Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 6
Plastiðjan:
Það er arðbær fjárfesting að
einangra vel
Plasteinangrun frá Plastiðjunni hefur
nú verið notað á íslandi í meira en fimm-
tán ár. Hún heldur enn fullu einangrunar-
gildi, jafnvel^ í fyrstu húsunum, sem hún
var sett í. í nágrannalöndum okkar er
þegar fengin þrjátíu ára góð reynzla af
plasteinangrun, sem tryggir gæði og end-
ingu.
ÓDÝR MIÐAÐ VIÐ
EIN A NGRUNARGILDI
Plasteinangrun er miklu ódýrari en
önnur einangrunarefni, sem hafa sama
einangrunargildi. Þá hefur hún þann
stóra kost, að einangrunarlagið verður
ekki þykkt, vegna þess hve mikið ein-
angrunargildi er í hverjum sentimeter.
Hún verður því ekki til að gera veggi
þykkari. Plastemangrun er mjög ódýr,
þegar hún er borin saman við kynd-
ingarkostnað.
NOTKUN VIÐ MARGVÍSLEGAR
ADSTÆÐUR
Plasteinangrun er notuð í meginhluta
allra íbúða, sem byggðar eru hér á landi.
Hún er notuð í gólf, loft og veggi. Þá er
hún mikið notuð í iðnaðarhúsnæði og
öðru atvinnuhúsnæði, þar á meðal útihús-
um í sveit. Plasteinangrun er notuð við
kæligeymslur, svi sem frystiklefa í frysti-
húsum, kartöflugeymslur og kæliklefa
verzlana.
MÖRG STÓR VERKEFNI
Á undanförnum fimmtán árum hefur
Plastiðjan séð um einangrun í mörgu af
stærstu mannvirkjum á landinu. Þar
sem Plastiðjan er stærsti framleiðandi á
húsaeinangrun i landinu, á hún hægast
með að tryggja aíhendingu á miklu magni
í senn. Löng reynsla í að sinna stórum
verkefnum er mikils virði.
MARGVÍSLEG ÞJÓNUSTA
Plastiðjan hefur alltaf ástundað þjón-
ustu við viðskiptavinina, sem hefur oft
haft í för með sér tilraunastarfsemi til
að reyna nýja notkun á einangrunar-
plasti.
Eins og fyrr hefur fyrirtækið afgreiðslu
á tveimur stöðum, aðra á Eyrarbakka og
hina í húsi Korkíðjunnar að Skúlagötu 57
í Reykjavík. Hringið til að afla ykkur
allra upplýsinga um notkun á plastein-
angrun og til að kynna ykkur verð.
PEastiðjan Eyrabakka hf.
SKÚLAGÖTU 57, REYKJAVÍK EYRABAKKA
SÍMI 23200 99-3116
G
FV 9 1973