Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 49

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 49
Þeir stjórna daglegum rekstri Í8AL Hjá stórfyrirtæki eins og íslenzka álfélaginu í Straumsvík er stjórnunarsvið manna í helztu á- byrgðarstöðum mjög skýrt markað í skipuriti. Það er hópur fimm forstöðumanna cinstakra deilda í fyrirtækinu, sem annast hinn daglega rekstur þess undir forystu Kagnars Halldórssonar, forstjóra. Frjáls verzlun kynnir að þessu sinni deildarstjórana fimm, verksvið þeirra, menntun og fyrri störf og persónuleg viðhorf þeirra til starfsins. Á fundi með Ragnari Halldórssyni, forstjóra. Bjarnar Ingimarsson, Sigurður Briem, dr. Lorenz Providoli, sem var tæknilegur forstjóri ísal þar til á sl. sumri, Ragnar Halldórsson, Pálmi Stefánsson, Einar Guðmundsson og Bragi Erlendsson. Rafmagns- verkáætíunar- deild Sigurð'ur Briem er yfirmaður í Rafmagns og verkáætlunar- deild ISALS. Undir stjórn hans vinna tæplega 40 menn og eru rúmlega 20 þeirra rafvirkjar, 6 rafeindavirkjar, nokkrir tæknifræðingar auk annars starfsfólks. Verkáætlunardeild tekur á móti beiðnum frá hin- um einstöku deildum innan fyrirtækisins um breytingar og viðgerðir og fl. Starfsmenn verkáætlunardeildar gera síðan sínar athuganir og verklýsingu og útbúa teikningar, útvega efni og samræma verkefni hinna einstöku verkstæða. Raf- magnsdeildin skiptist hins veg- ar niður í rafmagnsverkstæði og mæla- og rafeindaverkstæði. Fyrrnefnda verkstæðið sér um viðhald og viðgerðir á öllum rafmagnsbúnaði verksmiðjanna en hitt verkstæðið sér um við- hald á rafeindabúnaði og stjórnunarbúnaði. Sigurður sagði í viðtali við Frjálsa verslun að miðað við verksmiðjur hérlendis þá væri notkun sjálfvirks útbúnaðar hjá ISAL mjög mikil og mörg tækin mjög fullkomin. Starfs- menn á deild Sigurðar hafa í fæstum tilfellum kynnst tækj- um af þessu tagi þegar þeir koma til fyrirtækisins og eru því oft fengnir erlendir sér- fræðingar til þess að kenna starfsmönnunum, eða þá að þeir eru sendir utan til verk- þjálfunar. — Það er mjög mikilvægt að hér gangi allt eftir áætlun, sagði Sigurður. Ef verksmiðj- urnar verða rafmagnslausar í FV 10 1975 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.