Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 26

Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 26
Sanuiéarmaéiir Árni Einarsson, framkvæmdastjóri á Reykjalundi: „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar” 1 Reykjahverfi í Mosfells- sveit með fagurt útsýni til allra átta, stendur Reykja- lundur, vinnuheimili S.l.B.S. Þar er mikil þyrping, stórra og lítilla húsa, og er umgengni öll á staðnum til fyrirmynd- ax-. Fallegur gróður prýðir mörg húsanna, sem öll eru vel og snyi tilega máluð og við að- albygginguna stendur sjálfur Reykjalundurinn, trjálundui’, sem gróðursettur var fyrir allmörgum árum og er nú orðinn mjög fallegur. Þarna er nú verið að vinna að mikl- um byggingafi'amkvæmdum, viðbyggingu við aðalsjúkra- húsið, hæð ofan á skrifstofu- hús til að fá rúm fyrir sjúkra- iðjuþjálfun, sem er mjög þarfleg nýjung í starfseminni. FV lagði leið sína að Reykja- lundi fyrir skömmu og ræddi þar við Árna Einarsson fram- kvæmdastjóra, sem gegnt hefur því starfi í rétt tæpan aldarf jórð- ung. en hann á 25 ára starfsaf- mæli í október í haust. Árni, sem er gamall berklasiúklingur, hefur tekið virkan þátt í starfi S.Í.B.S. frá fyrstu árum þess. Samband íslenzkra berklasjúkl- inga var stofnað árið 1938 ov voru stefnendur 28 sjúklingar á berklahælum landsins. 14 þeirra voru frá Vífilsstaðahæli, 5 frá Kristnesi, 5 frá Reykjahæli í Ölfusi og hinir frá Kópavogs- hæli. Landakotsspítala og Land- spítalanum. Á þessum hælum og siúkrahúsum voru stofnuð félög berklasjúklinga, sem kölluðust Siálfsvarnir og má segja að S.í. B.S. hafi einungis verið samruni Árni Einarsson framkvæmdastjóri. þeirra í eitt landssamband. Eft- ir stofnun sambandsins var ákveðið að stofna félög í öllum kaupstöðum landsins sem opin væru öllum sem einhvern tíma hefðu sýkzt af berklum. Var Árni einn af stofnendum Reykjavíkurdeildarinnar, en þessar deildir kölluðust Berkla- varnir. Hann átti síðan sæti í 26 FV 9 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.