Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 69
Fyrirtaeki, framlciðsla Flugleiðir hf.: Sækja um ríkisábyrgð vegna kaupa á tveim þotum Flugleiftir h.f. liafa sótt um ríkisábyrgð á láni að upphæS kr. 13.5 milljónir dollara, sem félagið hyggst taka til kaupa á tveim þotum af gerðinni DC-8-63. Þesi kaup eru undirbúin samkvæmt leigu/kaupsamningi, sem Loftleiðir gerðu við ciganda flugvélanna, Seaboard World Airlines. Samningur um fyrri þotuna var undirritaður 1.7. 1971 og um þá síðari 1.5. 1792. Umsamið verð fyrri þotunn- ar var $11.000.000 en þeirrar síðari $10.700.000. Upphaflegt verð á þotum af gerðinni DC-8-63 var um 12 millj. dollara. Vegna þess hve hagkvæmar þessar þotur eru í rekstri og vinsælar jafnt með- al farþega sem flugfélaga, hafa þær ekki lækkað í verði og er það enn svipað á frjálsum markaði. LEIGA UPP í KAUPVERÐ. Samkvæmt samningi rennur ákveðinn hundraðshluti leigu þeirrar sem Loftleiðir/Flug- leiðir greiddu fyrir afnot af þotunum upp í væntanleg kaup. Vegna þessa eiga nú Flugleiðir hf. þess kost að kaupa báðar þessar þotur fyrir um 13.5 millj. dollara, þrátt fyrir að markaðsverð beggja er nú um 22 millj. dollara. Vegna þessara fyrirhuguðu kaupa hafa Flugledðir hf. leit- að eftir láni, sem tekið yrði í Bandarikjunum, að upphæð 13.5 millj. dollara og ríkisá- byrgð. íslenzk stjórnvöld fjalla nú um málið. Áður hefur verið unnið að öflun gagna, gerðar framtíðarspár fyrir rekstur og fjárhag Flugleiða hf. og málin könnuð frá ýmsum hliðum. HAFA REYNZT MJÖG VEL. Þotur af gerðinni DC-8-63, sem Flugleiðir 'hyggjast nú kaupa, hafa verið í notkun hjá Loftleiðum síðan félagið hóf þotuflug hinn 14. maí 1970. Þessi þotutegund hefur reynst félaginu mjög vel og hentar einkar vel á flugleiðum þess. Auk þess að flytja 249 farþega í ferð, bera þoturnar nokkrar lestir af vörurn jafnframt. Þær hafa mikið flugþol og geta auðveldlega flogið iriilli meg- inlanda, hindri veðiur lendingu á íslandi. DC-8 þotur eru framleiddar hjá McDonnell Douglas ílug- vélaverksmiðjunum í Californ- íu. Fyrsta þotan af þessari gerð flaug 30. maí 1958. Af DC-8 þotum eru til átta mis- munandi gerðir með misjafn- lega mikið burðarþol og flug- þol. Sú gerð sem hér um ræð- ir, DC-8-63, er sú stærsta og burðarmesta í þessum flokki. Þotur þær sem Flugleiðjr hafa á leigu/kaupsamningi voru framleiddar árið 1968. DC-8-63 er fjögurra hreyfla þota. Hreyflar af gerðinni Pratt & Whittney JP3D-7. í flugtaki framleiðir hver hreyfill 19 þús- und punda kný. Flughraði er um 900 km á klst. Flugþol þot- anna er rumlega 8000 km. 69 FV 3 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.