Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 70
me<$ jarðvarma að stuðla að
aukinni búsetu þar.
Með nauðsynlegri hafnar-
gerð vegna þangverksmiðjunn-
ar gjörbreytist aðstaða íbúa og
atvinnureksturs í sýslunni til
aðdrátta á nauðsynjum og
rekstrarvörum sjóleiðis, en
þeir flutningar hafa nær ein-
göngu verið á landi á undan-
förnum árum.
Á undanförnum árum hefir
verið byggt á Reykhólum
mjög glæsilegt húsnæði fyrir
heimavistarskóla. Verður lögð
áherzla á það af hálfu heima-
manna, að þar verði unnt að
ljúka grunnskólanámi.
Hafinn er undirbúningur að
byggingu barnaskólahúss, en
kennsla hefir farið fram í fé-
lagsheimilinu. Búið er að
byggja einbýlishús fyrir skó'la-
stjórann og stefnt að því að
byggja annað einbýlishús fyrir
kennara. Þá hefir sveitastjórn-
in cskað eftir lánum til bygg-
ingar leiguíbúða svo sem
fleíri sveitarfélög á Vestfjörð-
um.
Þá hefir Alþýðusamband
Vestfjarða tryggt sér land-
rými í hreppnum, þar sem
byggð verða orlofsheimili, og
standa vonir til að hægt verði
að hefja þær framkvæmdir á
sumri komanda.
Á undanförnum árum hefir
verið unnið að byggingu hótels
í Vatnsfirði. Er þar nú risið af
grunni glæsilegt sumardvalar-
hótei, Hótel Flókalundur, á
yndisfögrum og friðsælum
stað.
Patreksf jörður:
Patreksfjörður er stærsti
þéttbýlisstaðurinn á sunnan-
verðum Vestfjörðum. íbúum
fjölgaði um 39% á árabilinu
1949—-1970, og eru nú um
1000.
Unnið er að byggingu heilsu-
gæzlustöðvar fyrir a. m. k. 2
lækna í tenglum við sjúkrahús-
ið. Þessi heilsugæzlustöð mun
einnig veita íbúum nærliggj-
andi byggðarlaga þjónustu. —
Hafinn er undirbúningur að
byggingu gagnfræðaskóla, sem
verður með nokkru heima-
vistarhúsnæði. — í byggingu er
stórt og glæsilegt félagsheimili,
og lyfsala staðarins er að
byggja reisulegt hús fyrir rekst-
ur sinn og eigin íbúð.
Ráðgert er að steypa þekju
á hafnarsvæðið og gera við-
legubryggju fyrir minni báta
innan hafnarinnar.
Umfangsmiklar framkvæmd-
ir eru ákveðnar við malbikun
gatnakerfisins, og verður unn-
ið að því verkefni á næstu
árum eftir því, sem fjármagn
fæst til þeirra framkvæmda.
Ákveðið er að sveitarfélag-
ið standi fyrir byggingu leigu-
íbúða eftir því, sem opinbert
leyfi fæst til. Einstaklingar
hafa verið mjög áhugasamir
við íbúðarhúsabyggingar, enda
byggzt upp myndarlegt íbúða-
hverfi. Hefir sveitarstjórnin
lagt mjög mikið kapp á að
hafa jafnan tiltækar nægar
byggingarlóðir. Lögð verður á-
herzla á af hálfu sveitarfélags-
ins að gera kauptúnið sem
snyrti'legast og fegurst á að
líta.
Hafin er bygging á nýju og
fullkomnu hraðfrystihúsi á á-
kjósanlegum stað við höfnina.
Mjög miklar endurbætur hafa
verið gerðar á hraðfrystihúsi í
eigu annars aðila og mun
þeim framkvæmdum haldið á-
fram.
70
FV 5-6 1974