Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.09.1973, Blaðsíða 29
Plaströrin 48% af framleiðsfunni — segir Jón Þórðarson, framleiðslustjóri á Reykjalundi Á árunum 1953-60 voru teknir í notkun vinnuskálar að Reykjalundi og hófst þá rekstur plastgerðar, sem starfrækt hefur verið með miklum blóma síðan. 1 plast- gerðinni eru gerð plaströrin kunnu, svo og leikföng, um- búðaplast og margt fleira. FV ræddi stuttlega við Jón Þórð- arson, framleiðslustjóra á Reykjalundi á dögunum og spurði hann m. a. um fram- leiðsluna í plastgerðinni. Sagði hann, að langmest væri nú framleitt af vatnsrörum, sem framleidd eru í stærðunum frá V2 tommu upp í 12 tommur. Rör þessi eru seld út um allt land og eru mjög vinsæl. Næst stærsta framleiðslugreinin er umbúðaplast eða polyfilm eins og það er nefnt á fagmáli. 700- 750 tonn eru framleidd af rör- unum á ári, en um 500 tonn af umbúðaplasti. Einnig eru framleidd á Reykjalundi búsáhöld ýmis kon- ar, ílát og vatnsfötur. Reykja- lundur hefur einkaumboð fyrir Lego System hér á landi. Hluti Lego kubbanna er framleiddur á Reykjalundi, en hitt er flutt inn tilbúið. Þá eru á Reykjalundi einnig gerðir trébílar og skápar fyrir smáhluti s.s. skrúfur. Ekki má gleyma garðslöngunum og lyfja- umbúðunum, sem einnig er virk- ur þáttur í framleiðslunni. Ekki hefur verið bætt við neinni framleiðslugrein nýlega. Á Reykjalundi er einnig starf- andi saumastofa, sem m.a. saum- ar sloppa fyrir sjúkrahús og einnig er starfrækt trésmíða- verkstæði, sem sér um viðhald á byggingum og nýsmíði fyrir byggingar t. d. á gluggum og hurðum. Á síðasta ári var söluverð- mæti framleiðslunnar 117 millj- ónir króna og voru rörin 48% af framleiðslunni og plast- filman (polyfilm 24%. Innan plastgerðarinnar eru starfandi fjórar deildir að sögn Jóns og eru það' samsetningar- deild, þar sem gengið er frá vör- unni, hún sett saman og pökkuð. Þar vinna um 50 vistmenn auk verkstjóra. Steypideild var næsta deild, sem Jón nefndi, en þar vinna 8 vistmenn á vöktum ásamt verkstjóra. I steypudeild eru búsáhöldin og leikföngin steypt og matvælaumbúðir og lyfjaumbúðir gerðar. Þar eru einnig framleidd raftengi (6 víra tengi), og eru þetta klemm- ur til að tengja saman rafvíra í dósum. I röradeild vinna 9 vélamenn og aðstoðarmenn, 4-5 vistmenn og verkstjóri. Þar eru rörin framleidd svo og umbúðarplast- ið og garðslöngurnar. í þessari deild fer fram stærsti hluti fram- leiðslunnar. Á mótaverkstæðinu, sem er seinasta deildin, sem heyrir undir plastgerðina vinna þrír lærðir smiðir, þar af einn verk- stjóri og auk þess starfa þar 3-4 vistmenn. Á verkstæðinu er séð um nýsmíði á mótum og tækjum, viðgerðir og viðhald véla og tækja. Á mótaverkstæð- inu eru einnig framleiddir skrúfuskáparnir fyrrnefndu. Á Reykjalundi er í byggingu nýtt verksmiðjuhús og er það Jón Þórðarson. 800 m2 að stærð, og sagði Jón að það yrði tekið í notkun um áramót. í þessari nýbyggingu verða plaströrin og plastumbúð- irnar framleiddar. Sagði Jón, að orðið hefði að byggja nýtt verksmiðjuhús vegna þrengsla og tæplega hefði verið hægt að anna eftirspurn eftir vörum í tvö ár, vegna þess að ekki hefur verið unnt að bæta við vélasamstæðum vegna pláss- leysis. Þegar starfsemi hefst í nýja húsinu verður keypt ein ný vélasamstæða fyrir plastfilm- una, en 3 vélasamstæður eru fyrir. Einnig væru 3 vélasam- stæður fyrir rörin, en ekki hefði verið ákveðið hvort keypt yrði ný samstæða til viðbótar með tilkomu nýju verksmiðjunnar. Að lokum sagði Jón, að nýja verksmiðjuhúsið yki mikið hag- ræðingu vegna þess að það væri ekki langt frá lagernum og færu rörin beint þangað úr verksmiðj- unni. Unnið í plastgerðinni. FV 9 1973 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.