Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 98

Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 98
ritsijórn Áberandi framfarir á Seyðisfirði Það er fyrir margra hluta sakir forvitni- legt að kynnast staðháttum á Austfjörðum og athafnamálum þar. Ötrúlega mildar sveiflur hafa orðið í atvinnumálum bæjarfélaganna og kauptúna þar eystra og öllum eru Ijósar afleiðingar skyndilegs sildarskorts á afkomu fólksins. Meðan enn liorfði vel um áframhald- andi sildveiðar var ráðizt í geysilega fjárfest- ingu í nýjum og endurbættum vinnslustöðv- um, sem siðan stóðu auðar og verkefnalausar í nokkur ár. Um leið einkenndist mannlífið af erfiðleikum atvinnuleysisáranna. Verksmiðjurnar hafa nú komið að góðum notum með vaxandi loðnuveiðum, þannig að eins og svo oft áður hafa tilviljanir og breytt- ar aðstæður, sem mennirnir hafa ekki einir skapað sér, ráðið aukinni verðmætasköpun og bættri afkomu byggðarlaganna. En mest er um vert, að sorgleg endalok síldarævintýrisins fyrir austan færðu mönn- um heim sanninn um, að svo fremi að þeir vilji tryggja sig el'nalega, verður að finna at- vinnumálunum annan og traustari grundvöll en einn tiltekinn rekstur, sem allir eiga lífsaf- komu sína undir. Þessi breyttu viðhorf liafa þegar komið fram í raunhæfum aðgerðum á Seyðisfirði. Þar hefur tekizt á skömmum tíma að skapa atvinnutækifæri, sem talið er að nægja muni 1500 manna byggð, en enn eru íbúar innan við 1000. Þetta hefur gerzt með sameiginlegu átaki dugnaðarmanna á staðnum og eftirtektarvert er, að einkafram- takið en ekki bæjarrekstur liafa ráðið ferð- inni. Seyðfirðingar liafa einbeitt sér að öðr- um greinum sjávarútvegsins en áður og sam- tímis komið á fót iðnaði sem þriðjungur bæj- arhúa hefur lífsviðurværi sitt af. Þar hafa Seyðfirðingar fundið þá kjölfestu, sem þeir telja nauðsynlega um leið og jafn verðmæta- skapandi atvinnuvegur og útgerð og fisk- vinnsla hefur verið efldur. Siðbúið almenningsálit Menn hafa mjög skiptar skoðanir á því, liversu mikil umsvif Seðlábankans sem stol'n- unar skuli vera. Hollt er, að ráðamenn og al- menningur geri upp við sig, hversu mi-kil ítök fjármálastofnun af því tagi skuli hafa á stjórn landsins mála, og hve mikil um sig hún skuli vera á yfirborðinu. „Seðlahankamálið“ liefur verið rætt fram og aftur síðustu vikurnar og má segja, að þvi miður hafi umræðan snúizt upp í síðbúna deilu um smekksatriði varðandi staðsetningu eins húss, sem fyrir löngu var húið að ákveða með opinberri umræðu og umfjöllun, sem all- ir gátu fylgzt með og mótmælt ef þeir höfðu á annað borð áhuga á málinu. Loks þegar fram- kvæmdir í framhaldi af þeim lýðræðislegu athöfnum, sem á undan eru gegnar, eru hafn- ar, hafa menn rokið upp til handa og fóta og viljað láta hætta við allt saman. Fyrir liggur, að samþykkt skipulag við Arnarhól hefur gert ráð fyrir byggingu á þeim stað, þar sem undirbúningur að Seðlabanka- húsi var hafinn. Allur málflutningur hefur snúizt um það, að verið væri að taka grænan skika af hólnum undir hygginguna. Það er ekki rétt. Ötrúlegustu menn hafa haldið því fram, að þeir myndu ekki framar njóta sólarlagsins séð frá hólnum. Áberandi lítið er um manna- ferðir á Arnarhóli jafnvel á fegurstu sumar- kvöldum nema hvað olnbogahörn þjóðfélags- ins virðast ráða þar lögum og lofum vegna slælegi-ar löggæzlu og liafa beinlínis flæmt aðra þaðan. Allt þetta hlýtur að vekja menn til um- hugsunar um á hverjum grunni hið svonefnda „almenningsálit“ byggist og hvernig það fyrirbæri þróazt. Ekki skal mælt á móti því sem slíku, en aðeins hent á nauðsyn þess að almenningsálitið sé vakandi og grípi í taum- ana á réttri stund. Væri vel ef það færi að huga náið að skipulagi Reykjavíkur og þá einkum miðbæjarsvæðisins, þannig að álit þess liggi greinilega fyrir, þegar þýðingar- miklar ákvarðanir verða teknar í framtíðinni. 98 FV 9 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.