Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 41
kerfi til útreiknings á tímaút-
sölunni, en þetta kerfi var út-
búið og viðurkennt af hinu
íslenzka verðlagseftirliti. Út-
söluverðinu er þá skipt í bein-
an og óbeinan kostnað og síð-
an bætt við föstu tilleggi í
krónum, sem á að dekka fast-
an kostnað og ágóða. Sífellt
stríð hefur staðið mii'li Bíl-
greinasambandsins og verð-
lagseftirlitsins um, hversu
stórt þetta tillegg skuli vera,
nú er það 161 króna, en full-
trúar Bílgreinasambandsins
telja, að þessi upphæð þyrfti
að vera nú um 200 krónur
til þess að verkstæðin verði
ekki rekin með tapi. Þetta
kerfi hefur tryggt bílaverk-
stæðunum að þau flá launa-
hækkanir greiddar í útsölu-
verðinu, þegar kaupgjaldsvísi-
talan hefur hækkað launin, en
fastakostnaðar tilleggið hefur
ekki verið hækkað á tilsvar-
andi hátt. Arangurinn er, að
verkstæðin eru rekin með
tapi, sem er um það bil 13%
af veltu. Á þetta við um
stærstu verkstæðin, sem eru
með beztu tæki sem fáanleg
eru og góðan og vel þjálfaðan
mannskap. Á hinn bóginn ber
að geta þess, að mjög fá verk-
stæði á íslandi hafa ennþá
tekið upp framleiðniaukandi
launakerfi en Bílgreinasam-
bandið vinnur nú að því að
fá tækniaðstoð til þess að
koma slíkum kerfum á í vax-
andi mæli, og telur, að sú hag-
ræðing, sem slíkt kerfi hefur
í för með sér ætti að geta
leyst úr brýnasta vanda verk-
stæðanna hvað verðlagsmál og
afköst snertir.
NOKKRAR LYKILTÖLUR.
Að lokum setjum við hér
með nokkrar lykiltölur varð-
andi íslenzku bílgreinina, en
Bílgreinasambandið fékk Jón
Bergsson, verkfræðing, til þess
að gera smá könnun yfir ýmis
atriði í greininni, svo sem ald-
ursskiptingu bifvélavirkja,
fjölda bíla pr. bifvélavirkja,
tækjaútbúnað og margt fleira,
sem ekki er rúm til að rekja
hér. Hann lagði skýrslu sína
síðan fyrir ráðstefnu Bíl-
greinasambandsins, sem haldin
var í nóvember 1972.
Við rekjum hér tvennt,
sem við teljum athyglisvert.
Tafla I.
aldursskipting
ísland: Danmörk:
undir 25 ára
35% 49%
26—30 ára
14% 28%
31-—35 ára
12% 9%
36—40 ára
16% 5%
yfir 40 ára
23% 10%
100% 100%
Það sem einkum vekur at-
hygli er, að bílgreinin á ís-
landi miðað við Danmörku
tapar (hinum ungu bifvéla-
virkjum til annarra greina, s.
s. byggingabransans). Ástæðan
er vafalaust fyrst og fremst
léleg laun í bílgreininni.
Tafla II.
Fjöldi bíla pr. bifvélavirkja.
ísland 1971 102 bílar
Danmörk 1969 164 bílar
Þetta þýðir að framleiðni á
íslenzkum verkstæðum er til-
tölulega lág í samanburði við
Danmörk. Ein af ástæðunum
er, að mörg af bílaverkstæðun-
um eru smá og eru öll með
fyrsta flokks tæknibúnað eins
og t. d. bílalyftur, og aðeins 2
af íslenzku bílaverkstæðunum
eru með framleiðniaukandi
launakerfi (akkorð).
Önnur ástæðan er, að tiltölu-
leea stór hluti bílaflotans er
yfir 10 ára gamall eða u. þ.
b. % hluti flotans (parken).
Þetta seinkar að sjálfsögðu
viðgerðarvinnu.
Þriðja ástæðan er, að flestir
íslenzkir vegir eru malarvegir
(ekki asfalt) og það hefur í
för með sér, að bílarnir þurfa
meira viðhald en bílar, sem
keyra einkum á asfaltvegum
eins og t. d. í Danmörku, og
þess vegna koma íslenzkir bíl-
ar oftar inn á verkstæðin. Við
teljum þess vegna, að við-
gerðarþörfin sé um það bil
50% meiri á íslandi en í Dan-
mörku.
Að lokum sýnir skýrsla
verkfræðingsins, að fjárfest-
ing á bak við hvern bifvéla-
virkja hefur minnkað um u.
þ. b. 200 þúsund íslenzkar
krónur á tímabilinu 1965-
1970 vegna verðstöðvunar og
annarra verðþrenginga, sem
bílagreinin hefur þurft að búa
við á þessum árum. Allt
þetta bendir til þess, að bíl-
greinin er í vörn hér á ís-
landi og þarf að fá verulegar
hækkanir á álagningu og á út-
söluverði ef viðskiptavinirnir
eiga að fá þá þjónustu sem
þeim ber. En nú er 1-2 mán-
aða biðtími eftir viðgerðum á
verkstæðunum vegna skorts á
bifvélavirkjum og á sama
tíma stækkar bílaflotinn vegna
vaxandi innflutnings á bílum
en þó mun væntanlega draga
úr innflutningnum vegna síðr
ustu opinberu ráðstafana,
sem getið var í upphafi þess-
arar skýrslu.
Bílgreinasambandið reiknar
með, að þörf sé fyrir 70 nýja
bifvélavirkja á ári aðeins til
að halda við þeim fjölda bif-
vélavirkja, sem vinna fyrir
meðlimi Bílgreinasambandsins,
Bílainnflutningur til landsins hefur aukizt gífurlega á undan-
förnum mánuðum.
FV 5-6 1974
41