Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 45
HVAR A AÐ HALDA FUNDINN EÐA RÁÐSTEFNUNA?
Eins og flestum er kunnugt hafa forráðamenn íslenzkra ferðamála fullan hug á því að gera
ísland að ráðstefnulandi, sem erlendir hópar telji sér hag í að nýta. íslenzkir félagahópar,
smáir og stórir þurfa einnig húsnæði fyrir sína fundi og ráðstefnur. Því birtir Frjáls verzlun
nú lista með ítarlegum upplýsingum um þá staði sem til greina koma í því sambandi og von-
um við að þær komi að gagni við val manna á fundarstað.
HÓTEL ESJA,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Fundarsalir á hótelinu eru 4 og eru þeir í allt
230 m-. 3 salanna eru 60 m2 og sá fjórði 50 m2.
Leiga á sal í hálfan dag er 1720 krónur, en leiga
á sal í heilan dag er 3440 krónur.
Mesti fjöldi þátttakenda í stólaröðum í sal er
200. Unnt er að opna þrjá stærstu salina saman.
Á hótelinu eru ýmis tæki s.s. hátalarakerfi,
kvikmynda- og skuggamyndavél og segulband,
svo og píanó, sem fundargestum stendur til boða.
Verð á veitingum fyrir þátttakendur fer eftir
samkomulagi.
VEITINGAHÚSIÐ GLÆSIBÆ,
Álfheimum 74, Reykjavík.
Fjöldi fundarsala í veitingahúsinu er 3 og er
stærð þeirra samanlagt um 1000 m2. Mesti fjöldi
þátttakenda í stærsta salnum er 350 manns við
borð, en í næst minnsta salnum rúmast 120-150
manns við borð og loks í minnsta salnum rúm-
ast 120-150 manns við borð.
Leiga er engin ef keyptar eru veitingar.
Tæki, sem veitingahúsið hefur til umráða eru
m. a. hátalarakerfi, plötuspilari í tveim sölum og
hljóðfæri á veitingahúsinu, sem stendur fundar-
gestum til boða er píanó.
Veitingar fyrir þáttakendur eru krónur 300-600
fyrir mat á manninn. Kaffi og kökur á mann eru
á bilinu milli 180-360 krónur með þjónustu-
gjaldi. Ennfremur er hugsanlegur afsláttur á
verði veitinga, þegar samið er um reglulega fundi
til langs tíma.
HÁSKÓLABÍÓ
við Hagatorg, Reykjavík.
Kvikmyndahúsið hefur einn þúsund manna sal
til umráða, sem er um 1400 m2. Leiga salarins er
samkomulagsatriði.
Kvikmyndahúsið hefur hátalarakerfi og kvik-
myndavél til umráða og ennfremur á það flygla,
sem fundargestir geta fengið tíl afnota.
HÓTEL LOFTLEIÐIR,
Bergstaðastræti 37, Reykjavík.
Fundarsalur hótelsins nefnist Þingholt og er
hann ca. 100 m2. Mesti fjöldi þátttakenda við
borð er 45 og er leigan samkomulagsatriði. Saln-
um fylgir setustofa og vínstúka.
Þátttakendur geta fengið veitingar og kostar
maturinn frá 800-1800 krónur á mann. Verð á
kaffinu og kökum er 300 krónur á mann og verð
á ýmis konar smáréttum er um 300 krónur. Leiga
er ekki greidd ef keyptar eru veitingar.
HÓLEL LOFTLEIÐIR,
Reykjavíkurflugvelli.
Fundarsalir á hótelinu eru 8 og er mesti fjöldi
þátttakenda í sölum þessum 847. Um 200 manns
komast í sæti við borð í hvern kristalssal, en þeir
eru þrír. Mesti fjöldi þátttakenda í stólaröðum í
hvern kristalssal er 200. Leigan er frá 1740 krón-
um.
Hótelið hefur ýmis tæki til ráðstöfunar s. s.
hátalarakerfi, kvikmyndavél, skuggamyndavél
og segulbandstæki. Ennfremur eru til píanó og
Hammond orgel.
Veitingar fyrir þátttakendur eru eftir sam-
komulagi, en yfirleitt eru kaffiveitingar á 150
krónur.
NORRÆNA HÚSIÐ
v/Hringbraut, Reykjavík.
2 fundarsalir eru 1 húsinu og er annar 100 m2
og hinn 24 m2 að stærð. Stærri salurinn tekur
70 manns við borð og 120 í stólaraðir, en sá
minni 15 við borð. Leiga á stærri salnum er 800
krónur en á þeim minni 300 krónur.
Húsið hefur ýmis tæki til ráðstöfunar s.s. há-
talarakerfi, kvikmyndavél, skuggamyndavél og
segulbandstæki. Hljóðfæri í húsinu er flygill.
Fundarmenn geta keypt sér kaffi og kökur og
er verðið á því um 100 krónur.
Auk þess geta fundargestir keypt sér brauð-
sneiðar, öl og kaffi og er verðið um 400 krónur.
Þegar fundir eru haldnir reglulega af ákveðn-
um aðilum er veittur afsláttur eftir sérstöku sam-
komulagi.
HÓTEL SAGA,
við Hagatorg í Reykjavík.
5 fundarsalir eru á hótelinu og er stærð þeirra
ca. 800 m2. Mesti fjöldi þátttakenda við borð í
sölum þessum er 750, en í stólaröðum 900. Leig-
an er samkomulagsatriði.
Til ráðstöfunar hefur hótelið tæki eins og há-
talarakerfi, kvikmynda- og skuggamyndavél, seg-
ulbandstæki og ýmis hljóðfæri. Getur hótelið
útvegað ýmis önnur tæki ef þess er óskað sér-
staklega.
Þá eru veitingar til fundargesta samkomulags-
atriði, en hugsanlegur afsláttur á verði veitinga,
þegar samið er um reglulega fundi til langs tíma,
fer eftir nánara samkomulagi.
TJARNARBÚÐ,
Vonarstræti 10, Reykjavík.
Fundarsalir eru 3 í húsinu, einn stór og tveir
minni. Leigan er samkomulagsatriði, nema ef
matur er keyptur. Er þá leiga felld niður.
í stærsta salnum geta 150-200 manns setið við
borð í einu, en í næst stærsta salnum 80 og loks
um 20 í minnsta salnum. Stóri salurinn rúmar
um 250 manns í stólaröðum. Fjöldi gesta í
næst minnsta salnum í stólaröðum er um 120 og
í þeim minnsta 30-40.
Hátalarakerfi er í húsinu og ennfremur tveir
flyglar. Þá hefur húsið önnur tæki til ráðstöf-
unar s. s. sýningartjald og ræðupúlt, sem er með
innbyggðu hátalarakerfi.
FV 9 1973
45