Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 19
Atvinnumál:
Erlendir verkamenn í
M'Evrópu óvelkomnir
I mörgum Evrópulöndum hafa risið alvarleg vandamál
vegna hinna svonefndu „gistiverkamanna“, — útlendinga,
sem fluttir liafa verið inn ti! þess að fylla viss skörð á vinnu
markaðinum.
Upphaflega virtist það vera
auðveld lausn á manneklu í
ákveðnum atvinnugreinum hjá
helztu iðnaðarþjóðum Vestur-
Evrópu að flytja inn vinnu-
kraft, einkanlega frá Suður-
Evrópu. Nú blasir allt önnur
mynd við því að í kjölfarið
hafa fylgt margháttuð vand-
ræði, félagslegs eðlis, og raun-
verulegt kynþáttavandamál,
svo slæmt sem það getur orðið.
Af þessum sökum hafa marg-
ar Evrópuþjóðir nú endur-
skoðað afstöðu sína til inn-
flutnmgs á vinnuafli, sem þó
hefur á síðustu árum átt drjúg-
an þátt í efnahagslegri vel-
gengni þeirra.
Vandamálin eru af ýmsum
toga spunnin. Margir innflytj-
endanna geta ekki talað tungu-
mál viðkomandi þjóðar. Börn-
in búa við uppeldislega og
menntunarlega erfiðleika. Oft
býr þetta fólk í slæmu hús-
næði, í raunverulegum fá-
tækrahverfum. Almennt séð
eru laun þeirra líka lág en
engu að síður verða erlendu
verkamennirnir fyrir ásökun-
um um að þeir taki vinnu frá
heimamönnum.
Með allt þetta í huga hafa
yfirvöld þegar ákveðið eða
áforma um þessar mundir að-
gerðir til að takmarka inn-
flutning erlends vinnuafls.
Vegna skorts á verkafólki
sem gerist æ alvarlegri í sum-
um Vestur-Evrópulöndum, hafa
atvinnurekendur kannað mögu-
leika é að flytja verksmiðjur
sínar til landsvæða, þar sem
nóg vinnuafl er fyrir. Vinnu-
málasérfræðingar í Evrópu
benda þó á. að þetta hjálpi
engan veginn byggingariðnað-
inum í norðlægari löndum álf-
unnar, þar sem vinnuafls-
skortur er enn vaxandi. Þjón-
ustugreinarnar sækjast líka
eftir aðfluttu, ófaglærðu verka-
fólki, sem litlar kröfur eru
gerðar til í störfum. Á með-
fylgjandi yfirliti eru tölur yfir
innflutt verkafólk, er starfar
um þessar mundir í nokkrum
helztu iðnaðarlöndum Vestur-
Evrópu.
Á LEIÐ NORÐUR
Á síðastliðnum áratug hafa
milljónir verkamanna frá Mið-
jarðarhafssvæðum Evrópu og
frá Norður- Afríku flutzt norð-
ur á bóginn í atvinnuleit.
Sumir gizka á, að í norðvestur
hluta Evrópu sé tala inn-
fluttra verkamanna og fjöl-
skyldna þeirra milli 11 og 12
milljónir einstaklinga í lönd-
um, þar sem samanlagður íbúa-
fjöldi er um 212 milljónir.
í Vestur- Þýzkalandi eru 2,4
milljónir innfluttra verka-
manna, eða um tíundi hluti
alls vinnuafls í landinu. í
Frakklandi eru 2 milljónir að-
fluttra verkamanna og það eru
um öOO.OOO slíkir í Bretlandi
og 700.000 í Sviss.
Erlendu verkamennirnir stunda
óhreinlegustu og erfiðustu
verksmiðjustörfin, sem N,-
Evrópubúar vilja ekki lengur
líta við.
svefnskála vinnustaðar síns í
V.-Þýzkalandi. Þannig er ein-
angrun útlenda verkafólksins í
raun.
FV 6 1973
19