Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 95

Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 95
Ilm heima og geima Kona nokkur kvartaði und- an því við byggingameistarann að nýja húsinu, að það skylfi allt og nötraði, þegar járn- brautarlestin færi um ná- grennið. — Það liggur við að ég þeytist út úr rúminu vegna titringsins, sagði hún. Reynið þetta bara sj'álfur og leggist út af í rúmið. Maðurinn stundi þunglega en lagðist svo í rúmið. Þá birt- ist eiginmaður konunnar snögglega: — Hvað í fjandanum ert þú eiginlega að gera hér? urraði hann? — Tryðirðu mér, ef ég segð- ist vera að bíða eftir járn- brautarlest? spurði bygginga- meistarinn á móti. Palli stýrimaður va.r að leggja upp í ferð til Hamborg- ar. Konan var niðri á bryggju til að kveðja. Hún sagði: — Palli minn. Passaðu big svo á að lenda ekki í neinu klandri með þessum merum í Hamborg. — Ég er bara stýrimaður en enginn spámaður. — Ja, ég var meindýraeyð- ir hjá borginni í 25 ár en þá hætti ég mjög skyndilega. — Af hverju? — Ég náði rottunni. Hann stóð á þykku gólftepp- inu fyrir vellauðugum for- stjóran'um og hafði rétt lokið við að biðja urn hönd dóttur hans. — Haldið þér virkilega, að þér getið gert dóttur mína hamingjusama? spurði gamli maðurinn. — Því ekki það. Þér hefðuð bara átt að heyra til hennar inni á herbergi hjá mér í gærkvöld, svaraði ungi mað- urinn. — Þetta er stórskrítið,, saeði hann við félagann, sem stóð við hliðina á honum á barnum. — Fyrir sjö árum varð konan mín ófrísk á Maj- onka — og aftur fyrir þremur árum. — Nú. Er þá ekki meining- in að fara aftur til Majorka í sumar? spurði félaginn. — Einmitt. Og nú ætla ég meði. —•— Svo var það stúlkan, sem eignaðist barn með einum kunnasta karakter samtímans. — Hver var hann? —- Óþekkti hermaðurinn. • I umræðunum um trúar- brögð heiimsins og mestu mik- ilmenni trúarbragðasögunnar kom Gyðingapresturinn áheyr- endum mjög á óvart. — Mér finnst, að menn geri meira úr Móses en hann á raunverulega skilið. Síðan þagði hann andartak og leit á undrunarsvipinn á viðstöddum. — Ef Móses hefði beygt til vinstri í stað þess að fara til hægri, hefðum við fengið alla olíuna og þeir hefðu setið uppi með eyðimörkina. —• — Maðurinn lítur fyrst á greindarstig konunnar, þegar hann hefur séð allt hitt. FV 5-6 1974 95

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.