Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 55

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 55
Verklegar framkvæmdir: Hvarvetna nóg að starfa á vegum verktakanna FRJÁLS VERZLUN leitaði til nokkurra verktaka og' spurðist fyrir um helztu verk- efni, sem þeir vinna að um þessar mundir. Sem kunnugt er hefur verið meixá þensla í opinberum framkvæmdum og verkefnum á vegum einkaaðila en oft áður. Kernur þetta greinilega í ljós af samtölum við fulltrúa þeirra fyrirtækja, sem fjallað er um hér á eftir. Ármannsfcll h.f., Grettisgötu 56. Aðalverkefni fyrirtækisins er bygging Fellaskóla í Breið- holti. Þar er verið að reisa unglingaálmu, sem er þriggja hæða hús um 1400 fermetrar að flatarmáli, sem ætlunin er að hægt verði að taka í notkun til bráðabirgða í haust og verið er að ljúka við barnaálmu skól- ans. Þá verður í sumar steypt upp íþróttahús við skólann, sem ásamt unglingaálmunni á að verða fullbyggt haustið 1974. Að sögn Ármanns Arnar Ái'- mannssonar er á vegum fyrii’- tækisins einnig verið að reisa átta hæða hús við Espigerði 2, sem í verða 38 íbúðir. Reiknað er með, að það verði tilbúið á næsta ári. Ástvaldur Jónsson s.f., Stiga- hlíð 37. — Ástvaldur Jónsson rafvirkjameistari sagði í við- tali, að á sínum vegum væri nú verið að leggja raflagnir í tvö stór hús, þ. e. Heild, hús í eigu samtaka heildsala við Kletta- garða, og hús Blindrafélagsins í Reykjavík við Hamrahlíð. Auk þess væri alltaf eitthvað unnið við raflagnir fyrir einka- aðila í Reykjavík og nágrenni. Björgun h.f., Vatnagörðum. Verkefni Björgunar h.f. eru að sögn Kristins Guðbrandssonar forstjóra öll tengd sanddælu- skipinu Sandey, en þau eru að dæla upp skeljasandi í Vatna- görðum og annars staðar í Faxaflóa fyrir Sementsverk- smiðjuna á Akranesi og bygg- ingarefni fyrir steypustöðvax-n- ar. on FV 6 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.