Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 33
Ltgeröarfélag Dalvíkinga h.f.: Hásetahluturinn 1,8 millj. á ellefu mánuðum ■ fyrra Beðið heimildar til að kaupa nýjan skuttogara í IXloregi Dalvík er sjávarpláss og mikill hl,uti bæjarbúa byggir afkomu sína á útgerð og fiskvinnslu. Hvað hrá- cfnisöflun viðkemur, þá á Útgerðarfélag Dalvíkinga h.f. stærstan þátt í því að skapa samfellda vinnu á staðnum, en félagið liefur gert út skip frá Dalvík um árabil. Upphaflega var félagið stofnað með það fyrir augum að afla hráefnis fyrir frystihúsið. Síð- ustu árin hafa togarar félagsins' yfirleitt landað á milli 3 og 4 þúsund tonnum hjá frystihúsnu og stuðlað þannig að því að skapa stórum hópi fólks at- vinnu. STOFNAÐ 1958 Útgerðarfélagið er í eigu sveitarfélagsins, Kaupfélags Eyfirðinga og Björgvins Jóns- sonar, sem er núverandi fram- kvæmdastjóri félagsins. Eignar- hlutföllin eru þannig, að sveit- arfélagið og kaupfélagið eiga saman 97% en Björgvin á 3%. Upphafsmenn að stofnun fyrir- tækisins voru þeir Björgvin og Sigfús Þorleifsson og var fyrir- tækið stofnað til að kaupa austurþýskt togskip árið 1958. Ari síðar keypti Útgerðarfélagið annað togskip og voru þessi skip nefnd Björgvin og Björg- úlfur. Rekstur þeirra gekk upp og ofan gegnum árin og fyrir tveimur árum voru bæði þessi togskip seld. Útgerðin á þeim \rar þá orðin erfið, enda skipin gömul og erfitt að fá mannskap á þau. Útgerðarfélagið venti þá kvæði sínu í kross og ákvað að ráðast í kaup á skuttogara. Hilmar Daníelsson stjórnarformaður útgerðarfé- lags Dalvíkinga. Hlutafé var um 6 milljónir króna og samið um smíði 407 brúttólesta skuttogara í Flekke- fjord í Noregi. HEPPNIR MEÐ TOGARA Hilmar Daníelsson, stjórnar- formaður félagsins, sagði í við- tali fyrir skömmu að félagið hefði verið mjög heppið með kaupin á norska togaranum, sem er einn af 6 sams konar tcgurum sem keyptir voru frá Noregi um svipað leyti. ■— Björgvin, þ.e. skuttogar- inn okkar kom til Dalvíkur í ársbyrjun 1974 og á síðasta ári aflaði hann einn jafn mikið og gömlu togskipin okkar tvö gerðu árið á undan, eða um 3000 tonn, sagði Hilmar. — Okkur hefur reynst auðvelt að fá menn á togarann og var hlutur þeirra góður sl. ár. Há- setahluturinn fyrir 11 mánuði ársins var rúmlega 1,8 milljónir kr. en heildaraflahlutur var 33 1/2 milljón. Skömmu eftir komu Björg- vins til Dalvíkur keypti Aðal- steinn Loftsson á Dalvík annan skuttogara og sl. ár lögðu þeir báðir upp afla hjá frystihúsinu. Afli þeirra og smærri báta á staðnum skapaði svo mikla vinnu í frystihúsinu að launa- greiðslur til starfsfólksins juk- ust úr 25 milljónum króna í 72,5 milljónir króna á ársgrund- velli. En útgerð Baldui’s, tog- ara Aðalsteins, gekk erfiðlega og ríkir nú óvissa um framhald á útgerð hans. — Vegna þessarar óvissu ákvað stjórn úterðarfélagsins að kanna kaup á öðrum skut- togara fyrir félagið, þar sem hráefnisskortur blasir við í FV 3 1975 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.