Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.06.1974, Blaðsíða 17
atvinnu, en það er dýrt að láta bílinn bíða dögum eða vikum saman til að komast á verkstæði. Bílgreinasambandið á aðiild að Norðurlandaráði bílgreinar- innar, en sameiginlegir fundir eru haldnir annað hvert ár. Seinasti fundur var haldinn í október 1973 í Kaupmanna- höfn. Greinargerðin frá íslandi vakti mikla athyg'li á fundin- um, þar sem vandræði Dana voru talin mikil með 2,5-3 sinnum útseld sveinakaup, sáu fundarmenn ekki hvernig möguleikar væru á að reka verkstæði með 1,8 sinnum sveinakaupi nema um skamm- an tíma og gæti það ekki far- ið nema á einn veg, gjaldþrot og engin uppbygging eða að bera reksturinn upp með öðr- um tekjum. S.l. 2 ár hefur verið mikil bílasala og hafa innflytjendur almennt ekki bætt við starfs- fólki og hefur nokkur hagnað- ur orðið, sem 'hefur í sumum tilfellum farið að hluta til í að halda uppi verkstæði. Eftir- stöðvarnar hafa þó varla dug- að til að fjárfesta í nýjum varablutum, vegna nýrra ár- gerða. Þrjú fyrirtæki þekki ég til, þar sem milljónir króna fóru til að standa undir halla á verkstæði. Nokkrir af stærri innflytjendum eins og Vé'la- deild S.Í.S., Ræsir og Kr. Kristjánsson reka ekki eigin verkstæði og telja ekki grund- völl fyrir rekstrinum. Þetta er öfug þróun, segir Gunnar Ás- geirsson. Mýr formaður Félags íslenzkra iðnrekenda Davíð Sch. Thorsteinsson, núverandi formaður F.Í.I., og Gunnar J. Friðriksson, fráfarandi formaður, t. h. Á ársþingi Félags íslenzkra iðnrekenda 1974 skipti um formann í félaginu. Gunnar J. Friðriksson, sem verið hefur formaður félagsins síðan 1963, lét af því starfi að eigin ósk og var Davíð Scheving Tlior- steinsson kjörinn í hans stað. Davíð tók stúdentspróf árið 1949 og stundaði síðan há- skólanám um skeið. Hann hóf störf hjá Afgreiðslu smjörlíkis- gerðanna 1951 og hefur starfað þar síðan, undanfarin ár sem framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, sem heitir nú Smjörlíki h.f. Davíð hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir iðnað- inn. Má nefna að hann átti um skeið sæti í bankaráði Iðnaðar- bankans, var í Iðnsýningar- nefnd 1966, í stjórn Rann- sóknastofnunar iðnaðarins, nefnd til að semja frumvarp um Iðntæknistofnun íslands, sem lagt var fram á síðasta þingi, en hlaut ekki afgreiðslu, og á nú sæti í Iðnþróunar- nefnd. Þá hefur hann verið í framkvæmdastjórn Verzlunar- ráðs íslands og situr í stjórn Vinnuveitendasambands ís- lands. Davíð var í stjórn Rauða kross íslands í mörg ár og for- maður í tvö ár. Þá er hann for- maður Flóttamannaráðs ís- lands. Davíð var kosinn í stjórn Félags íslenzkra iðnrek- enda 1968 og hefur verið vara- formaður félagsins undanfarin tvö ár. Fráfarandi formaður félags- ins, Gunnar J. Friðriksson, var fyrst kosinn í stjórn árið 1951 og hefur því setið í stjórn fé- lagsins í 23 ár, lengur en nokk- ur annar hefur gert. Hann hef- ur verið framkvæmdastjóri Sápugerðarinnar Fi'igg frá 1946. Gunnar hefur ’gegnt miklum fjölda trúnaðarstarfa fyrir fé- lagið og' á öðrum sviðum at- vinnulífsi'ns. Má nefna sem dæmi að hann var i Iðnsýning- arnefnd 1952, formaður Vöru- sýningarnefndar frá stofnun hennar 1955 til þessa dags, og framkvæmdastjóri sameigin- legrar sýningardeildar Norð- urlanda á heimssýningunni í Montreal. Nýlega var hann kcsinn formaður bankaráðs Iðnaðarbankans, auk þess sem hann er í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands ís- lands, formaður stjórnar Fjár- festingarfélagsins og í stjórn íslenzka álfélagsins. Gunnar hefur setið í fleiri stjórnum, ráðum og neíndum en rúm er að telja upp. Þá hefur hann á sínum langa starfsferli hjá fé- laginu haft forgöngu um mörg af helztu hagsmunamálum iðn- aðarins. '■ Á ársþinginu var kosið um tvö sæti í stjórn og tvö í vara- stjórn. Kosningu í stjórn hlutu Pétur Pétursson, framkvæmda- stjóri í Hydrolj og Björn Þor- iáksson framkvæmdastjóri Sanitas. í varastjórn hlutu kosningu Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri í Sportver, og Sveinn S. Valfells, fram- kvæmdastjóri í Steypustöð- inni. Fyrir voru í stjórn þeir Haukur Eggertsson, fram- kvæmdastjóri í Plastprent, og Kristinn Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri í Stálumbúðum. FV 5-6 1974 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.