Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 75

Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 75
stigi. Áhaldahús fyrir hrepp- inn verður væntanlega byggt í sumar. Á s.l. ári var unnið myndarlega að undirbúningi gatna undir varanlegt slitlag og gert ráð fyrir að malbika næsta sumar tvær af aðalgöt- unum. Þá verðiur á næsta sumri hafizt handa um bygg- ingu 12 íbúða fjölbýlislhúss á vegum sveitarstjórnarinnar, og áform eru uppi um byggingu 24 leiguíbúða. Almennur áhugi er meðal í- búanna um íbúðarhúsabygg- ingar, en landþrengsli á eyr- inni valda nokkrum erfiðleik- um. Á fjárlögum 1974 var veitt fjármagn til byrjunarfram- kvæmda við flugvöll, sem gerður verður með uppfyllingu á grynningum við eyrina. Verða væntanlega gerðar nauðsynlegar botnrannsóknir á væntanlegu flugvallarsvæði á þessu sumri. Jarðvarmi er í nágrenni Suðureyrar og eru menn þess fýsandi að rannsakað verði, hvort unnt er að ná upp svo miklum hita, að hann sé nýt- anlegur til hitaveitu í kaup- túninu. Bolungarvík: f Bolungarvík hefir orðið mest hlutfallsleg fólksfjölgun af þéttbýlisstöðum á Vest- fjörðum, þegar litið er á tíma- bilið frá byrjun síðari heims- styrjaldar. íbúar eru nú 1000. Hafnarframkvæmdir hafa verið aðalverkefni sveitarfé- lagsins um áratuga skeið. Megin hlutanum af fram- kvæmdafé sveitarsjóðs hefir hverju sinni verið varið til þess verkefnis, enda er höfn- in aðalforsenda öflugrar út- gerðar. Á þessu ári næst vænt- anlega sá mikilvægi áfangi, að unnt verður að geyrna skipa- og bátaflota Bolvíkinga í höfn- inni í hvaða veðrum sem er, en lengst af hefir þurft að leita skjóls með þá í ísafjarð- arhöfn, þegar veður voru vá- lynd. Þrátt fyrir takmarkað fram- kvæmdafé hefir verið hrundið í framkvæmd myndarlegum verkefnum. Byggt var fyrir fáum árum mjög myndarlegt skólahús fyrir barna- og miðr skólann. Nú er í byggingu sundhöll og íþrótthhús í einu húsi, og standa vonir til þess, að unnt verði að taka sund- höllina í notkun veturinn 1975, og verður þá unnið að því að fullgera íþróttahúsið. Unnið er að því að fullgera ráðhúsbyggingu, sem er sam- eign hreppsins, Sparisjóðs Bolungavíkur og ríkissjóðs, sem á þar húsnæði fyrir lög- reglustjóraembættið. Auk skrifstofu og fundahúsnæðis verður í húsinu bókasafn hreppsins og slökkvistöð. Unn- ið er að undirbúningi gatna- kerfisins vegna væntanlegrar malbikunar, og ráðgert að malbika aðalumferðargöturn- ar strax á þessu sumri. Verið er að hefjast handa um byggingu fjölbýlishúss á vegum sveitarfélagsins oð ráð- gert er að byggja milli 20 og 30 leiguíbúðir, eða eftir því, sem leyfi fæst til. Mikill fram- kvæmdahugur er í einstakling- um í húsbyggingamálum. í Bolungarvík er starfrækt eitt afkastamesta frystihús landsins og útgerð er rekin af dugnaði og fyrirhyggju. Skut- togari mun bætast í flota Bol- víkinga á þessu sumri. FV 5-6 1974 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.