Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 62
aðalástæðu fyrir bví að ekki
eru fleiri konur virkar í starfi
sem fulltrúar flokkanna í sveit-
arstjórnum og á þingi? Eru við-
horfin á Norðurlönd.um allt
önnur en hér, hvað þetta snert-
ir?
Ragnhildur: — Höfuðástæð-
una tel ég vera skort á vilja
til þess hjá konum sjálfum að
standa í stjórnmálabaráttu. Er
þó vitað mál um fjölda kvenna,
að ekki skortir þær þekkingu á
málefnunum.
Viðhorfin á hinum Norður-
löndunum virðast vera önnur.
Að minnsta kosti er hlutfalls-
tala kvenna á þjóðþingum og í
sveitarstjórnum þar talsvert
hærri. Ég hygg, að hæst sé hlut-
fallið um 20% á einu þjóð-
þinginu ,en hér hjá okkur er
það 5% á Alþingi.
F.V.: — Almennt umtal um
Alþingi og alþingismenn undan-
farið hefur verið á þá lund, að
svo virðist sem þessi stofnun
hafi glatað einhverju af virðu-
leika sínum í hugum fólksins.
Er annar og kæruleysislegri
bragur á þinginu nú en var t. d.
1956, þegar þér hófuð þing-
störf?
Ragnhildur: Bragurinn er sá
sami, en flest þingsætin skipa
nú aðrir menn. Það sem breytzt
hefur virðast mér vera viðhorf-
in til Alþingis. Þau eru enn nei-
kvæðari nú.
Gagnrýni á Alþingi er sjálf-
sögð og nauðsynleg, en því mið-
ur gætir oft viðhorfa, sem mót-
azt hafa af misskilningi, skorti
á réttum upplýsingum og jafn-
vel skorti á velvild. Ég veit
ekki, hvort menn hugsa út í, að
einmitt þessi neikvæðu viðhorf
hafa 1 sér fólgna alvarlega
hættu fyrir góða og lýðræðis-
lega stjórnarhætti. Þau geta
leitt til þess, að hinir hæfustu
menn fáist ekki til stjórnmála-
starfa.
F.V.: — Margt hefur verið rætt
og ritað undanfarið um störf
þingmanna og kjör þeirra.
Hvernig er venjulegur starfs-
dagur hjá þingmanni og hver
eru sérverkefni þingforsetanna?
Ragnhildur: Erfitt er að
segja, hvernig venjulegur
starfsdagur þingmannsins er.
í einni vikunni er mestur hluti
Vinnutíminn er langur ...
sólarhringsins yfirhlaðinn vinnu
og annarri viku rólegra. f gær
voru fundir til kl. l-'r’ eftir mið-
nætti og í fyrrakvöld til mið-
nættis. Einnig verða fundir á
föstudag og sennilega laugar-
dag.
Á morgnana eru nefndafund-
ir og undirbúningur mála. Það
dugar þó ekki til. Tvö síðdegi í
viku eru fastir þingflokksfundir
og önnur tvö þingfundir til
kvöldmatar en þingfundirnir
eru haldnir 4-5 daga vikunnar.
Oft er reynt framan af þingi að
komast hjá að hafa fundi í
deildum eða Sameinuðu þingi
á föstudögum, svo að þingmað-
urinn geti að svo miklu leyti
sem hann er þá ekki á nefndar-
fundum, skipulagt sjálfur starf
sitt þann daginn. Ekki má svo
gleyma, að nauðsynlegt er, að
þingmaðurinn hafi tíma til að
halda tengslum við kjósendur
sina og félög þeirra og fylgjast
með i landi sínu, lífi og störfum
þjóðar sinnar.
Þegar þingmannsstarf var
launað sem fullt starf með þægi-
legum kjörum var við það mið-
að, að þingmönnum yrði kleift
að sinna öllu því ,sem ég hef hér
talið. Það er vafalitið stjórnar-
farinu til heilla, að þingmenn
séu, svo sem kostur er, svo vel
haldnir í launum, að þeir séu
óháðir fjárhagslega. Þetta verð-
um við óhrædd að viðurkenna.
Við viljum, að þingmenn geti
fjárhagslega öruggir sinnt störf-
um sínum ella yrði þingmennsk-
an ekki aðgengileg öðrum en
þeim, sem stæðu persónulega
svo sterkir fjárhagslega að vígi,
að þeir þyrftu ekki að hafa
áhyggjur af kjörum sínum á
þingi að öðru leyti.
í sambandi við störf og skyld-
ur þingmannanna er líka rétt
að vekja athygli á starfi þeirra
utan þingsala, á öllum tímum
árs. Það er ætlazt til þess, að
þingmenn taki eftir því sem
kostur er, virkan þátt í félags-
starfi sinna flokka. Yfir þing-
tímann fer drjúgur hluti langra
vinnudaga þingmanna einmitt í
þetta og á það ekki hvað sízt
við um þingmenn Reykvikinga.
Við þurfum að mæta á fundum
og standa þar fyrir máli okkar,
mér liggur við að segja, hvenær
sem kallað er á okkur.
... á Alþingi og utan þess.
Um sérverkefni þingforset-
anna er það að segja, að auk
undirbúnings funda og funda-
stjórnar, þurfa þeir að skipu-
leggja og stjórna störfum Al-
þingis og taka ýmsar ákvarð-
anir í sambandi við framkvæm-
dastjórn þess.
F.V.: — Þér eruð forseti
Norðurlandaráðs og í febrúar
var fundur þess haldinn hér á
landi. Ekki hefur dregið úr
gildi þeirrar samkomtu sem
„góðra vina fundi“ en meira er
efast um raunhæfan árangur af
störfum þingsins. Sýnist yður,
nú eftir á, að verulegur árang-
62
FV 3 1975