Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 27

Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 27
Unnið að framleiðslu á Reykjalundi. stjórn samtakanna um langt ára- bil og situr í henni í dag. Árni kann frá mörgu að segja varðandi mál berklaveikra og baráttu þeirra til að koma vinnuheimilinu að Reykjalundi á fót. Hann leggur mikla áherzlu á þakkir og viðurkenningu til þeirra manna, sem stóðu að stofnun S.Í.B.S. fyrir geysimik- ið og óeigingjarnt starf sem þeir undantekningarlaust unnu í þágu málefnisins, og eru það margir sem mætti nefna í því sambandi, en kannski helzt þá Andrés Straumland, Ásberg Jó- hannesson, Herbert Jónsson og Jón Rafnsson, en þeir áttu allir sæti í fyrstu stjórn S.Í.B.S. Meg- inmarkmiðið með stofnun S.I. B.S. var að aðstoða heilbrigðis- yfirvöld við að hefta útbreiðslu berklanna og að „Styðja sjúka til sjálfsbjargar“, en þau orð hafa ávallt verið einkunnarorð sambandsins. Ári eftir að sambandið var stofnað eða 1939, var haldinn fyrsti fjáröflunardagurinn, berklavarnardagurinn, sem enn er haldinn fyrsta sunnudaginn í október. Þá, eins og nú, var f jár- ins aflað með sölu blaðs og merkja og þennan fyrsta berkla- varnardag söfnuðust 5 þúsund krónur, mun meira en menn höfðu þorað að vona. Leitaði stjórn S.Í.B.S. þá álits hjá félög- um um allt land um hvað gera skyldi við þetta mikla fé. Var ákveðið að stofna sjóð í þeim tilgangi að koma upp vinnu- heimili fyrir berklasjúklinga, sem og varð. RÁÐIZT í KAUP Á LANDI OG ÞAÐ SKIPULAGT. Það var svo árið 1942 að sam- þykkt var á þingi S.Í.B.S. að fela stjórn samtakanna að hefj- ast handa um undirbúning að byggingu vinnuheimilis og sjá um útvegun á meira fé til þess verks. Var þá leitað til Alþingis og farið fram á að gjafir, sem S.Í.B.S. kynnu að berast yrðu undanþegnar skatti hjá gefanda. Var Þórður Benediktsson einn helzti hvatamaður að þessu, en hann sat þá á þingi, og má þakka honum, öðrum fremur, það, að þetta fékkst samþykkt. Á næsta þingi sambandsins, árið 1944, var svo draumurinn orðinn að veruleika. Stjórnin hafði fest kaup á 30 hekturum lands úr landi Suður-Reykja í Mosfellssveit og ráðið Gunnlaug Halldórsson arkitekt til að teikna og skipuleggja svæðið. Vann Bárður ísleifsson að því verki með honum fyrstu árin, en Gunnlaugur er enn í dag arki- tekt Reykjalundar. Var verkið unnið með slíkum ágætum, að sögn Árna, að engar teljandi breytingar hefur þurft að gera á því á þessum tæpum þremur áratugum. Ástæðurnar fyrir því að þetta landsvæði var valið fyrir vinnu- heimili voru rnargar, nálægðin við Reykjavík og jarðhiti, en það sem kannske var þyngst á metunum var það, að á landinu stóð mikið af bröggum, sem Bandaríkjamenn höfðu skilið eftir þar, en þeir starfræktu þarna hersjúkrahús og fleira. Þessir braggar voru ómetanleg hjálp fyrstu árin því þeir voru notaðir sem vinnustofur, lækna- stofur og fleira og fleira og var sá síðasti þeirra rifinn árið 1963. Til viðbótar þessu voru í land- inu skolplagnir og vatnslagnir, sem hermennirnir höfðu lagt og einnig borholur, sem úr fékkst heitt vatn og voru þær notaðar þar til fyrir tveimur árum en þá hvarf úr þeim heita vatnið þegar hafizt var handa við djúp- boranir á vegum Reykjavíkur- borgar þarna skammt frá. Allt þetta kom náttúrulega að góðu gagni og gerði að verkum að hægt var að hefja starfsemi mun fyrr en annars hefði verið. Þegar þessir atburðir áttu sér stað var Andrés Straumland for- maður stjórnar S.Í.B.S. en aðr- ir í stjórninni voru Sæmundur Einarsson, Oddur Ólafsson, Ól- afur Björnsson, Maríus Helga- son, Eiríkur Albertsson og Árni Einarsson. B Y GGIN GAFRMKV ÆMDIR HEFJAST. HAPPDRÆTTI STOFNAÐ. Fyrstu byggingaframkvæmd- irnar hófust svo 3. júní 1944 og voru í fyrstu reist 10 hús, litlu húsin svokölluðu, vistmanna- FV 9 1973 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.