Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 59

Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 59
Scrcfni Seyðisf jörður: Stórkostleg framför í atvinnumálum á fáeinum árum eftir síldarævintýrið „Hér hafa jafnan verið miklar sveiflur í atvinnumál- um,“ sagði Matthías Guð- mundsson, bankastjóri lít- vegsbankans á Seyðisfirði í viðtali við FV. „Þetta var mikill athafnabær um alda- mótin,“ hélt Matthías áfram, „en hrakaði svo mjög á kreppuárunum eins og ann- ars staðar. Vinna var mikil á stríðsárunum fyrir Bretana og Bandaríkjamenn enda hér mikilvæg herstöð en svo virð- ist, sem hún hafi borið ann- an atvinnurekstur ofurliði.“ Matthías fluttist til Seyðis- fjarðar árið 1967 en hafði áður starfað sem deildarstjóri í inn- heimtudeild Útvegsbankans í Reykjavík. Þá hafði síldarævin- týrið staðið, en var senn á enda. Skipin fóru að sækja langt norð- ur í höf og söltunarstöðvarnar fóru að fá lán til að byggja yfir sig vegna vetrarvinnu. Pening- arnir stöðvuðust ekki á Seyðis- firði og þar hlóðust upp skuld- ir. Atvinnuleysi var framundan og fyrir bankayfirvöldum lá sú spurning, hvort hætta skyldi að lána fjármagn til atvinnutækj- anna, því að lítil veð voru fyrir hendi. Bolfiskur veiddist eng- inn og var það tíðkað að panta fisk í soðið frá Höfn í Horna- firði, eða annars staðar að. Frystihúsarekstur var því ekki teljandi fyrr en tekið var til starfa í nýju húsi, sem Valtýr Þorsteinsson lét reisa fyrir síld- arfrystingu á síldarárunum. Nú gengur rekstur þess eins og hjá beztu húsunum fyrir sunnan og alls munu starfa á Seyðisfirði Séð af Fjarðarheiði niður til Seyðisfjarðar. FV 9 1973 51)

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.