Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Síða 41

Frjáls verslun - 01.10.1975, Síða 41
Á lagernum hjá Rönning. Fyrirtækið hefur annast margbreytileg störf í þágu rafvæðingar í Iandinu. er staðið að slíkum málum hér- lendis, t. d. hjá opinberum að- ilum, sem leita tilboða í raf- magnsbúnað? J.M.: — Jú, mikill hluti við- skiptanna eru tilboð samkv. út- boði, bæði fyrir einkaaðila og opinber fyrirtæki og það verð- ur að segjast eins og er, að mjög misjafnlega er staðið að þessum útboðum hjá hinu op- inbera. Því miður virðist eng- inn staðall vera til um e.rlend útboð, meira farið eftir reglum og hefð, sem hinir ýmsu opin- beru aðilar hafa sjálfir sett sér gegnum árin. Ég tel mjög brýna nauðsyn að láta gera staðal um þessi út- boð og eftir því er ég best veit, þá er unnið að rannsókn þessa máls hjá Iðnaðarmálaráðuneyt- inu. Til er íslenskur staðall frá 1969 „IST 30“ um almenna út- boðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir en hann er eingöngu ætlaður innlendum útboðum, sem sagt útboð fyrir nokkur hundruð þúsund krón- ur, er hægt að gera hér sam- kvæmt „IST 30“ en þegar um hundruð milljóna er að ræða vegna erlendra útboða þá er enginn löggiltur staðall til að fara eftir. Vonandi verður ekki langt að bíða, þar til þetta verður lagfært. F.V.: — Johan Rönning hf. hefur aðsetur í liúsakynnum Heildar í Sundaborg. Hver hefur reynslan verið af rekstri þessarar heildverslanamiðstöðv- ar? Hafa nokkur sérstök vandamál gert vart við sig í þessari sambúð? J. M.: — Reynslan af veru okkar hér í húsakynnum Heild- ar hefur gefið mjög góða raun. Húsnæði, það er við áður höfð- um, var eiginlega á 3ju hæð og aðstaða öll erfið fyrir þann .rekstur, sem við erum með. Hér getum við beitt nútíma- tækni við vörumóttöku og af- hendingu. Með því að hafa okk- ar eigin rafmagnslyftara og rétt hannað birgðarými tekur nú aðeins % klst. að taka við sama vörumagni og tók okkur 1-2 daga í fyrra húsnæði. Það var vegna frumkvæðis Félags ísl. stórkaupmanna að 20 meðlimafyrirtæki stofnuðu húsfélag, er síðar hlaut nafn- ið Heild hf. Tilgangurinn var að byggja sameiginlegt skrif- stofu- og vörugeymsluhús á lóð þeirri við Sundahöfn, er Reykjavíkurborg hafði úthlut- að þessum fyrirtækjum. Þessar byggingar sem hann- aðar eru af arkitektunum Guð- mundi Kr. Guðmundssyni og Ólafi Sigurðssyni, eru 5 hús samtengd með stigahúsum, þannig að innangengt er í hvert fyrirtæki úr 250 metra löngum gangi á 2. hæð, er ligg- ur í miðju eftir endilangri húsaröðinni. Það þarf því ekki að fara út til að komast milli fyrirtækja. Húsin heita Sunda- borg. Stofnun Heildar var stórt skref í hagræðingarátt, enda var tilgangur okkar með skipu- lagi húsanna að skapa sem besta aðstöðu til innbyrðis samstarfs, þar sem öll starf- semi fy.rirtækjanna er á ein- um stað þ. e. vörugeymslur og skrifstofur. Húsin eru staðsett á því svæði borgarinnar, sem sérstaklega er skipulagt fyrir slíka starfsemi þ. e. vörudreif- ingu og við framtíðarhöfn borg- arinnar. F. V.: — Hvað sparast með þessu fyrirkomulagi i sameig- inlegri þjónustu? J.M.: — Heild hf. rekur sína eigin skrifstofu, er annast allan rekstur Heildar og er það hlut- verk hennar að koma á sem mestu samstarfi milli fyrir- tækjanna. Skrifstofunni veitir forstöðu Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Heildar hf. Þegar höfum við sameinast um akstur, nætur- og hús- vörslu, telex, ljós.ritun, póst- þjónustu, frágang banka- og tollskjala. Enn sem komið er þá er það akstur á vörum, sem sparað hefur fyrirtækjunum langmest og má ætla að þau 14 fyrirtæki, sem í honum taka þátt spari um 8 milljónir kr. á ári eða um 600 þús. á hvert fyrirtæki að meðaltali. Þau fyrirtæki, er þátt taka í telex- þjónustu spara í fastagjaldi 300 þús. árlega. Um póstþjónustuna er það að segja, að ef gert er ráð fyrir að fyrirtæki hafi, áður en Heild tók að sér þessa starf- semi, haft pósthólf á aðalpóst- húsinu og því þurft að senda eftir honum, má ætla, að kostn- aður á hvert fyrirtæki hafi numið kr. 145 þús. á ári og samtals fyrir 20 fyrirtæki kr. 2.9 millj. króna. (Er hér miðað við 1 klst. á dag á 600 kr. x 20 fyrirtæki - 240 vinnudagar). Það sem Heild tekur fyrir þessa þjónustu er um kr. 500 þús. þannig að netto-sparnað- ur er um 2,4 milljónir á ári. Frágangur banka- og toll- skjala er það nýbyrjaður, að ekki er komin full reynsla á hvað þjónusta þessi getur spar- FV 10 1975 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.