Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 63

Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 63
Hótel Húsavík, v/Ketilsbraut, sími 96-41220. Gisting: Opið er allt árið á Hótel Húsavík, en þar eru 34 herbergi eins og tveggja manna, með eða án baðs. Verð á eins manns herbergi með baði er kr. 1860, en án baðs kr. 1240.--. Verð á tveggja manna herbergi án baðs er kr. 1770.-, en með baði kr. 2650.-. Morgunverður- inn er á kr. 265.-. f hádeginu er á boðstólum mismunandi fæða og kostar hádegisverður A kr. 560.-, en hádegisverður B kr. 755.-. Hins vegar er verð á kvöldverði kr. 890.-. Dægrastytting: Hótelið býður upp á tvær setustofur með fögru útsýni yfir Flóann til Kinnarfjalla. Einnig vistlegan veitingasal fyrir allt að 300 manns, og sömuleiðis matstofu (cafeteriu) fyrir 60 manns, Hótelið getur út- vegað bíla til skoðanaferða um nágrennið, sem rómað er fyrir fegurð. Sjóferðir koma einnig til greina. Hótelstjóri: Sigtryggur Albertsson. Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, sími um Reynihlíð 9 og 10. Gisting: Á hótel Reynihlíð eru 28 herbergi en ekkert svefnpokapláss. Opið er frá 15. maí —■ 1. október. Verð á herbergjum er sem hér segir: Eins manns herbergi án baðs um 1116,- krónur, með baði um 1950.-. Verð á tveggja manna herbergjum: Án baðs um 1760,- krónur og með baði um 2800.- krónur. Morgunverður- inn kostar 190 krónur, hádegisverðurinn frá kr. 560,- — 750,- krónur og verð á kvöldverði er um 930.- krónur. Öll verð eru með söluskatti og þjónustugjaldi. Dægrastytting: í setustofu er sjónvarp og bar. Einnig eru útveguð veiðileyfi á hótelinu. Gönguferðir til náttúruskoðunar og fuglaskoðr unar um nágrennið eru mjög vinsælar. Einnig geta gestir farið í stuttar ferðir eða langar um næsta nágrenni. Hótelstjóri: Arnþór Björnsson. Héraðsheimilið Valaskjálf, Egilsstöðum, símar 97-1261-1262-1361. Gisting: Herbergjafjöldi í Valaskjálf er 20. Þar er ekkert svefnpokapláss, en opið er allt árið. Verð á eins manns herbergi er nú 1025 krónur, tveggja manna 1700,- og þriggja manna kr. 2100.-. Verð á morgunverði er frá 330.- krónum,hádegisverður frá 350,- krónum og kvöldverður frá 450.- krónum. Dægrastytting: f Valaskjálf er sjónvarp í setustofu fyrir gesti. Sömuleiðis er í héraðs- heimilinu kvikmyndahús. Daglegar ferðir eru á firðina, að Eiðum, Hallormstað og á fleiri staði. Ýmislegt fagurt er að skoða í næsta nágrenni m. a. á- Egilsstöðum. Hótelstjóri: Finnur V. Bjarnason. Hótel Edda, Eiðum, Suður-Múlasýslu. Gisting: Herbergjafjöldi á hótelinu er 35, 72 rúm í eins og tveggja manna herbergjum. Enn- fremur er svefnpokapláss í skólastofum, rúm með dýnum. Hótelið er opið frá 25. júní — 30. ágúst. Verð á eins manns herbergi er 990 kr. en verð á tveggja manna 1325.-. Morgunverður er á 325,- krónur. Verð á hádegis- og kvöldverði er samkvæmt matseðli. Veitingasalurinn er op- inn frá kl. 8.00 — 23.30. Dægrastytting: Við hótelið er sundlaug. Einnig er laxveiði í Gilsá í ágústmánuði og sil- ungsveiði í Selfljóti. Safnast margir veiðimenn á hótelið vegna þessa. Veiðileyfi á hótelinu. Umhverfið er fallegt og hentugt til gönguferða. Hótelstjóri; Lára Sigurbjörnsdóttir. Sumarhótelið Hallormsstað, Gisting: Sumarhótelið Hallormstað hefur yfir að ráða 17 herbergjum í barnaskólanum á staðnum og 7 herbergjum í húsmæðraskólan- um. Hægt er að fá svefnpokapláss í skólastof- um en þá verða ferðamenn að hafa með sér útbúnað til næturgistingar. Eins manns her- bergi kostar kr. 1340, en tveggja manna her- bergi kostar kr. 1.960.-. Einnig er hægt að fá 1-2 aukarúm í herbergi og kostar það kr. 500.-. Sumarlhótelið á Hallormstað opnaði 20. júní s. 1. og hefur opið fram að 2. september. Morgunmaturinn, sem er hlaðborð, kostar kr. 330.-, hádegisverðurinn er frá kr. 550,- og kvöldverðurinn kostar frá kr. 550,- — 800.-. Heitur matur er seldur allan daginn. Dægrastytting: Hótelið hefur vínveitingaleyfi. Hægt er að fara í gönguferðir um Hallorm- staðaskóg. Einnig er hægt að fara í dagsferðir að Skriðuklaustri eða að Valþjófsdal t. d. Þá kjósa margir að fara í dags ökuferð kringum Lagarfljót eða á hina ýmsu Austfirði. Hótelið getur séð um að útvega veiðileyfi í Grímsá og í vötnum í nágrenninu. Hótelstjóri: Hrafnhildur Helgadóttir. Hótel Askja, Eskifirði, sími 97-6261. Gisting: Á hótel Öskju eru 7 herbergi, 6 tveggja manna og eitt eins manns. Svefnpoka- pláss er ekkert. Hótelið hefur opið frá kl. 8.00 að morgni þar til kl. 23.00 að kvöldi aHa daga vikunnar allt árið. Verð á herbergi er kr. 600.-. Morgunverðurinn kostar kr. 240.-, hádegisverð- urinn frá kr. 385.--- 560,- og kvöldverðurinn er einnig á sama verði. 63 FV 5-6 1974 i

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.