Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.09.1973, Qupperneq 43
Gisfing — Ráðstefna UPPLYSINGAR FYRIR ÞÁ, ER HYGGJAST FERÐAST UM ISLAND Á KOMANDI VETRI Frjáls verzlun gerði nýlega könnun á gististöðum þeim, sem starfræktir eru yfir vetrar- mánuðina á Islandi. Árangur eftirgrennslana blaðsins fer hér á eftir og geta menn þar fræðzt um flest, ef ekki öll þau atriði, sem vakna í hugum manna, þegar þeir þurfa að kaupa sér gistingu og fæði í byggðarlögum fjarri heimkynnum sínum. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 11, Reykjavík. Hótelið hefur til umráða 47 gistiherbergi. Tveggja manna herbergi eru 32 og eru öll, nema 9 með baði. Eins manns herbergi eru 15 og hafa 4 herbergi bað. Á hótelinu er hægt að fá allan mat s.s. veizlu- mat og margvíslega smárétti á góðu verði. Enn- fremur hefur hótelið vínveitingaleyfi. Húsið er staðsett í hjarta bæjarins, nálægt verzlunum og opinberum byggirigum. HÓTEL ESJA, Suðurlandsbraut 2, Reyltjavík. Hótelið hefur til umráða 134 gistiherbergi og eru þau öll tveggja manna ásamt baði. Á boðstólum er allur fáanlegur matur, séréttir og matseðill dagsins m. a. Á morgnana er hlað- borð og er verðið 250 krónur. Verð á hádegis- verði er frá 350 krónum og verð á kvöldverði er frá 700 krónum. Hótelið hefur vínveitingaleyfi. Fyrir framan hótelið eru góð bílastæði og enn- fremur eru þangað tíðar strætisvagnaferðir. Sjónvarp og barir eru í húsinu. HÓTEL HOLT, Bergstaðastræti 37, Reykjavík. Herbergjafjöldi er alls 53, þar af eru 42 tveggja manna herbergi, öll með baði og 11 eins manns herbergi einnig öll með baði. Á hótelinu fæst allur matur og er morgun- verðurinn á 260 krónur, hádegisverðurinn frá krónum 425 og kvöldverðurinn frá 645 krónum. Hótelið hefur vínveitingaleyfi. Hótelið er staðsett í miðborg Reykjavíkur, ná- lægt öllum opinberum skrifstofum. HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurflugvelli. 217 gistiherbergi eru á hótelinu og er unnt að nota öll, sem eins manns eða tveggja manna eftir óskum. Eru þau með sturtu. Allur matur stendur hótelgestum til boða, bæði sérréttir og matseðill dagsins. Verð á morgun- verði er frá 176 krónum, verð á hádegisverði er frá 396 krónum og kvöldverði frá 660 krónum. Vínveitingaleyfi er á hótelinu. Hótelið býður upp á margvíslega dægrastytt- ingu m. a. sundlaug og gufuböð. Ennfremur skemmta erlendir skemmtikraftar oft á hótelinu og þá er starfrækt sumarleikhús að sumarlagi. HÓTEL SAGA, Hagatorgi 1, Reykji vík. Hótelherbergi á Sögu eru 90, þar af eru 57 tveggja manna og 33 eins manns. Eru þau öll með baði. Hægt er að kaupa allan algengan mat svo og ýmsa sérrétti. Verð á morgunverði er frá 250 krónum. Hádegisverður er frá 335 krónum og kvöldveiður frá 795 krónum. Auk þess hefur hótelið vínveitingaleyfi. Hótelið er á góðum stað, og góð bílastæði eru við húsið og margt er hægt að gera sér til dægra- styttingar. HÓTEL MÁNAKAFFI, Mánagötu 1, ísafirði. 8 gistiherbergi eru á hótelinu, 2 þriggja manna, 2 eins manns og 4 tveggja manna. Allar algengar máltíðir eru fáanlegar og er verð á morgunverði um 200 krónur, hádegisverði frá 210-450 og loks er verð á kvöldverði frá 210- 450 krónur. Hótelið er á góðum stað í bænum, stutt er í verzlanir og auk þess er sundlaug nálægt hótel- inu svo og byggðasafn. Á hótelinu er sjónvarp. HÓTEL MÆLIFELL, Aðalgötu 7, Sauðarkróki. Fjöldi gistiherbergja á hótelinu er 7 og eru þau öll tveggja manna. Allur algengur matur er fáanlegur á hótelinu og er verð á morgunverði 210 krónur, en það er hlaðborð. Verð á hádegisverði er frá 300 krón- um og verð á kvöldverði frá 300 krónum. Vín- veitingaleyfi er á hótelinu. Ymislegt er hægt að gera sér til dægrastytting- ar og er hægt að fá leigða bíla m. a. HÓTEL KEA, Hafnarstræti 89, Akureyri. Fjöldi gistiherbergja á hótelinu er 28 og eru 15 tveggja manna. 5 þeirra eru með baði. 8 eins manns herbergi eru á hótelinu. Á boðstólum eru 40-50 sérréttir ásamt matseðli dagsins. Morgunverðurinn er hlaðborð og er verð- ið 220 krónur. Hádegisverðurinn er frá 415 krón- um og kvöldverður frá 600 krónum. Á hótelinu er vínveitingaleyfi. Hótelið er staðsett í hjarta bæjarins með öllum þeim möguleikum, sem því tilheyrir. Ennfremur er í húsinu kaffitería, fyrir þá, sem vilja fljóta af- greiðslu og ódýran mat. FV 9 1973 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.