Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 17

Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 17
IMýja vöruhöfnin veldur gjörbyltingu í vöruflutningum til og frá Akureyri Um 100 þús. tonn af vöru flutt um höfnina á ári Akureyrarhöf n: Unnið við að reka niður stálþilið í nýju vöruhöfninni á Akureyri. Nú er verulegur skriður kominn á framkvæmdir við vöruhöfnina á Akureyri eftir að 80 milljón króna erlent lán fékkst til verksins, en eins og k'unnugt er þá hafa ýmsir tæknilegir gallar valdið margra ára töfum á eðlilegum fram- kvæmdahraða við vöruhöfnina. Hafa þessar tafir valdið bæn- um og íbúum hans verulegu tjóni og óþægindum. En nú virðast þessar tafir vera að baki, sem betur fer, og ef allt fer samkvæmt áætlun ætti að vera hægt að taka 1. áfanga vöruhafnarinnar í notkun seinni hluta næsta árs. LOKIÐ NÆSTA SUMAR Pétur Bjarnason, hafnar- stjóri á Akureyri, sagði í við- tali við Frjálsa verslun, að um þessar mundir væri verið að ljúka við rekstur stálþilsins í vöruhöfninni og strax að því loknu verður hafist handa við að ganga frá festingum þess. Er vonast til að því verði lok- ið um áramót, en í byrjun næsta árs verður dýpkað fyrir framan þilið og austan við það og steyptur bryggjukantur. Er gert ráð fyrir að búið verði að ganga frá lögnum og þekju næsta sumar og þá er ekkert því til fyrirstöðu að kanturinn verði tekinn í notkun. Sam- kvæmt áformum verður síðan ráðist í næsta áfanga, sem er gerð austurkants á Oddeyrinni. Verður Eimskipafélagi íslands ætluð forgangsstaða við fyrsta áfanga hafnarinnar, en KEA og Ríkisskip fá forgangsaðstöðu við annan áfangann. GJÖRBYLTING í VÖRU- FLUTNINGUM —- Það hlýtur öllum að vera ljóst, sagði Pétur, að tilkoma vöruhafnarinnar og þeirra vöruskemma, sem Eimskip og aðrir aðilar ætla að koma sér upp þar, hefur í för með sér gjörbyltingu, en öll aðstaða til vöruflutninga til og frá Akur- eyri er í dag hlutfallslega miklu verri en hún var um aldamótin. Mér finnst það í raun og veru mjög undarlegt að vöruskemmdir vegna lélegr- ar aðstöðu við gömlu bryggj- una skuli ekki vera miklu meiri en raun ber vitni um. En það gefur auga leið að eftir að nýja höfnin verður komin í gagnið verður hægt að vinna á miklu hagkvæmari hátt að af- greiðslu skipa og vörumeðferð hlýtur að verða öll önnur en hún er í dag. Síðan vék Pétur að því að samkvæmt hafnargerðaráætl- un, sem var lögð fram á Al- þingi sl. vetur er gert ráð fyrir að annar áfangi vöruhafnar- innar verði hannaður á þessu ári, en að ráðist verði í fram- kvæmdina sjálfa árið 1977 og vonandi gæti orðið af því. Hins vegar kvaðst hann ekki þora að spá um það hvenær höfnin yrði komin í það form sem henni er endanlega ætlað. — En eitt er víst, sagði Pét- ur, að drátturinn er orðinn meiri en nógur, og margir að- ilar orðnir langeygðir eftir því að sjá vöruhöfnina verða að veruleika. 100 ÞÚS. TONN Á ÁRI Loks kom hafnarstjórinn inn á skipakomur til Akureyrar og gat þess í því sambandi að vörumagn sem færi um höfn- ina á einu ári væri um 100 þúsund tonn, en þar af er ná- lega helmingur bensín og olía. FV 10 1975 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.