Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 22
þófið stóð í langan tíma, enda gerðu Finnar strangar kröfur til bandalagsins um að það skipti sér ekki af því sem þeir kölluðu „utanríkisstefnu Finnlands“. Krafan var eflaust sett fram að ósk ráðamanna í Moskvu. Finnska ríkisstjórnin hefur lýst yfir því, að EBE- samkomulagið megi ekki á nokkurn hátt kasta skugga á sambúð þeirra við Sovétríkin. Það má benda á það, að sov- ézkir ráðamenn vildu ekki leyfa Finnum árið 1973 að gera fríverzlunarsamninginn við EBE fyrr en þeir hétu því að kjósa Kekkonen forseta í eitt kjörtímabil í viðbót. Samkvæmt stjórnarskránni átti hann að hætta, en þingið gekk að þessari kröfu og var Kekk- onen kosinn forseti 1974 til 1978. „GÓÐ SAMBÚД SEGJA SOVÉTMENN. Sovétmenn benda oft á sam- búð Finna og Sovétmanna sem dæmi um „góða sambúð“ milli tveggja þjóða, sem búa við ó- líkt stjórnkerfi. Vesturlanda- búar hafa fylgst vandlega með samskiptum Finna og Sovét- manna, til þess að kynnast því hvernig best sé fyrir lýð- ræðisríki að skipta við mið- stjórnarvald kommúnistaríkis. Sovétmenn nota Finnland einnig til markaðskannana fyrir sovézkar framleiðsluvör- ur. Þeir álíta, að gott sé að kanna hvernig Finnum lítist á ákveðnar sovézkar vörur áð- ur en þeir bjóða þær öðrum ríkjum Vesturlanda. AUKIN VIÐSKIPTI VIÐ COMECON-RÍKI. Finnar hafa undanfarið gert sérfríverzlunarsamninga við COMECON-ríkin í Austur-Ev- rópu og í byrjun þessa árs gengu t. d. samningar við Búl- garíu, Tékkóslóvakíu og Ung- verjaland í gildi. Unnið er að gerð annarra samskonar samn- inga við Pólland og Austur- Þýskaland. Þegar þessir samn- ingar taka gildi, hafa Finnar gert fríverzlunarsamkomulag við flest ríki Evrópu og 90% af viðskiptum þeirra verða á fríverzlunargrundvelli. Finnar hafa einnig „bestu kjarasam- komulag“ við Kúbu, Mongólíu, Rúmeníu og Júgóslavíu og eru samningarnir eins og samskon- ar samningar sem Finnar hafa gert við ýmis þróunarlönd. Þegar litið er á hundraðs- hlutfall viðskipta Finna við út- lönd kemur í ljós, að saman- lagt kaupa þeir langmest frá EFTA og EBE-löndum: UTANRÍKISVERZLUN í %. 1973 1974 EFTA . . 23.9 22.6 EBE . . 44.0 40.5 COMECON . . 14.6 18.8 ÖNNUR RÍKI . . 17.5 18.1 Ef litið er á þessar tölur hér að ofan kemur í ljós að viðr skipti við EBE- og EFTA-lönd in hafa dregist saman milli ár- anna 1973 og ’74, en aukist við COMECON. Það stafar aðal- lega af óhagstæðum olíukaup- um frá Sovétríkjunum. Sovét- menn notfæra sér ekki aðeins verzlunar- og efnahagssam- skipti sín við Finna, heldur beita þeir Finnum einnig fyrir sig í ákveðnum málum og málaflokkum. Þar má t. d. nefna tillögurnar um kjarn- orkufriðuð svæði á Norður- löndum. Sovétmenn vilja auka áhrif sín á þessu svæði og hafa fengið Kekkonen og aðra finnska stjórnmálamenn til þess að koma fram með þessar hugmyndir á norrænum vett- vangi sem sínar eigin. Kalevi Sorsa, forsætisráðiherra Finna, minntist t. d. á þetta mál á Norðurlandaráðsþinginu hér i Reykjavík í febrúar s. 1. og 'hafa bæði Svíar og Norðmenn gagnrýnt hann fyrir þetta um- tal. Ekki má gleyma þving- unum Sovétmanna á menning- arsviðinu, en þeir ihafa t. d. bannað Finnum að selja nýj- ustu bók Solzhenitsyns, um Eyjahafið GULAG. Þá for- dæmdi sovézka sendiráðið í Helsinki fyrir skömmu banda- ríska sjónvarpsmynd „Silk Stockings", sem sýnd var í finnska sjónvarpinu og sýnir það hina grófu afskiptasemi Sovétríkjanna af innanrikis- málum Finna. Bílaverkstæði Dalvíkur Viðgerðir á bílum, bátum og h ndbúnaðarvélum. • Smurstöð: ESSO benzín og smur- olíur. Varahlutir í bíla og landbúnaðarvélar. Hjólbarðar, verkfæri og fleira. Símar 61122 61123 Dalvík 22 FV 3 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.