Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 53
is eru ýmsar aðrar bygginga-
framkvæmdir í gangi í Neskaup-
stað. Má þar nefna fyrirhugaða
stækkun fjórðungssjúkrahúss-
ins, sem byrjað verður á í sum-
ar, en það er um 10.000 rúm-
metra bygging. Ennfremur hef-
ur verið veitt leyfi til stækk-
unar prentsmiðjunnar, bygging-
ingar fiskmóttökuhúss og út-
hlutað hefur verið lóð fyrir stál-
grindarhús. Þá er kaupfélagið að
láta reisa vörugeymslu og verzl-
unarhús. Verið er að stækka
barnaskólann og byggingu bíla-
verkstæðis er að ljúka.
Selfoss:
Húsnæðismál á Selfossi voru
í allsæmilegu ástandi þar til
eldgosið hófst í Vestmannaeyj-
um, en þá flutti mikið af Vest-
mannaeyingum þangað. Ríkir
nú húsnæðisskortur á staðnum.
Núna er nýbúið að úthluta þar
lóðum undir 60 einbýlishús, 25
raðhús og 54 íbúðir í fjölbýlis-
húsum, og var þó ekki hægt að
fullnægja eftirspurninni. Af
þessum lóðum fékk Viðlagasjóð-
ur 35 lóðir undir sín hús. Geta
má þess einnig, að Vélsmiðjan
Þór, sem áður var í Vestmanna-
eyjum, er nú að reisa hús undir
starfsemi sína á Selfossi.
Eitt stærsta verkefni bæjar-
félagsins er gatna- og holræsa-
gerð í þessu nýúthlutaða íbúða-
hverfi. Af öðrum framkvæmd-
um, sem í gangi eru á Selfossi,
má nefna f ramkvæmdir við nýtt
sjúkrahús, en í lok síðasta árs
var byrjað á grunni þess. Þá er
Kaupfélag Árnesinga með stórt
hús í smíðum, sem áætlað er að
lokið verði við á árinu. Undir-
búningsviðræður eru í gangi um
byggingu félagsheimilis og
hótels á Selfossi en ekki hafa
verið teknar neinar ákvarðanir
þar að lútandi.
Kópavogur:
Mikil þensla er í byggingum
í Kópavogskaupstað og margt á
döfinni í þeim efnum. Er þar
fyrst að nefna fyrirhugaðar
byggingaframkvæmdir í Foss-
vogsdalnum, Kópavogsmegin,
sem nýlega voru kynntar al-
menningi. Þetta eru aðallega tvö
hverfi, sem hlotið hafa nöfnin
Snælandshverfi og Ástúns-
hverfi. Búizt er við, að undir-
búningsframkvæmdir, þ. e.
gatna- og holræsagerð í Snæ-
landshverfi hefjist í júlí og að
þar verði milli 557 og 586 íbúð-
ir í 139 einbýlis- og raðhúsum,
en 418—447 íbúðir í fjölbýlis-
húsum.
Bæði þessi hverfi munu
byggjast upp þannig að skipu-
lag verði miðað við, að sú byggð,
sem þar er núna, fái að standa.
Ekki er vitað, hvenær Ástúns-
hverfið verður skipulagt, en
stefnt er að því að það verði
fljótlega. Þá eru nýhafnar fram-
kvæmdir við byggingu 2ja fjöl-
býlishúsa í miðbæ Kópavogs,
alls um 200 íbúðir og verður
annað þessara húsa hannað
þannig að það henti sem skrif-
stofuhúsnæði síðar, ef þörf kref-
ur. Einnig verður í miðbænum
reist 1500 fermetra verzlunar-
húsnæði.
Af öðrum framkvæmdum í
Kópavogi má nefna viðbætur
við Kópavogsskóla (4 stofur) og
2. áfanga Þinghólsskóla, sem bú-
izt er við, að verði lokið á næsta
ári. Mikill skortur er á skóla-
húsnæði í Kópavogi, einkum
við barnaskólana og er ætlunin
að fá lausar skólastofur við þá
næsta vetur. Þá er unnið að
undirbúningi íþróttasvæðis við
Fífuhvammsveg og á viðræðu-
stigi er smíði íþróttahúss með
áhorfendasvæðum.
Hitaveituframkvæmdir eru í
Kópavogi, en það er Hitaveita
Reykjavíkur sem sér um þær,
og er hún nú að leggja aðalæð-
ina til Kópavogs en henni er
einnig ætlað að geta þjónað
Garðahreppi og Hafnarfirði. Þá
er gatnagerðin í fullum gangi.
Olíumöl verður lögð á götur víða
í bænum í sumar og verið er að
ganga frá tengingu Borgarholts-
brautar inn á Kópavogsbrúna.
ISLENZK FYRIRTÆKI 73
er komin út.
Bókin er uppsláttarrit um íslenzk fyrirtæki, félög og stofnanir og
vöru- og viðskiptahandbók.
í bókinni, sem er 800 bls., er að finna ítarlegri upplýsingar um þessa
aðila en hægt er að fá annars staðar.
Send gegn póstkröfu.
FRJÁLST FRAMTAK HF.
LAUGAVEGI 178. — SIMI 82300-82302.
FV 6 1973
53