Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 50

Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 50
Vilhjálmur Guðm,undsson, nýskipaður forstjóri Flugleiða í Kaupmannahöfn, hefur ,um árabil fylgzt náið með framvindu ferðamála á Islandi. íslenzk ferðamál: Hætta á ofríki erlendra ferðaskrifstofa, ef við veljum okkur þröng sölusvæði Samtal við Vilhjálm Cuðmundsson, forstjóra Flugleiða í Kaupmannahöfn Forystumenn í íslenzkum ferðamálum hafa að undanförnu Iátið í ljós ugg vegna þeirra á- hrifa, sem óðaverðbólga innanlands og hækkuð fargjöld landa í milli gætu haft á heim- sóknir erlendra ferðamanna til landsins og þá drjúgu tekjulind, sem ferðamennska er orðin Is- lendingum. Þegar harðnar í ári peningalega eins og nú hefur gerzt hjá flestum vestræn'um þjóð- um er ekki nema von að fólk, sem hafði ferðaáætlanirnar tilbúnar, hugsi sig um tvisvar og sitji ef til vill að lokum heima. Og hvað verður þá um allt gullið, sem túristarnir áttu að færa okk- ur í ár? Munu óvenjumiklar verðlagssveiflur innanlands algjörlega útiloka Island frá ferða- mannamarkaði? Eða kalla ferðamennirnir kannski ekki allt ömmu sína í þessum efnum? Við leituðum svara við þess- um spurningum hjá manni, sem um árabil hefur starfað að því að sannfæra nágranna okkar í Skandinavíu um, að ísland sé einmitt staðurinn, sem þeir megi sízt missa af og bjóði upp á slika gnægð ævintýra, að ekkert land ikom- ist þar í hálfkvisti. Og þetta er erfitt stríð, því að ótal sölu- menn frá mörgum löndum vilja klófesta ferðamanninn og fá sinn skerf af ráðstöfunar- fé hans. En Vilhjálmur Guðmunds- son, forstjóri Flugleiða hf. í Kaupmannahöfn, lætur sér ei allt fyrir brjósti brenna, enda orðinn fullharðnaður í að selja íslandsferðir eftir margra ára dvöl í Osló og síðan í Kaupmannahöfn, sem er brott- fararstaður flestra EvrÓDubúa, er leggja leið sína til íslands. Hann er þeirrar skoðunar, að á sínu markaðssvæði sé ekki ástæða til að óttast, að ferða- mannalandið ísland verði und- ir í samkeppni vegna hækk- aðs eldsneytiskostnaðar og verðbólgu, innfluttrar eða heimatilbúinnar. V. G.: — Þó að stórkostleg- ar verðhækkanir frá ári til árs hafi valdið okkur sölu- mönnum áhyggjum, er þess þó að gæta, að ísland er ekki eina landið, sem svo er ástatt um. Verðbólga er líka til í Danmörku og hér má reikna með að almennar launahækk- anir nemi 20% á þessu ári en voru um 15% í fyrra. Að sama skapi hækkar verðlagið 50 FV 5-6 1974
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.