Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 87

Frjáls verslun - 01.06.1974, Page 87
ig að unnt er að nota tjalddúk- inn sem skyggni. Allt yfirborð málmhluta er tryggilega ryð- varið og botn vagnsins er einn- ig smurður þykku lagi af ryð- varnarefni. Inni í vagninum eru 8 sm þykkir sætispúðar og dýnur í skærum litum. Kaffi- og eld- húsborð eru klædd harðplasti. Eldhúsvaskur með frárennsli út úr vagninum fylgir og skápar fyrir eldhúsáhöld og gaskúta eru m. a. í Paradiso tjaldvögnunum. Nóg rúm fyrir fatnað, svefnpoka og aðra þess háttar hluti er í vagninum. Þá fylgja einnig gluggatjöld með. Svefnrými er fyrir 5 manna fjölskyldu í tjaldvagninum. Frammi í vagninum er tvíbreitt rúm, en afturí er rúmstæði og pláss fyrir 2 hengirúm fyrir börn. Ýmsir aðrir fylgihlutir fylgja tjaldvagninum svo sem gólf- dúkur, gaseldavél, 2 burðar- stangir og stög og bönd fyrir skyggni. Þá er hægt að sér- panta ýmsa fylgihluti svo sem klæðaskáp, gólfhitun og raflýs- ingu, viðbótarframtjald, litið aukatjald, sem hagnýta má sem snyrtingu eða rými fyrir farangur. Verð á Paradiso tjaldvögn- unum er: Gerð I kr. 253.000 og gerð III kr. 279.000. Gísli Jónsson & Co, Klettagörðum 11, sími 86644. CAVALIER. — Fyrirtækið flytur inn 6 gerðir af Cavalier hjólhýstum frá Englandi. Tvö- falt gler er í öllum rúðum og er hað vel einangrað. Allir gluggar eru opnanlegir, og á þakinu er lúga. Cavalier hjól- hýsin eru byggð sérstaklega fyrir íslenzkar aðstæður. M. a. eru þa(u með hlífum að framan til verndar fyrir grjótkasti, sérstakir hjólbarðar eru á þeim og undirvagninn er styrktur. Hurðin er tvískipt. Innréttingar eru sérstaklega vandaðar. Inni í hýsinu er m. a. að finna eldhússkáp, fataskáp og salernisklefa. Tvær gas- hellur, vatnsdæla og vaskur fylgja eldhúsinnréttingunni. Cavalier hjólhýsin eru öll teppalögð og í loftinu er ljós. Einnig fylgir mjög góður hita- ofn. Hægt er að fá ‘kæliskáp með öllum gerðunum af Cava- lier hjólhýsum, en hann fylgir dýrari gerðunum. Dýrari gerð- irnar eru fullkomnari að því leyti til, að í þeim er sérstak- ur eldhúskrókur, en í eldhús- inu er grill- og steikingarofn. Sömuleiðis eru 4 gashellur í eldhúsinu. í dýrari gerðunum er gas- og rafmagnskerfi. Cavalier 'hjólhýsin eru 600-700 kíló og kosta frá 385 — 470 þúsund krónum. CASITA. — Gísli Jónsson & Co. flytur inn eina stærð af Casita fellihýsum, en aðalkost- urinn við þau er, að unnt er að fella þau saman. Casita fellihýsin koma frá Hollandi og kosta um 350 þús. krónur. Þau eru um 400 kíló að þyngd og eru hvít að lit. Þeim fylgir ofn til upphitunar hýsinu. Inni í fellihýsinu er eldhús- skápur, fataskápur, 2 eldunar- hellur, vatnsdæla og vatns- tankur. Svefnrými er fyrir 4. Sömuleiðis er i þeim borð. Inni í Knaus-hjólhýsi. KNAUS. — Hjólhýsi af þess- ari gerð eru flutt inn frá V.- Þýzkalandi, en aðeins 5 inanna. í Knaus hjólhýsunum er ofn til upphitunar, rafmagnskerfi, 220 volt og gasljós. Tvöfalt gler er í öllum gluggum og eru þeir opnanlegir. Inni í hjólhýsinu eru tvö borð, eldhússkápar, vaskur og vatnsdæla, fataskáp- ar, kæliskápur og snyrtiklefi. Þá er einnig svefnpláss fyrir 5 í rúmum í hýsinu. Knaus hjólhýsin vega um 700 kg. hvert og kosta um 470 þúsund krónur. Gardínur fylgja öllum gerðum húsvagna, sem Gísli Jónsson & Co. flytja inn. STEURY. — Steury eru bandarískir tjaldvagnar. Gísli Jónsson & Co. flytja inn 7 gerðir af þeim, 5-7 manna. All- ar gerðirnar eru með 3 eldun- arhellum og kæliskáp. 1-2 borð fylgja eftir gerðum. Vaskur, loftlúga og loftljós fylgja öll- um tjaldvögnunum, sömuleið- is eldhússkápur. Fataskápur er í sumum gerðunum. Tjöldin fást í 3 litum, hvítu og grænu (röndótt) og brúnu. Verð á tjaldvögnunum er um 270 þús- und krónur. Varahjólbarði fylgir. Dráttarkúlur og rafmagns- inntak fylgja öllum gerðum af hjólhýsum, fellihýsum og tjald- vögnum, sem fyrirtækið flytur inn. Gaskútageymsla fylgir með Knaus hjólhýsunum og dýrari gerðunum af Cavalier hjólhýsunum. Steury-tjaldvagninn. Gunnar Ásgeirsson hf., Suðurlandsbraut 16, sími 35200. Gunnar Ásgeirsson h.f. lief- ur ,um langt árahil flutt inn lijólhýsi frá Bretlandi. Eru þau af gerðinni Sprite 400, Sprite Alpina, Sprite Muscateer, Sprite 1000, Europa 390L og Europa 455JC. Hjólhýsi eru rnikið keypt nú um þessar mundir og er því ekki úr vegi að gefa nákvæmar upplýsing- ar um 'þau. Sprite 400 er 315 sm að lengd og vegur um 550 kg, Sprite Alpina er 376 sm og 670 kg, Sprite Muscateer er 438 sm að lengd og vegur samtals um 720 kg, Sprite 1000 er 497 sm að lengd og er um 810 kg. að þyngd, Europa 390L er 400 sm að lengd og um 710 kg og Europa 455JC er 850 kg. og 463 sm. Allar gerðirnar eru með tvö- földu gleri, 34 mm einangrun. FV 5-6 1974 87

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.