Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Síða 25

Frjáls verslun - 01.10.1975, Síða 25
Utanríkisverzlun Sovétmanna: Kaupa markaði dýru verði tíl að komast yfir gjaldeyri Aukin sókn Sovétmanna á markaöi í V-Evrópu og Ameríku Sovézkar dráttarvélar við akuryrkjustörf á búgörðum í Bandaríkjunum og Kanada, litsjónvarps- tæki framleidd í Moskvu á frönskum heimilum, sovézkar þyrlur á sveimi yfir brezk'uni olíubor- pöllum á Norðursjónum. Þetta eru ekki framtíðardr&'umsýnir áróðurssérfræðinganna í Kreml held- ur blákaldur raunveruleiki í milliríkjaviðskiptu m árið 1975. Sovétríkin, sem til skamms tima hafa staðið fremur aftar- lega í utanríkisverzlun og fyrst og fremst stundað útflutning á óunnum hráefnum, hafa nú skyndilega vent sínu kvæði í kross og senda flutningatæki hlaðin fullunnum vörum inn á arðvænlegasta en jafnframt samkeppnisstrangasta markað heims — í hinum iðnþróuðu ríkjum Vesturlanda. Að baki þessari útflutnings- sókn Sovétmanna býr eftirfar- andi: ® Mikil þörf fyrir erlendan gjaldeyri tii þess að borga fyrir ameriskt korn og tækni- og iðnvæðingarbún- að, sem keyptur hefur verið á Vesturlöndum og í Japan. © Óstöðug eftirspurn á heims- markaði eftir hráefnum frá Sovétríkjunum, — svo sem málmum, eldsneyti, timbri -—■ auk hálfunninna vara eins og loðskinnum. Þarfir Vesturlandaþjóða fyrir málma, olíu og önnur hrá- efni minnkuðu talsvert vegna hins almenna sam- dráttar í iðnframleiðslu í efnahagskreppunni. ® Sovézkir leiðtogar hafa ver- ið knúðir til að breyta áliti Sovétrikjanna út á við, en þau hafa fyrst og fremst haft orð á sér fyrir útflutn- ing hráefna og verið þar af leiðandi sett á bekk með hinum vanþróuðu ríkjum þriðja heimsins að þessu leyti. Álit manna í Kreml: Sovétt'íkin verða sem hern- aðarlegt risaveldi að skara fram úr á öllum sviðum iðn- aðarframleiðslu. Þrátt fyrir tilraunir við- skiptasérfræðinga í Moskvu til að auka útflutning á fullunn- um vörum til Vesturlanda hafa starfsbræður þeirra vestan járntjalds ekki getað greint neinn sérstakan árangur af samkeppni þeirra við framleið- endur á Vesturlöndum. Efna- hagskerfi Sovétmanna, frum- stætt og fullt af mistökum, getur ekki jafnazt á við full- komnara og mjög sérhæft efna- hagskerfi Vesturlanda. Kornkaupin frá Banda- ríkjunuin hafa verið Sovétmönnum nauðsyn, en þau liafa komið illa við gjald- eyrisstöðu þeirra. FV 10 1975 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.