Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 13
fjármagnsþörfin er mjög mikil
bæði hjá mér og öðrum inn-
flytjendum. Við þurfum að
kaupa vöru, borga toll af henni
og síðan getum við farið að
selja hana. Það tekur einn til
tvo mánuði að selja vöruna og
að fá hana greidda með pen-
ingum eða víxli og þetta milli-
bil er erfitt að brúa. Við gæt-
um selt miklu meira ef við
hefðum greiðari aðgang að
fjármagni. Kaupmenn á Norð-
urlandi þurfa að leita suður í
vöruöflun vegna þess að inn-
flytjendur hér anna ekki eftir-
spurninni og höfum orðið að
minnka vöruvalið t. d. hvað
viðkemur hreinlætisvörum og
kexi.
— Er það kostur fyrir kaup-
menn á Norðurlandi að versla
við ykkur fremur en heildsala
í Reykjavík?
— Ég tel að okkar vara sé ó-
dýrari í innkaupum fyrir þá en
vara sem flutt er að sunnan.
Þar bætist flutningsgjald ofan
á en það mun vera kr. 7.25 á
kílóið með bíl. Flutningsgjald
með skipum er að mínum dómi
ennþá hærra þegar allt er
reiknað með þ. e. útskipun,
hafnargjald, flutningsgjald,
uppskipunargjald og hafnar-
gjöld hér og loks heimkeyrsla.
Þar bætist svo við meiri og
minni skemmdir á vörunni, en
slikar skemmdir eru viðburður
þegar þær eru fluttar á milli
með bíl.
VÖRUSKEMMDIR
— Þú nefnir vöruskemmdir.
Er það ekki fyrirbrigði sem
heildsalar úti á landi verða
meira fyrir barðinu á en heild-
salar í Reykjavík?
— Jú tvímælalaust. Þegar
varan er flutt beint hingað með
skipi megum við vel við una.
En þegar vörunni er umskip-
að í Reykjavík er annað uppi
á teningnum. Verkstjórar hjá
skipafélögum í Reykjavík virð-
ast ekki hafa tök á því að láta
menn sína meðhöndla vöruna
nægilega vel. Það kemur fyrir
að allt að 20% af vörunni er
skemmt eftir umskipun í
Reykjavík.
— Nú er hafnaraðstaða á
Akureyri afar léleg. Kemur
það ekki niður á meðferð vör-
unnar í uppskipun?
— Það er satt að aðstaðan er
fyrir neðan allar hellur. En
starfsmenn skipafélaganna á
Akureyri fara sérstaklega vel
með vörur. Þeirra vinnubrögð
eru til fyrirmyndar.
— Þú nefndir að þú hefðir
fækkað vörutegundum. Er það
ekki jákvætt fyrir íslenskan
iðnað?
— Hvað snertir brauðtegund-
irnar og kexið, þá tel ég að
fólk yrði leitt á að fá eingöngu
rúgbrauð, franskbrauð og vín-
arbrauð og hér eru ekki til
brauðgerðir eða verksmiðjur til
að anna fjölbreyttari fram-
leiðslu. Auk þess tel ég að of
mikið hafi verið fjargviðrast út
af einmitt þessum innflutningi
og gjaldeyriseyðslu í sambandi
við hann, en efni standa til. í
beinu framhaldi af þessu vil ég
nefna að mig undrar hve ís-
lenskir iðnrekendur nota heild-
salana lítið. Þeir nota heldur
einkaaðila til að dreifa vörum
sinum en heildsölurnar.
HAGSTÆÐARA AÐ SELJA
INNLENDAR VÖRUR
— Getur það ekki stafað af
því að íslensku framleiðend-
urnir óttist samkeppnina við
erlcnd’u vörurnar, sem heild-
salarnir hafa á boðstólnum?
— Ég held að það sé ekki
viðunandi skýring, þar sem
hagstæðara væri fyrir okkur að
selja innlenda vöru en inn-
flutta. Innflutta vöru þurfum
við að greiða áður en við tök-
um við henni, en innlendar
vörur fáum við lánaðar í tvo
mánuði. Þar að auki fæ ég
hærri sölulaun fyrir innlenda
vöru en álagningin er á þeirri
erlendu.
Að lokum spurðum við
Valdemar hve umfangsmikill
rekstur hans væri í dag og
hversu lengi hann hefði starf-
rækt heildsöluna. Valdemar
svaraði því til að hann væri bú-
inn að vera heildsali í 8 ár og
að nú væru starfandi 6 manns
hjá fyrirtækinu auk hans
sjálfs. Fyrirtækið er nú í eigin
húsnæði, sem er 470 fermetrar
að stærð og er það við Tryggva-
braut á Akureyri.
Ný
Símaskrá
Pennans
82311
SKRIFSTOFA
SKIPTIBORÐ
83464
BEÍN LÍNA
SÖLUDEILDAR
10130
VERZLUNIN
HAFNARSTRÆTI 18
10133
VERZLUNIN
LAUGAVEGI84
38402
VERZLUNIN
LAUGAVEGI 178
FV 10 1975
13