Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 37
sektum eða varðhaldi, ef ekki
er ákveðin sérstök refsing við
brotinu í öðrum lögum.“
KÚGAÐIR NEYTENDUR
EÐA NAUT?
Bíleigendur eru án efa þeir
neytendur á íslandi, sem greiða
mest í ríkissjóð í formi neyslu-
skatta. Bíleigendur verða að
þola sífelldar hækkanir á
rekstrarvörum og þjónustu.
Auk þess þurfa þeir að þola
síaukin gjöld og skatta til rík-
issjóðs, án þess að fá nokkuð í
staðinn. Gjöld sem ríkið legg-
ur á rekstrarvörur undir því
yfirskyni að fjármagna endur-
bætur á vegakerfi landsins, eru
iðulega notuð til annarra þarfa
ríkisins, án þess aS bileigendur
séu spurðir.
Tryggingafélög komast upp
með það ár eftir ár að hækka
iðgjöld, án þess að bíleigendur
mögli. Bíleigendur láta bjóða
sér það að tryggingafélögin
starfi eftir úreltum reglum ár-
um saman, þannig að iðgjöld
eru miskunnarlaust hækkuð á
bíleigendum, sem ekki hafa
bakað félögunum nokkurt tjón
í áratugi. Og láta þeir hafa sig
í, að greiða hluta af þeirri
hækkun sem tiltölulega fá-
mennur hópur bíleigenda skap-
ar með kunnáttuleysi, glanna-
skap og vítaverðu gáleysi.
Þetta eru menn sem vaida
hvei’ju tjóninu á fætur öðru, og
í stað þess að þeir beri iðgjöld
í samræmi við áhættu, komast
tryggingafélögin upp með það,
að jafna þessum tjónum yfir á
meirihlutann, sem ekkert hef-
ur til saka unnið, annað en
keyra gætilega.
Varahlutaþjónusta er einn
af höfuðverkjum bíleigandans.
Dæmi eru um það að nýr bíll
hafi staðið í 8 mánuði vegna
skorts á varahlutum, og um-
boðsmenn logið hverri sögunni
á fætur annarri: þetta sé kom-
ið í toll, eigi einungis eftir að
leysa út o. s. frv. Og víst er, að
þetta er ekkert einsdæmi, enda
láta bíleigendur bjóðá sér allt.
Bifreiðaeftirlit ríkisins er
gott dæmi um þá þjónustu,
sem ríkið býður þessum kúg-
aða hluta þegna sinna, sem
endurgjald fyrir þá rányrkju
sem þeir mega þola.
Það er ekki nóg með að að-
staða þessarar stofnunar sé til
háborinnar skammar, heldur
er þetta aðstöðuleysi þess vald-
andi, að skoðun bifreiða er
engin trygging fyrir öryggi
þeirra, og alls ekki hægt að
ætlast til þess að starfsmenn
þessarar stofnunar geti rækt
starf sitt til nokkurrar hlítar.
Fyrir bragðið eru slysavaldar
og rúllandi líkkistur á ferð og
flugi um götur og þjóðvegi.
Langlundargeð bíleigenda er
slíkt, að ár eftir ár komast ráð-
herrar upp með að lýsa því yf-
ir hundapurkulegir, að fjár-
veiting til bifreiðaeftirlits
hafi verið skorin niður við
trog, eða alls ekki komist inn
á fjárlög.
Bíleigendur eiga heimtingu
á því, að árlega sé framkvæmd
ströng skoðun á öryggisbúnaði
bíla og þannig tryggt að slysa-
valdar séu tafarlaust teknir úr
umferð. Til þess þarf aðstöðu
undir þaki og fullkomin próf-
unartæki, eins og gerist á öll-
um öðrum Norðurlöndum.
Slík stofnun væri um leið
fær um að meta og benda á illa
unna verkstæðisvinnu og vera
þannig bíleigendum aðstoð í
að ná rétti sínum.
EITTHVAÐ VERÐUR AÐ
GERA
Það er alveg makalaust
hvernig hægt er að pretta og
kúga bíleigendur, án þess að
jafnvel félagasamtök geti þar
rönd við reist. F.Í.B. er meira
og minna máttlaust, bæði gagn-
vart ríkinu og öðrum þjónustu-
okrurum.
Neytendasamtökin eru nú
einu sinni spegilmynd af hin-
um réttlausa íslenska neyt-
anda, og mega ekkert róttækt
gera, fyrr en lögum hefur ver-
ið breytt, hvenær sem það
verður nú.
Bílgreinasambandið er mátt-
laust apparat á þessum vett-
vangi og svarar kvörtunum
jafnvel á þá leið, að viðkom-
andi verkstæði hafi verið vikið
úr sambandinu og því ekkert
hægt að gera. Enda virðist það
engu breyta fyrir verkstæði,
hvort það er í Bílgreinasam-
bandinu eða ekki.
Nei, bíleigendur eiga að
taka sig saman og stofna stétt-
arfélag, sem byrjaði á því að
standa upp í hárinu á ríkis-
valdinu með kröftugum mót-
mælaaðgerðum. Síðan þarf að
taka verkstæðismafíuna fyrir
með skinulöeðum aðgerðum.
Það þarf að byrja á því að
safna og skrá sem flest vafa-
söm viðskinti, sem fólk telur
sig hafa átt við þjónustufyrir-
tæki, þannig að einhver heild-
armynd fáist. Sú mynd verður
ekki fögur. en hún gæti senni-
lega fengið fólk til að rumska
og vakna upp af neytenda-
svefninum.
IÞRÓTT ABLAÐIÐ
Sérrit um íþróttir og útilíf
Góð lesning í góða veðrinu
Áskriftarsími 82300
FV 10 1975
37