Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 51

Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 51
Til hádegisverðar er þar sérstaklega mælt með glæsilegu og gómsætu hlaðborði, sem sett er upp til hádegisverðar alla daga vikunnar og á föstu- dögum er boðið upp á tízkusýningu jafnframt. Á þessu borði má finna slíkt úrval rétta að undr- un sætir. Þarna eru ótal kjöréttir og fiskréttir,. með tilheyrandi sósum og salötum, síldarréttir í úrvali, brauð, harðfiskur, hákarl, hvalur, skyr og rjómi, ávextir o. s. frv. o. s. frv. Á eftir er svo kaffi og kostar máltíðin kr. 700 pr. mann. Þetta sagði Emil Guðmundsson móttökustjóri að væri mikið sótt af útlendingum svo og íslending- um og þá ekki sízt kaupsýslumönnum. Auk þessa hlaðborðs er svo hægt að panta sérrétti af mat- seðli. Vilji menn snæða kvöldverð á Hótel Loftleið- um vilja forráðamenn þar mæla með matseðli dagsins sem ávallt samanstendur af 3 réttum, fiskrétti og tveimur kjötréttum og er annar þeirra ódýr. Dæmigerður matseðill þarna er t. d. þessi: Soðin fiskflök með smjöri á krónur 525, eða steikt á sama verði, körfukjúklingur með kryddsósum á kr. 595, hamborgarakótiletta á kr. 665 og Roast beef með bernaise-sósu á kr. 740. Öllum þessum réttum fylgir blómkálssúpa á undan eða bland- aðar smásnittur og sem eftirréttur ananasrönd. Sérréttir eru einnig á boðstólum og má þar nefna blandaða, innbakaða fiskrétti sem eru mjög vin- sælir, roast beef stykki sem sneitt er niður í saln- um og þegar margir eru saman er vinsælt að borða logandi lamb sem komið er með inn á spjót- um. Á Hótel Borg er sérstaklega mælt með blönd- uðum sjávarréttum til hádegisverðar, nema á laugardögum, en þá er þar á boðstólum svokallað kalt borð, langborð hlaðið miklum fjölda rétta bæði kjöt- og fiskrétta og alls kyns salötum, brauði og þess háttar. Blönduðu sjávarréttirnir sem mælt er með, samanstanda af köldum rétt- um með sveppasósu, grænum baunum og gulróf- síldarrétti, humar, rækjur, kavíar, harðfisk o. fl. o. fl. Kostar slík máltíð 795 krónur fyrir mann- inn. Til kvöldverðar er mælt með lambakótilett- um með sveppasósu, grænum baunum og gulróf- um og frönskum kartöflum. Kostar þessi réttur 585 krónur. Þá mælir hótelið einnig með nauta- lundum með bernaisesósu, grænum baunum og gulrótum og frönskum kartöfium og er verðið á þeim rétti 695 krónur. í hádeginu og á kvöldin geta gestir valið sér eftir matseðli og á kvöldseðlinum má m. a. finna súpu, ristaðan silung og Omelet Americane, sem forrétti, og síðan ýmsa kjötrétti. Þá geta gestir valið sér ýmsa eftirrétti s. s. skyr og rjóma eða ávexti með rjóma. FV 9 1973 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.