Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 98

Frjáls verslun - 01.06.1974, Side 98
Frá ritstjóm Sfjórnarmyndun Miðað við núverandi kjcirdæmaskipan, gáfn úrslit alþingiskosninganna mjög ógliigga vis- bendingu um liver yrði grundvöllur næstu stjórnarmyndunar. Framvinda mála eftir kosningar sýndi líka, að stjórnarkreppu mætti vænta um nokkurt skeið. Ljóst er, að algjör gjaldþrot ógna þjóðar- búi Islendinga. Mjiig yfirvegaðar og skjótvirk- ar ráðstafanir þarf að gera alveg á næstunni til að forða þjóðinni frá slíkri ógæfu. Því mætti búast við, að allir ábyrgir stjórnmála- foringjar teldu það brýna forsendu fyrir aðild sinni að ríkisstjórn, að þeir gætu gripið á vandamálunum og tekið þau föstum tökum til þeirrar úrlausnar, sem viðtæk samstaða næðist um. Kjósendur gera þessa kröfu ásamt því, að sterk hliðsjón af fylgi flokkanna ráði við myndun ríkisstjórnar Islands og ekki verði gengið gjörsamlega í berhögg við augljósa þjóðaryfirlýsingu með því að hefja j)á, sem mest afhroðið hafa beðið og sízt hafa blotið traustsyfirlýsingu kjósenda, til áhrifa og fela þeim ábyrgð mikilvægra málaflokka í ráð- berraembættum. Það yrði t. d. bein móðgun og lítilsvirðing við lýðræðið í landinu, ef Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem hlutu hinn herfilegasta dóm íslenzkra kjóscnda ættu nú að tilnefnn ráðherra til að taka sæti í ríkisstjórn Islands. Á því voru allar horfiir, að Ölafur Jöhannes- son myndi vilja launa Magnúsi Torfa Ólafs- syni tryggðina, sem hann sýndi forsætisráð- herranum persónulega við uppgjörið mikla í vinstri stjórninni í vor, fengi Ölafur á annað borð tækifæri til stjórnarmyndunar á þeim sama grundvelli. Þannig eru það því miður persónulegir duttlungar og hagsmunir, en ekki skynsam- legt mat á pólitískum aðstæðum, sem sýnast ætla að ráða skipan næstu ríkisstjórnar, ef vinstri stjórn verður mynduð á ný. Það var metnaðarmál Ólafs Jóhannessonar að vera forsætisráðherra á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 28. júlí. Hann dró enga dul á það í viðræðum við samstarfsmenn sína. Þessi for- dild ráðherrans var þar af leiðandi dragbítur á tilraunir til að mynda stjórn strax að kosn- ingum loknum. Þvermóðska ráðherrans, birt- ist m. a. í því, að Framsóknarmcnn létu boð út ganga um að þcir væru reiðubúnir til stjórnarmyndunar mcð Sjálfstæðisflokknum upp á skiptin: I Sjálfstæðismenn og ,‘5 Fram- sóknarmcnn í ríkisstjórn, en að Ólafur yrði forsætisráðherra áfram. Eftir háværar kröfur Alþýðuflokksmanna í vor um að vinstri stjórnin segði af sér og þær litríku lýsingar, sem forystumenn flokksins á Alþingi gál'u á óheiðarleika kommúnistanna við skipbrot vinstri stjórnarinnar, fannst mörgum kyndug sú kúvending, sem varð, er Alþýðuflokkurinn ætlaði að ganga til samstarfs við kommúnista i nýrri vinstri stjórn. Það er næsta fátækleg getspeki, ef þeir Afþýðuf 1 okksmenn telja, að flokkurinn hafi fengið að tóra til ])ess að endurlífga rík- isstjórn kommúnista. En þeir Alþýðuflokksmenn liirða lítt um óskir kjósenda, þegar búið er að tclja upp úr kössunum. Áhyggjur þeirra eru af öðrum toga spunnar. Þeim er sem sé Ijóst, að flokkurinn hefur öðrum íslenzkum stjórnmálaflokkum fremur átt lil' sitl undir jafnri úthlutun bitl- inga til sinna manna. Flokksforystan metur stöðuna svo, að nú hafi Alþýðuflokkurinn verið það lengi utangarðs, að eigi hann á ann- að borð að halda velli eftir þær alvarlegu við- varanir, sem hannhlaut í tvennum kosningum í sumar, þurfi hann að geta útbýtt bitlingum með sama hætti og fyrr á árum til þess að bressa upp á liðið. Ofan á þetta bætist það, að í áhrifastöðum innan Alþýðuflokksins eru menn, sem vilja mikið til þess vinna að komast í ráðherrastól. Svo er um varaformann flokks- ins, Benedikt Gröndal, sem ekki hefur á Iieil- um sér tekið síðan Eggert G. Þorsteinsson var tekinn fram yfir liann í skipun ráðherraem- l>ætta í viðreisnarstjórninni. Þessi dæmi gefa smávíshendingu um þær hvatir, seni virðast hafa getað ráðið úrslitum um stjórnarmyndun á Islandi á þessu blessaða þjóðhátiðarári. Ekki þarf grannt að skoða til að sjá, hvernig sumir íslenzkir stjórnmálaleið- togar munu blyðgunarlaust reyna til þrautar að hampa sjálfum sér og sínum nánustu alveg án tillits til ])ess, hvern lærdóm megi draga af kosningaúrslitum. Slikir pókerspilarar í is- lenzkri pólitík umgangast kosningahefðina sem hvern annan skrípaleik. Var annars ein- hver að tala um Watcrgate? 08 FV 5-6 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.