Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 39

Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 39
Samtiðarmaður Jón Magnússon, form. Félags ísl. stórkaupmanna: „Rekstrarfjárþörf heildverzl- unarinnar hefur aukist um 60% á einu ári44 Samtíðarmaðurinn, sem Frjáls verslun kynnir að þessu sinni er Jón Magnússon, formaður Fé- lags ísl. stórkaupmanna og framkvæmdastjóri hjó Johan Rönning hf. Jón Magnússon hóf störf hjá því fyrirtæki aðeins sautján ára gamall, að loknu Verzlunarskólaprófi. Síðan hefur hann unnið samfellt hjá sama fyrirtækinu og var um tíma við nám hjá umboðsaðilum þess í Svíþjóð. Frjáls verslun ræddi við Jón um fyrirtæki hans, hag heildverzlunar í landinu, og starfsemi Heildar hf., sem Johan Rönning hf. er aðili að. J. M. — Ég hóf verslunar- störf hjá Johan Rönning, raf- virkjameistara, árið 1939, en hann stofnaði raftækjavinnu- stofu sína 1933. 1941 var fyrir- tækinu breytt í hlutafélag og gerðist ég þá hluthafi. Rekstur slíks fyrirtækis, er í dag kall- aður rafverktakar. Sem raf- verktaki annaðist fyrirtækið margb.reytileg störf í þágu rafvæðingar og var starfsfólk að jafnaði um 50 manns. Með- al annarra verkefna má nefna uppsetningu rafstöðva víða um land, lagningu raflína, upp- setningu rafvéla og búnaðar í síldar- og fiskimjölsverksmiðj- ur, frystihús og verksmiðjur jafnt í Reykjavík, sem úti á landi. Einnig nýlagnir og við- gerðir í íbúðarhúsum, bátum og skipum ásamt viðgerðarþjón- ustu fyrir rafvélar og heimilis- tæki, svo hér var um margvís- leg verkefni að ræða. Árið 1961 seldi Johan Rönn- ing hf. rafverkastarfsemi sína og breytti rekstrinum í um- boðs- og heildverslun, eingöngu með rafmagnsvörur. Johan Rönning hf. hefur nær öll sín viðskipti við Svíþjóð og erum við umboðsmenn ASEA-sam- steypunnar sem e,r vel þekkt hér fyrir framleiðslu sína á rafmagnstækjum og búnaði, en sem kunnugt er, þá eru raf- stöðvarnar og tengivirki frá ASEA við Ljósafoss og Stein- grímsstöð við Sog og við Lax- árvirkjun. Einnig hefur ASEA afgreitt mikið af há- og lág- spennuvirkjum, spennistöðvum og öðrum rafbúnaði til hinna ýmsu rafveitna víðsvegar um landið. Dótturfyrirtæki ASEA eru einnig vel þekkt hér fyrir vörur sínar t. d. Liljeholmens Kabelverk fyrir sæ- og jarð- strengi, Kabeldon í tengibún- aði, Járnkost fyrir rafmagns- ofna og Thrige- Titan í Dan- mörku fyrir .rafmótorana. Auk þess höfum við viðskipti við England, Þýskaland og Sviss. Viðskiptavinir okkar hér eru m. a. rafverktakar, rafveitur, innkaupastofnanir, frystihús og verksmiðjur. F.V.: — Fer ekki mikill hluti af þessum viðskiptum fram samkvæmt útboði og hvernig Jón Magnússon: Reynslan af veru okkar í húsakynnum Heildar, húsfélagi 20 fyrirtækja, hef'ur verið mjög góð. FV 10 1975 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.