Frjáls verslun - 01.06.1974, Qupperneq 9
í siutlu máli
> *
§ Island og Italía
Það virðist sameiginlegt með ís-
landi og ítalíu um þessar mundir, að
efnahagsvandræði blasa við. Bæði
löndin hafa innleitt innborgunar-
skyldu á allan innflutning. Innborg-
unarhlutfallið er hér 25% en 50% á
ítalíu. Skal látið liggja á milli hluta
hvort hlutföllin endurspegla stærðar-
gráðu efnahagsvandans í löndunum.
Bæði löndin hafa orðið að verja að-
gerðir sínar gagnvart samherjum;
Efnahagsbandalagið hefur yfirheyrt
ítali og EFTA íslendinga.
*
# Island og einræðisríkin
Það vekur nokkra athygli að verð-
bólga skuli vera mest á Evrópuvísu á
ísland og í Grikklandi og Portúgal.
Ætla mætti, að auðveldara væri að
halda verðlagi í skefjum í einræðis-
ríkjum en raun ber vitni. Getur verið,
að hér komi til misheppnuð afskipti
af markaðskerfinu og að árangurinn
verði meiri verðbólga í stað minni?
Ættu stjórnvöld hérlendis aö íhuga
þetta.
0 Citroen og Peugot sameinasl
Tilkynnt hefur verið í París, aö
þessi tvö bílaver muni sameinast. Þær
tvær ástæöur munu einkum vera fyr-
ir sameiningunni, að yfirvöld hafa
þjarmað að ágóðahluta fyrirtækjanna
og olíuhækkanirnar hafa dregið úr
sölu á bílum í Frakklandi og víða
annars staðar.
0 Óttast Araba
Mikið er nú rætt í Noregi og Bret-
landi um ráöstafanir til aö vernda ol-
íusvæðin nýju 1 Norðursjó fyrir hugs-
anlegum skemmdarverkum Araba, en
heyrzt hefur, að þau væru í undir-
búningi til að tefja vinnslu olíu á
þessum slóðum. Vinnslan liggur vel
við höggi, þar sem stefnt hefur veriö
að því, að taka olíuna í land á sem
fæstum stöðum til að forðast meng-
un. Einnig kom berlega í ljós fyrir
nokkru, að litlar varnir voru fyrir
hendi, þegar rússneskur togari sigldi
óhindraður upp að olíuleitarprömm-
um.
0 Viðskipti Bandaríkjanna og
Rússa ganga á afturfótunum
Flestum mun í fersku minni, að
Nixon og Kissinger gerðu viðskipta-
samning við Breshnev í marz 1972.
Bandaríkjamenn ætlviðn að veita Rúss-
mn tækniupplýsingar, selja þeim ýms-
ar þróaðar iðnaðarvörur og korn. Rúss-
ar tóku hins vegar vel í að selja Banda-
ríkjamönnum gas 1‘rá Síberíu, en fram-
kvæmdaféð átti að vera bandarískt og
framkvæmdirnar að vera í höndum
bandarísks fyrirtækis. Eitt aðalatriði
ramninganna var, að háðir aðilar
skyldu veita hinum „beztu kjarameö-
ferð“, þ. e. veita hinum sömu kjör og
bezt voru veitl öðrum viðskiptaþjóð-
um.
Ctflutningur Bandaríkjanna til Rúss-
lands áttfaldaðist frá 1971 lil 1973.
Mest var um kornvörur að ræða, sem
seldar voru á hagstæðum lánum. Inn-
tlutningur frá Rússlandi til Bandaríkj-
anna tvöfaldaðist, en var þó tæplega
íimmíungur litflutnings Bandaríkjanna
til Rússlands 1973.
Nú er komið babb i bátinn. Eftir að
styrjöldin skall á í Miðausturlöndum
og farið var að deila á Bandaríkjamenn
fyrir að veita Rússum hagstæðari lán
en öðrum þjóðum, jafnframt því sem
ýmsir heima fyrir voru rciðir yfir
stefnu Rússa gagnvart útflytjendum og
marga óaði við því að láta 2500 millj.
dollara í gasleiðslu, sem Rússar gætu
skrúfað fyrir með einu liandtaki, hófst
gagnrýni á stel'nu Nixons á Bandaríkja-
þingi. Virðist nú sem frekari viðskipti
inuni annaðhvort dragast verulega sam-
an eða jafnvel fara alveg í vaskinn.