Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 35
Hreiður s.f.: Hálft tonn af eggjum á viku Á Dalvík er rekið hænsnabú me'ð miklum myndarbrag. Það heitii Hreiður s.f. og var stofnað árið 1972 af Júlíusi Kristjánssyni og Gylfa Björnssyni og eiginkonum þeirra Ragnbeiði Sigvaldadóttur og Elínu Skarphéðinsdóttiur. frystihúsinu ef Baldur hverfur af staðnum, sagði Hilmar. Fél- agið hefur nú lagt inn umsókn til ríkisstjórnarinnar um leyfi til kaupa á nýjum skuttogara af svipaðri gerð og staerð og Björgvin. Enn sem komið er hefur málið ekki verið lagt fyr- ir viðskiptabanka okkar né fisk- veiðasjóð. GÓÐ TILBOÐ í TOGARA SMÍÐI. Fyrir skömmu fóru tveir fulltrúar frá Útgerðarfélagi Dalvíkur til Noregs til að skoða togara þar. Góð tilboð fengust frá skipasmíðastöðinni í Kristianssand og einnig frá stöð þeirri í Flekkefjord, sem smíðaði Björgvin. — Áður en við héldum utan könnuðum við möguleikana á því að fá skipið smíðað hjá inn- lendri skipasmíðastöð, en engin þeirra gat afgreitt skipið á nsegilega skömmum tíma. Við þurfum að vera búnir að fá hann um næstu áramót og treystir stöðin í Flekkefjord sér til að smíða togarann á þessum tíma, sagði Hilmar, og síðan bætti hann við. — Hvað verði viðkemur, þá gerði stöðin okk- ur tilboð um að smíða togara eftir sömu teikningu og Björg- vin en 3 metrum lengri og með aðra aðalvél fyrir ca. 14 mill- jónir norskra króna, eða um 420 milljónir eftir nýja genginu. Til samanburðar má geta þess að Björgvin kostaði tæpar 10 milljónir n. króna. Að lokum var Hilmar spurð- ur að því hvort siðasta gengis- felling gerði ekki strik í reikn- inginn í sambandi við væntan- leg togarakaup. — Jú vissulega gerir hún það, sagði Hilmar, — en það er annað hvort að duga eða drep- ast. Afkoma félagsins var sæmi- leg sl. ár miðað við mörg út- gerðarfélög hér á landi og því munum við halda áfram að gera okkar ítrasta til að útvega frystihúsinu nægilegt hráefni, sem er jú aðaltilgangur félags- ins. Það getum við aftur á móti ekki gert á annan hátt en að ráðast í kaup á öðru skipi, sem fyllir skarð Baldurs, þegar hann kveður Dalvík. Eiginmennirnir eru báðir við fulla vinnu annars staðar, Júlíus hjá netagerðinni og Gylfi hjá kaupfélaginu. Hirð- ingin lendir því mest á konun- um. Það var laugardagur þegar Frjáls verslun heimsótti Hreið- ur s.f. Dalvíkingar voru að undirbúa sig undir dansleik. — Konurnar eru heima að búa sig á ballið, svo þú verður að láta þér nægja að tala við okkur, sögðu þeir Júlíus og Gylfi. Annars eru það konurnar sem sjá alveg um þennan rekst- ur og vita því best um allt hér. Á ÞRIÐJA ÞÚSUND VARP- HÆNUR. Sitt af hvoru gátu þeir félag- ar þó sagt og byrjuðu á því að segja frá stofnun búsins. — Við vorum áður með kind- ur, en langaði til að breyta um, sagði Júlíus. Okkur datt því í hug að byrja með hænur í stað- inn. Við keyptum gamla verk- færageymslu ofarlega í bænum og innréttuðum hana fyrir hæn- urnar. Við byrjuðum á því að kaupa 3-4 hundruð unga frá Sveinbjarnargerði á Svalbarðs- strönd og Reykjum í Mosfells- sveit. Siðan höfum við verið að bæta smám saman við okkur og erum nú með eitthvað á þriðja þúsund varphænur og tæplega 500 unga í uppeldi. Ungana kaupum við tveggja mánaða gamla, en þeir byrja að verpa við 6 mánaða aldur. Við reyn- um að láta þá byrja heldur seinna en fyrr á varpinu þvi þá verpa þeir betur. Þessu stjórnum við með gjöfinni á varpfóðri. Hænurnar látum við svo verpa í eitt ár og slátrum þeim síðan. Við sjáum um slát- runina sjálf og höfum fengið aðstöðu til þess hjá sláturhúsi kaupfélagsins hérna. Það eru engin vandræði að losna við unghænukjötið, því það selst allt hér á staðnum. BREYTILEGIR BÚSKAPAR- IIÆTTIR IIJÁ HÆNSNUNUM. I hænsnabúinu eru þrenns konar búr. Eitt er gamaldags, þar sem hænurnar ganga lausar í stóru búri og verpa í kassa á veggnum. Annað búr hafa þeir félagar smiðað að hluta sjálfir. Þar eru færri hænur í hólfum og eru vírnet í botninum. Eggin renna á netinu fram í rennu en skíturinn fer niður á pall undir búrinu. Fóðrun og vötnun er handvirk. Þriðju búrin eru ný- tízkulegust, enda nýjust og voru eigendurnir stoltir af þeim. Þessi búr stóðu í nýrri viðbyggingu, sem þeir byggðu á sl. ári. Búrin voru á fjórum hæðum og voru 7-8 hænur í hverju hólfi. Eggin runnu fram í rennu, eins og á búrunum sem þeir félagar smíðuðu, en hér rann skíturinn burt á færi- bandi. Fóðrunin fór fram með sjálfvirkum fóðrara, sem rennt er eftir endilöngum búrunum og skammtar hæfilega handa hænunum. Það merkilegasta við þessi búr er vötnunin. Rör lágu eftir endilöngum búrunum og var smá „speni“ við hvert búr. Þegar hænurnar ýttu við spenanum rann vatn úr og létu hænurnar þá renna upp í sig. Manni datt helst i hug að taka þyrfti hænurnar á námskeið í notkun þessa kerfis, en eigend- ur Hreiðurs s.f. fullyrtu að hæn- urnar létu sem þær hefðu aldrei kynnst öðru vötnunarkerfi. SELJA TIL AKUREYRAR Hænsnabúið framleiðir um 500 kíló af eggjum á viku og fer öll framleiðslan til Akureyr- ar. FV 3 1975 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.