Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 19
Atvinnumál: Erlendir verkamenn í M'Evrópu óvelkomnir I mörgum Evrópulöndum hafa risið alvarleg vandamál vegna hinna svonefndu „gistiverkamanna“, — útlendinga, sem fluttir liafa verið inn ti! þess að fylla viss skörð á vinnu markaðinum. Upphaflega virtist það vera auðveld lausn á manneklu í ákveðnum atvinnugreinum hjá helztu iðnaðarþjóðum Vestur- Evrópu að flytja inn vinnu- kraft, einkanlega frá Suður- Evrópu. Nú blasir allt önnur mynd við því að í kjölfarið hafa fylgt margháttuð vand- ræði, félagslegs eðlis, og raun- verulegt kynþáttavandamál, svo slæmt sem það getur orðið. Af þessum sökum hafa marg- ar Evrópuþjóðir nú endur- skoðað afstöðu sína til inn- flutnmgs á vinnuafli, sem þó hefur á síðustu árum átt drjúg- an þátt í efnahagslegri vel- gengni þeirra. Vandamálin eru af ýmsum toga spunnin. Margir innflytj- endanna geta ekki talað tungu- mál viðkomandi þjóðar. Börn- in búa við uppeldislega og menntunarlega erfiðleika. Oft býr þetta fólk í slæmu hús- næði, í raunverulegum fá- tækrahverfum. Almennt séð eru laun þeirra líka lág en engu að síður verða erlendu verkamennirnir fyrir ásökun- um um að þeir taki vinnu frá heimamönnum. Með allt þetta í huga hafa yfirvöld þegar ákveðið eða áforma um þessar mundir að- gerðir til að takmarka inn- flutning erlends vinnuafls. Vegna skorts á verkafólki sem gerist æ alvarlegri í sum- um Vestur-Evrópulöndum, hafa atvinnurekendur kannað mögu- leika é að flytja verksmiðjur sínar til landsvæða, þar sem nóg vinnuafl er fyrir. Vinnu- málasérfræðingar í Evrópu benda þó á. að þetta hjálpi engan veginn byggingariðnað- inum í norðlægari löndum álf- unnar, þar sem vinnuafls- skortur er enn vaxandi. Þjón- ustugreinarnar sækjast líka eftir aðfluttu, ófaglærðu verka- fólki, sem litlar kröfur eru gerðar til í störfum. Á með- fylgjandi yfirliti eru tölur yfir innflutt verkafólk, er starfar um þessar mundir í nokkrum helztu iðnaðarlöndum Vestur- Evrópu. Á LEIÐ NORÐUR Á síðastliðnum áratug hafa milljónir verkamanna frá Mið- jarðarhafssvæðum Evrópu og frá Norður- Afríku flutzt norð- ur á bóginn í atvinnuleit. Sumir gizka á, að í norðvestur hluta Evrópu sé tala inn- fluttra verkamanna og fjöl- skyldna þeirra milli 11 og 12 milljónir einstaklinga í lönd- um, þar sem samanlagður íbúa- fjöldi er um 212 milljónir. í Vestur- Þýzkalandi eru 2,4 milljónir innfluttra verka- manna, eða um tíundi hluti alls vinnuafls í landinu. í Frakklandi eru 2 milljónir að- fluttra verkamanna og það eru um öOO.OOO slíkir í Bretlandi og 700.000 í Sviss. Erlendu verkamennirnir stunda óhreinlegustu og erfiðustu verksmiðjustörfin, sem N,- Evrópubúar vilja ekki lengur líta við. svefnskála vinnustaðar síns í V.-Þýzkalandi. Þannig er ein- angrun útlenda verkafólksins í raun. FV 6 1973 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.