Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 57
Hótel Edda,
Varmalandi, Borgarfirði, sími um Svignaskarð.
Gisting: Hótelið hefur yfir að ráða 49 rúm-
um í 26 eins og tveggja manna herbergjum.
Svefnpokapláss er í herbergjum án handlauga
(kojur með dýnum) Hótel Edda, Varmalandi
hefur opið frá 27. júní — 31. ágúst. Verð á eins
manns herbergi er kr. 990.-, en tveggja manna
herbergi kr. 1.325.-. Matsalur hótelsins hefur
opið daglega frá kl. 8.00—23.30. Morgunverður-
inn er á 325.- kr. en verð á hádegis- og kvöld-
verði er samkvæmt matseðli.
Dægrastytting: Á hótelinu er setustofa og
sjónvarp, og sundlaug á staðnum. Hótelið er
miðsvæðis í Borgarfirði. Þaðan er stutt að aka
í Norðurárdal til veiða, í Börgarnes, á Mýrar,
Reyk'holtsdal og í Húsafellsskóg m. a.
Hótelstjóri: Jón Grétar Kjartansson.
Sumarhótelið Stykkishólmi,
Bók'hlöðiustíg 4, sími 93-8231
Gisting: Á sumarhótelinu á Stykkishólmi eru
18 ’herbergi eins, tveggja og þriggja manna.
Verð á eins manns herbergi er kr. 1.225.-,
tveggja manna herbergi kr. 1.500,- og verð á
þriggja manna herbergjum, sem eru tvö er kr.
1.500.-, og kr. 1.825.-. Svenpokapláss er ekki
fyrir hendi. Morgunverðurinn kostar kr. 300,-
hádegisverður frá kr. 400,- — 700,- og kvöld-
verður frá kr. 540.- —- 850.-. Opið er frá 6.
júní — 1. september.
Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er
á hótelinu. í bænum er sundlaug. Ferðahópar
geta fengið bát á leigu til siglinga um Breiða-
fjarðareyjar, en einnig siglir flóabáturinn
Baldur nokkra daga vikunnar til Brjánslækjar
með viðkomu í Flatey.
Hótelstjóri: María Bæringsdóttir.
Hóitel Bjarkarlundur,
Reykhólasveit, sími um Króksfjarðarnes.
Gisting: Hótel Bjarkalundur býður ferða-
mönnum 'm. a. gistingu í eins, tveggja og
þriggja manna herbergjum, heitan mat allan
daginn, kaffi, smurt brauð og kökur. í verzlun-
inni fæst öl og gosdrykkir, tóbak, sælgæti og
margs konar smávörur fyrir fei'ðamenn. Ben-
zín og smurolíur eru afgreiddar til kl. 22.30.
Bjarkalundur er góður áningastaður fyrir þá,
sem leggja leið sina um Vestfirði. Opið er frá
1. júní — 1. október.
Dægrastytting: Sjónvarp er i setustofunni.
Sundlaug er að Reykhólum, í um 15 km
fjarlægð frá ihótelinu. Hægt er að fá leigða
báta á Berufjarðarvatn. Bjarkalundur er tilval-
inn áningarstaður á leiðinni til og frá Reykja-
vík. Þar er fallegt landslag fyrir gönguferðir
og stuttar ökuferðir m. a. upp á Þorskafjarðar-
heiði og að Húnaflóa.
Hótelstjóri: Svavar Ármannsson.
Hótel Flókalundur,
Vatnsfirði, sími um Patreksfjörð.
Gisting: Ferðamönnum er boðið upp á gist-
ingu í eins, tveggja og þriggja manna her-
bergjum. Snyrtiherbergi ásamt baði 'fylgir
hverju herbergi. Heitur matur er seldur allan
daginn, sömuleiðis kaffi, smurt brauð og kök-
ur. Verzlunin selur m. a. öl og gosdrykki, tó-
bak, sælgæti og ýmsar smávörur fyrir ferða-
menn. Benzín og smurolíur eru afgreiddar til
kl. 23.30.
Dægrastytting: Setustofa með sjónvarpi er í
nýja hótelinu. Sundlaug er að. Birkimel, sem
er í um 20 mín. akstur frá Flókalundi. Veiði:
Silungsveiði í Vatnsdalsvatni. Frá Flókalundi
er hægt að fara í dagsferðir til ýmissa staða
á Vestfjörðum s. s. Látrabjargs, í Árnarfjarðar-
dali, til Patreksfjarðar og margra annarra staða
á Vestfjörðum.
Hótelstjóri: Heba A. Ólafsson.
Gesta- og sjómannaheimili
Hjálpræðishersins,
Mánagöru 4, ísafirði, sími 94-3043.
Gisting: Hjálpræðisherinn hefur yfir að ráða
16 herbergjum en engum svefnpokaplássum.
Opið er allt árið um kring. Á gisti'heimilinu
eru 4 eins manns herbergi, en 12 tveggja
manna. Verð á tveggja manna herbergjum er:
Á fyrstu hæð kr. 990,- en á annarri hæð kr.
800.-. Verð á eins manns herbergi á fyrstu hæð
er kr. 500.- en á annarri hæð kr. 450.-. Morg-
unverðurinn er á kr. 200.-, síðdegiskaffið á kr.
140.-. Hádegisverður er frá kr. 250., en kvöld-
verður frá kr. 300.-.
Dægrastytting: Á gisti- og sjómannaheimil-
inu er setustofa með^sjónvarpi, útvarpi, góðum
bókum og blöðum. Ýmislegt er hægt að gera
sér til skemmtunar í bænum t. d. iðka sund í
Sund'höll ísafjarðar. Ennfremur er hægt að
FV 5-6 1974
57