Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Síða 19

Frjáls verslun - 01.09.1973, Síða 19
Utflutningur Norðmanna eflist Eftir Gunnar Rogstad, forstjóra IJtflutningsráðs INioregs Framleiðsla Norðmanna og’ útí'lutningur hafa ávallt verið mótuð af auðlindum náttúrunnar, svo sem fiski og fiskafurðum, timbri og viðar- afurðum og málmum í jörð. Yörum þessum er skipt í flokka og kallaðar hefð- bundnar útflutningsvörur andstætt því, sem kallað er ó- hefðbundinn útflutningur, eða nýr, en það er framleiðslu- iðnaður. Hefðbundnar út- flutningsvörur voru 83% alls norsks vöruútflutnings 1959. Þegar Noregur gekk í EFTA árið 1959, mátti heyra margar daprar spár og varnaðarorð frá þeim, sem mæltu fyrir hönd úr- vinnsluiðnaðarins. Mörgum iðn- aðarforkólfum þótti sem afnám tollverndar og frjálsari innflutn- ingur væri dauðadómur yfir norskum framleiðsluiðnaði. En af þeirri þróun, sem orðið hef- ur, er þó einsýnt að reynslan hefur orðið önnur. Bæði Norðmenn og íslending- ar eru litlar iðnaðarþjóðir. 80% af 15 þúsund iðnaðarfyrirtækj- um í Noregi hafa færri starfs- menn en 20. Þeir hafa því 12 þúsund fyrirtæki, þar sem vinna færri en 20 manns, og frá þess- um fyrirtækjum kemur tæplega fjórðungur alirar iðnaðarfram- leiðslu. Fyrirtæki þar sem allt að 100 manns eru í vinnu, fram- leiða helming iðnaðarframleiðsl- unnar. Af þessum tölum má sjá hvers konar sá iðnaður er, sem Útflutningsráð Noregs veitir þjónustu. EFLIR NORSKAN ÚTFLUTNING. Útflutningsráð Noregs var greint frá utanríkisráðuneytinu árið 1945. Það varð sérstök stofn- un, stjórnað af 45 manna ráði, og eru 40 þeirra úr öllum grein- Gunnar Rogstad. um atvinnulífsins, en 5 fulltrú- ar hver síns ráðuneytis. Ráðið kýs sér forstöðu- eða fram- kvæmdanefnd, og sitja í henni 8 menn. Bæði í ráðinu og fram- kvæmdanefndinni er meirihluti fulltrúanna fulltrúar atvinnu- lífsins. Útflutningsráð Noregs er sú stofnun landsins, sem ætlað er að efla norskan útflutning og samræma hvaðeina, sem gert er til þess að auka sölu norskra afurða og framleiðsluvara ex’lendis. Ennfremur er ráð- ið ráðgjafastofnun norskra yfir- valda í þeim málefnum, sem varða útflutnings- og sölupóli- tík, Aðalverksvið Útflutningsráðs- ins er m. a. að láta útflytjendum í té hverju sinni nýjan fróðleik um markaðsaðstæður, tolla, við- skiptafyrirkomulag, samnings- aðstæður, að rannsaka markaði, hvort heldur eftir beiðni útflytj- enda, eða að eigin frumkvæði. Þetta er gert fyrir atbeina sér- stakra fulltrúa í samvinnu við utanríkisþjónustu. Annað aðal- verksvið ráðsins er að reka virka upplýsingaþjónustu fyrir norska útflytjendur og innflytj- endur utanlands. Ennfremur að samræma norska útflutnings- viðleitni erlendis, skipuleggja ferðalög sendinefnda erlendis, beita sér fyrir kaupstefnum og vörusýningum og koma á skipu- lagðri markaðsleit. Fyrsta áratuginn var Útflutn- ingsráði Noregs lagt til fé á fjár- lögum ríkisins. Fulltrúum at- vinnulífsins þótti hins vegar ó- gerningur að koma heim og saman kröfum ríkisins um fyrir- komulag á fjárlögum og þeim sveigjanleika, sem útheimtist af stofnun, sem ætlað er að beita sér fyiúr eflingu útflutnings. Árið 1956 voru samþykktar nýjar reglur um fjármál ríkis- ins. Af þessum reglum leiðir, að ráðið er sjálfstætt fjárhagslega. Fyrirkomulagið er það að á all- an útflutning frá Noregi, að skipum undanteknum er lagt % pro mille gjald. Þetta gjald færði útflutningsráði í sjóð rúm- ar 15 milljónir króna árið 1972. Fé þetta er lagt í Útflutnings- sjóð, og er honum varið til að kosta hin ýmsu störf Útflutn- ingsráðs, hvort heldur til aðal- skrifstofunar í Osló eða starfs- seminar á þeim 22 stöðvum sem Norðmenn reka erlendis. Stór þáttur í stai'fsemi Út- flutningsráðs er að afla atvinnu- lífinu sérfræðilegrar kunnáttu. Markaðsstarfsmenn Útflutnings- ráðsins eru oft ráðnir úr hópi FV 9 1973 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.