 300 þúsund. Þó eru sum húsin teiknuð af tæknifræðing- um, sem yfirleitt eru eitthvað ódýrari. Ekki virðist mikið um það, að menn vinni sjálfir við hús sín, og segjast meta bygg- ingarhraða meira til fjár en sparnað í vinnulaunum. RÚMAR HEIMILDIR Borgin virðist leyfa mönnum frjálsari hendur þarna en oft er í nýjum hverfum. Til dæm- is eru ekki sett ákvæði um þakhalla, eins og oftast er gert, og hús mega vera staðsett úti við lóðamörk, ef menn óska. í þeim tilfellum er sett það skil- yrði, að sá veggur, er snýr að næsta húsi, sé með glugga í ákveðinni hæð frá plötu, svo að fólk í næsta húsi njóti meira næðis í garði sínum. FV 6 1973 4<l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.