Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 22

Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 22
þófið stóð í langan tíma, enda gerðu Finnar strangar kröfur til bandalagsins um að það skipti sér ekki af því sem þeir kölluðu „utanríkisstefnu Finnlands“. Krafan var eflaust sett fram að ósk ráðamanna í Moskvu. Finnska ríkisstjórnin hefur lýst yfir því, að EBE- samkomulagið megi ekki á nokkurn hátt kasta skugga á sambúð þeirra við Sovétríkin. Það má benda á það, að sov- ézkir ráðamenn vildu ekki leyfa Finnum árið 1973 að gera fríverzlunarsamninginn við EBE fyrr en þeir hétu því að kjósa Kekkonen forseta í eitt kjörtímabil í viðbót. Samkvæmt stjórnarskránni átti hann að hætta, en þingið gekk að þessari kröfu og var Kekk- onen kosinn forseti 1974 til 1978. „GÓÐ SAMBÚД SEGJA SOVÉTMENN. Sovétmenn benda oft á sam- búð Finna og Sovétmanna sem dæmi um „góða sambúð“ milli tveggja þjóða, sem búa við ó- líkt stjórnkerfi. Vesturlanda- búar hafa fylgst vandlega með samskiptum Finna og Sovét- manna, til þess að kynnast því hvernig best sé fyrir lýð- ræðisríki að skipta við mið- stjórnarvald kommúnistaríkis. Sovétmenn nota Finnland einnig til markaðskannana fyrir sovézkar framleiðsluvör- ur. Þeir álíta, að gott sé að kanna hvernig Finnum lítist á ákveðnar sovézkar vörur áð- ur en þeir bjóða þær öðrum ríkjum Vesturlanda. AUKIN VIÐSKIPTI VIÐ COMECON-RÍKI. Finnar hafa undanfarið gert sérfríverzlunarsamninga við COMECON-ríkin í Austur-Ev- rópu og í byrjun þessa árs gengu t. d. samningar við Búl- garíu, Tékkóslóvakíu og Ung- verjaland í gildi. Unnið er að gerð annarra samskonar samn- inga við Pólland og Austur- Þýskaland. Þegar þessir samn- ingar taka gildi, hafa Finnar gert fríverzlunarsamkomulag við flest ríki Evrópu og 90% af viðskiptum þeirra verða á fríverzlunargrundvelli. Finnar hafa einnig „bestu kjarasam- komulag“ við Kúbu, Mongólíu, Rúmeníu og Júgóslavíu og eru samningarnir eins og samskon- ar samningar sem Finnar hafa gert við ýmis þróunarlönd. Þegar litið er á hundraðs- hlutfall viðskipta Finna við út- lönd kemur í ljós, að saman- lagt kaupa þeir langmest frá EFTA og EBE-löndum: UTANRÍKISVERZLUN í %. 1973 1974 EFTA . . 23.9 22.6 EBE . . 44.0 40.5 COMECON . . 14.6 18.8 ÖNNUR RÍKI . . 17.5 18.1 Ef litið er á þessar tölur hér að ofan kemur í ljós að viðr skipti við EBE- og EFTA-lönd in hafa dregist saman milli ár- anna 1973 og ’74, en aukist við COMECON. Það stafar aðal- lega af óhagstæðum olíukaup- um frá Sovétríkjunum. Sovét- menn notfæra sér ekki aðeins verzlunar- og efnahagssam- skipti sín við Finna, heldur beita þeir Finnum einnig fyrir sig í ákveðnum málum og málaflokkum. Þar má t. d. nefna tillögurnar um kjarn- orkufriðuð svæði á Norður- löndum. Sovétmenn vilja auka áhrif sín á þessu svæði og hafa fengið Kekkonen og aðra finnska stjórnmálamenn til þess að koma fram með þessar hugmyndir á norrænum vett- vangi sem sínar eigin. Kalevi Sorsa, forsætisráðiherra Finna, minntist t. d. á þetta mál á Norðurlandaráðsþinginu hér i Reykjavík í febrúar s. 1. og 'hafa bæði Svíar og Norðmenn gagnrýnt hann fyrir þetta um- tal. Ekki má gleyma þving- unum Sovétmanna á menning- arsviðinu, en þeir ihafa t. d. bannað Finnum að selja nýj- ustu bók Solzhenitsyns, um Eyjahafið GULAG. Þá for- dæmdi sovézka sendiráðið í Helsinki fyrir skömmu banda- ríska sjónvarpsmynd „Silk Stockings", sem sýnd var í finnska sjónvarpinu og sýnir það hina grófu afskiptasemi Sovétríkjanna af innanrikis- málum Finna. Bílaverkstæði Dalvíkur Viðgerðir á bílum, bátum og h ndbúnaðarvélum. • Smurstöð: ESSO benzín og smur- olíur. Varahlutir í bíla og landbúnaðarvélar. Hjólbarðar, verkfæri og fleira. Símar 61122 61123 Dalvík 22 FV 3 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.