Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 51

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 51
Fjárhagsstjóri Bjarnar Ingimarsson, deild- arstjóri í fjárhagsdeild hefur starfað hjá Isal frá því 1. apríl 1967. Á meðan byggingafram- kvæmdir stóðu yfir hafði hann umsjón með flutningum og toll- afgreiðslu á vörum sem til þurfti. Þegar því verki lauk tók hann við starfi innkaupa- stjóra, en árið 1971 var hann gerður að deildarstjóra í fjár- hagsdeild. Til þeirrar deildar teljast eftirtaldir þættir: fjár- hagsbókhald, kostnaðarbók- hald og áætlanagerð, rafreikni- deild, starfsmannadeild, inn- kaupadeild og lager og greiðsluskil. í stuttu spjalli við Frjálsa verslun fyrir skömmu sagði Bjarnar að til starfa í fjárhags- deild hefðu á hverjum tíma valist hæfir starfskraftar og mannaskipti verið í lágmarki. Þó væri því ekki að leyna að nú virtist framboð á hæfu starfsfólki vera meira en oft- ast áður og taldi Bjarnar það vera afleiðingu rekstrarfjár- skorts margra fyrirtækja sem hafa orðið að draga saman seglin og fækka við sig starfs- fólki. Aðspurður sagði deildarstjór- inn að hinar öru sveiflur sem hafa orðið á álmörkuðum síð- ustu árin hefðu gert það að verkum að af'koma ISAL síð- ustu árin hefði ekki orðið jafn góð og áætlað var í upphafi og á þessu ári virtist útilokað að selja ál nema undir fram- leiðslukostnaði. — En við erum samt sem áð- ur bjartsýnir á það, að á næst- unni rofi til og ISAL geti ekki aðeins veitt starfsfólki sínu ör- ugga vinnu heldur einnig greitt verulegar upphæðir í sam- neyslu þjóðfélagsins, sagði Bjarnar. — Og þrátt fyrir allt þá er staða ISALS trygg, þar sem fyrirtækið er hluti af al- þjóða fyrirtæki, Swiss Alumini- um Ltd. sem veitir ISAL þá bestu tækni og stöðluþjónustu sem þeir hafa yfir að ráða. Til marks um stærð Alusuisse má geta þess að á árinu 1974 var Rekstrarstjóri Bragi Erlendsson hefur starf- að hjá ISAL frá því að það tók til starfa. Eftir að hafa verið í starfsþjáifun erlendis byrjaði hann sem rekstrarstjóri og því embætti gegnir hann enn. Starf rekstrarstjóra felst í því að stjórna deild þeirri sem ann- ast viðgerðir og viðhald á öll- um búnaði og tækjum fyrir- tækisins að undanskildum raf- búnaði. Þegar Frjáls verslun innti Braga nánar eftir því hvað heyrði undir hans verk- stjórnunarsvið þá sagði hann að það væri teiknistofa ISALS, sem er eins konar ráðgefandi deild, sem starfar í nánum tengslum við verkáætlunar- velta 88 fyrirtækja þess, sem þeir eiga að meira en 50% SFr. 5.188.7 milljónir eða um 304 milljarðar króna á núverandi gengi. 81% af veltunni kom frá fyrirtækjum í áliðnaðinum og verkfræðifyrirtækjum en 19% frá fyrirtækjum í efnaiðnaði. Á síðustu áramótum var starfs- mannafjöldi Alusuisse um 35.000 manns, þar af voru flestir starfsmenn, eða um 10.000 í Bandaríkjunum í 27 fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur Alusuisse stóraukið og eflt umsvif sín á hinum þýð- ingarmikla bandaríska mark- aði, en áður höfðu þeir lagt að- aláherslu á umsvif sín í Evr- ópu. Álbræðslur Alusuisse framleiddu á árinu 1974 679. 000 tonn af áli, en þar af fram- leiddi ISAL 69.600 tonn. Áður en Bjarnar hóf störf hjá ISAL hafði hann starfað um tveggja ára skeið hjá Bif- reiðum og Landbúnaðarvélum sem aðalbókari, en fyrir þann tíma var hann hjá Magnúsi Víglundssyni heildverslun hf. (SAVA) í um það bil 10 ár en til Magnúsar kom Bjarnar sem nýútskrifaður stúdent úr MR árið 1955. deildina. Þá stjórnar hann vélaverkstæði, fartækjaverk- stæði, byggingadeild og flutn- ingadeild. Á verkstæðunum vinna alls um 100 manns, 36 manns vinna í flutningadeild- inni og 7 manns á teiknistof- unni. Eins og gefur að skilja þá er reksturinn hér mjög viðhalds- frekur, sagði Bragi. Súrál er hart efni og mæðir mikið á tækjum sem í kringum það eru. Sem betur fer gerðum við okkur grein fyrir þessu strax í upphafi og hófum þá kerfis- bundið fyrirbyggjandi við- haldsstarf á svæðinu, sem ég tel að hafi haft afgerandi já- kvæðar afleiðingar fyrir rekst- urinn í heild. Síðan bætti Bragi því við að FV 10 1975 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.