Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 97

Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 97
— Líttu á kjánann þarna uppi. Nú er hann farinn að safna skeggi, sagði vinstri fótur við hægri fót. Tvær vofur komu sveimandi eftir götunni, þegar sú þriðja kom aðvifandi á móti þeim. — Þarna er Ólafur, sagði önn- ur vofan. Við skulum láta sem við sjáum hann ekki. — Nú verð ég að skipta um sölusvæði, sagðd sölumaðurinn við starfsbróður sinn. — Hvers vegna? Þú hefur bezta sölusvæðið á öllu land- inu. — Það er satt. En ég er bú- inn að fá bréf frá náunga, sem hótar mér öllu illu ef ég láti konuna hans ekki í friði. En fíflið tók ekki fram, hvað konan heitir. Viku eftir að nvi bíllinn var tekinn í notkun sneri eigand- inn sér til bílasalans: — Nær ábyrgðin líka yfir brems'urnar? — Auðvitað. — Þá skuldið þér mér tvo ljósastaura, þrjú reiðhjól og aldraða konu. — Olga, hrópaði vinkonan upp yfir sig. Hvenær byrjaðir þú að reykja vindla. — Þegar maðurinn minn kom heim og fann stóran vindil í öskubakkanum. Rembrandt málaði um það bil 700 myndir á lífsleiðinni og af þeim hanga nú um 5000 uppi á heimilum auðkýfinga í Bandaríkjunum. Tveir ungir félagar, nokkuð vel hífaðir sátu á krá nokk- urri og röbbuðu saman. — Hefur þú nokkurn tíma verið svo drukkinn, að þú hafir kysst stúlku á hnakk- ann, spurði annar. — Drukknari er það, svar- aði hinn. — Hans litli, ert það þú, sem hefur kennt páfaga'ukn- um að bölva svona ókristiíega. — Nei, nci, ég hef hara kennt honum þau orð, sem hann má alls ekki segja. :97 FV 5-6 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.