Frjáls verslun - 01.06.1974, Qupperneq 17
atvinnu, en það er dýrt að
láta bílinn bíða dögum eða
vikum saman til að komast á
verkstæði.
Bílgreinasambandið á aðiild
að Norðurlandaráði bílgreinar-
innar, en sameiginlegir fundir
eru haldnir annað hvert ár.
Seinasti fundur var haldinn í
október 1973 í Kaupmanna-
höfn.
Greinargerðin frá íslandi
vakti mikla athyg'li á fundin-
um, þar sem vandræði Dana
voru talin mikil með 2,5-3
sinnum útseld sveinakaup, sáu
fundarmenn ekki hvernig
möguleikar væru á að reka
verkstæði með 1,8 sinnum
sveinakaupi nema um skamm-
an tíma og gæti það ekki far-
ið nema á einn veg, gjaldþrot
og engin uppbygging eða að
bera reksturinn upp með öðr-
um tekjum.
S.l. 2 ár hefur verið mikil
bílasala og hafa innflytjendur
almennt ekki bætt við starfs-
fólki og hefur nokkur hagnað-
ur orðið, sem 'hefur í sumum
tilfellum farið að hluta til í
að halda uppi verkstæði. Eftir-
stöðvarnar hafa þó varla dug-
að til að fjárfesta í nýjum
varablutum, vegna nýrra ár-
gerða. Þrjú fyrirtæki þekki ég
til, þar sem milljónir króna
fóru til að standa undir halla
á verkstæði. Nokkrir af stærri
innflytjendum eins og Vé'la-
deild S.Í.S., Ræsir og Kr.
Kristjánsson reka ekki eigin
verkstæði og telja ekki grund-
völl fyrir rekstrinum. Þetta er
öfug þróun, segir Gunnar Ás-
geirsson.
Mýr formaður Félags íslenzkra
iðnrekenda
Davíð Sch. Thorsteinsson, núverandi formaður F.Í.I., og Gunnar
J. Friðriksson, fráfarandi formaður, t. h.
Á ársþingi Félags íslenzkra
iðnrekenda 1974 skipti um
formann í félaginu. Gunnar J.
Friðriksson, sem verið hefur
formaður félagsins síðan 1963,
lét af því starfi að eigin ósk
og var Davíð Scheving Tlior-
steinsson kjörinn í hans stað.
Davíð tók stúdentspróf árið
1949 og stundaði síðan há-
skólanám um skeið. Hann hóf
störf hjá Afgreiðslu smjörlíkis-
gerðanna 1951 og hefur starfað
þar síðan, undanfarin ár sem
framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, sem heitir nú Smjörlíki
h.f.
Davíð hefur gegnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir iðnað-
inn. Má nefna að hann átti um
skeið sæti í bankaráði Iðnaðar-
bankans, var í Iðnsýningar-
nefnd 1966, í stjórn Rann-
sóknastofnunar iðnaðarins,
nefnd til að semja frumvarp
um Iðntæknistofnun íslands,
sem lagt var fram á síðasta
þingi, en hlaut ekki afgreiðslu,
og á nú sæti í Iðnþróunar-
nefnd. Þá hefur hann verið í
framkvæmdastjórn Verzlunar-
ráðs íslands og situr í stjórn
Vinnuveitendasambands ís-
lands.
Davíð var í stjórn Rauða
kross íslands í mörg ár og for-
maður í tvö ár. Þá er hann for-
maður Flóttamannaráðs ís-
lands. Davíð var kosinn í
stjórn Félags íslenzkra iðnrek-
enda 1968 og hefur verið vara-
formaður félagsins undanfarin
tvö ár.
Fráfarandi formaður félags-
ins, Gunnar J. Friðriksson, var
fyrst kosinn í stjórn árið 1951
og hefur því setið í stjórn fé-
lagsins í 23 ár, lengur en nokk-
ur annar hefur gert. Hann hef-
ur verið framkvæmdastjóri
Sápugerðarinnar Fi'igg frá
1946.
Gunnar hefur ’gegnt miklum
fjölda trúnaðarstarfa fyrir fé-
lagið og' á öðrum sviðum at-
vinnulífsi'ns. Má nefna sem
dæmi að hann var i Iðnsýning-
arnefnd 1952, formaður Vöru-
sýningarnefndar frá stofnun
hennar 1955 til þessa dags, og
framkvæmdastjóri sameigin-
legrar sýningardeildar Norð-
urlanda á heimssýningunni í
Montreal. Nýlega var hann
kcsinn formaður bankaráðs
Iðnaðarbankans, auk þess sem
hann er í framkvæmdastjórn
Vinnuveitendasambands ís-
lands, formaður stjórnar Fjár-
festingarfélagsins og í stjórn
íslenzka álfélagsins. Gunnar
hefur setið í fleiri stjórnum,
ráðum og neíndum en rúm er
að telja upp. Þá hefur hann á
sínum langa starfsferli hjá fé-
laginu haft forgöngu um mörg
af helztu hagsmunamálum iðn-
aðarins. '■
Á ársþinginu var kosið um
tvö sæti í stjórn og tvö í vara-
stjórn. Kosningu í stjórn hlutu
Pétur Pétursson, framkvæmda-
stjóri í Hydrolj og Björn Þor-
iáksson framkvæmdastjóri
Sanitas. í varastjórn hlutu
kosningu Björn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri í Sportver,
og Sveinn S. Valfells, fram-
kvæmdastjóri í Steypustöð-
inni.
Fyrir voru í stjórn þeir
Haukur Eggertsson, fram-
kvæmdastjóri í Plastprent, og
Kristinn Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri í Stálumbúðum.
FV 5-6 1974
17