Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 23

Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 23
Landbúnaður: Kjötverksmiðja vekur athygli vestanhafs í austurhluta Colorado-ríkis í Bandaríkjunum, þar sein hlíðar Klettafjallanna mæta Sléttunni miklu hefur fram- takssamur kaupsýslumaður hafið rekstur nautgripabús, sem er sannkölluð kjötverk- smiðja. Svalt og þurrt loftið á þess- um slóðum leyfir að búpening- urinn sé fóðraður úti allan veturinn og vart er til ákjós- anlegri staður til tilraunastarf- semi, sem gæti raunar leitt af sér gjörbreytingar á nauta- kjötsframleiðslu um heim all- an. Á 'hverju ári eru um 500 þús. veturgamlir nautgripir reknir aði fóðurrennunum hjá Monfort of Colorado, Inc. og koma þaðan út aftur fimm mánuðum seinna se.m girnileg- ar steikur eða hamborgarar á borð fjölskyidna um öll Banda- ríkm og víða í löndum utan þeirra einnig. Monfort er stænsta eldistöð fyrir naut- gripi, sem um getur og er auk þess ein af tíu stærstu kjötvinnslufyrirtækj- unum vestan hafs. En það, sem veitir Monfort algjöra sér- stöðu, er þetta samræmda kerfi í kjötframleiðislunni, sem venjulega er sundurlaust og aðskilið. Hjá Monfort hafa all- ir þættir verið sameinaðir, allt frá hlutverki kúrekans til kjöt- salans. FALLÞUNGI HÁLFT TONN Kálfarnir eru keyptir í Colo- rado og öðrum vesturfylkjum Bandarikjanna um það bil vet- urgamlir, þegar þeir vega um 270 kíló. Næstu 140 til 145 daga útbúa næringarfræðingar sérstaka fóðurblöndu handa þeim, aðallega úr korni, sem sérfræðingar Monfort matreiða á sérst^kan hátt, og er hún síðan sett í fnðurrennurna’’ í kúaeirðingunum, sem eru hálf- ur hektnri hver og skipta hn-'druðum. Þegar nautin hafa náð 450 til 540 kilógramma Þetta er stærsta eldistöð fyrir nautgripi sem fyrirfinnst, önn- ur tveggja hjá Monfort-fyrir- tækinu. Þarna rúmast 125 þús. nautgripir í einu og tvöfalt gatnakerfi þjónar annars veg- ar nautgrip'unum, hins vegar ökutækjum. Á scrhönnuðum bíl er blandað saman alfaalfa og maís um leið og fóðrinu er ekið í na’utagirð- ingarnar. Þar er því dælt heitu tvisvar á dag í fóðrurennur, sem gerðar eru úr steinsteypu. FV 5-6 1974 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.