Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 53

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 53
Framleidslu- stjóri Einar Guðmundsson, verk- fræðingur gegnir starfi fram- leiðslustjóra hjá fsal. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1953 og starf- aði síðan á teiknistofunni hjá Landssmiðjunni í tvö ár til að „safna peningum“ eins og hann orðaði það. Einar hóf síðan nám í verkfræði í Þýzkalandi og lauk fyrrihlutaprófi 1957. Það ár lá leið hans upp á Keflavíkurflugvöll, þar sem hann vann um skeið en síðan hélt hann náminu áfram við tækniháskólann í Darmstadt og lauk þar prófi árið 1961. Þegar Einar sneri heim til íslands á nýjan lerk réði hann sig í vinnu á teiknistofu SÍS og var þar í tvö ár en fór siðan til Landssmiðjunnar aftur og var þar til ársins 1969 er leiðin lá til ísals. Undir embætti framleiðslu- stjóra heyrir yfirstjórn fram- leiðslunnar umsjón með að framleiðslan gangi snurðulaust, að framleitt sé ákveðið magn á ári á sem hagkvæmastan hátt með sem minnstum tilkostnaði. þegar talað væri um viðhalds- aðgerðir ISALS mætti ekki gleyma hinum stóra þætti starfsmannanna í því. — Ég tel að við i rekstrar- deildinni höfum yfirleitt alltaf verið mjög heppnir með starfs- menn. íslenskir iðnaðarmenn eru á heimsmælikvarða þegar þeir vilja það við hafa. Vegna staðhátta hér á íslandi verður menntun þeirra og þjálfun fjölbreytt og þeir eiga auðvelt með að vinna saman. Mér hef- ur þótt gott að vinna með þess- um mönnum. Þeir eru opnir fyrir þvi að finna bestu lausn vandamálanna hverju sinni, sagði Bragi. Starfsmennirnir á verkstæð- inu vinna venjulega dagvinnu með tilíallandi eftirvinnu, en þegar fyrirtækið byi-jaði var mönnunum skipt niður á tvær vaktir. Þessu var fljótlega hætt og virðast starfsmennirnir kunna vel við núverandi vinnu- tilhögun þar sem flestir þeirra hafa unnið hjá fyrirtækinu lengi. Nefndi Bragi sem dæmi, að af 42 starfsmönnum sem byrjuðu á vélaverkstæðinu ár- ið 1969 og ’70 væru 30 enn starfandi þar. Bragi Erlendsson er raf- magnsverkfræðingur að mennt- un. Hann lauk fyrrihluta- prófi við Háskóla íslands, en síðari hlutann tók hann í Kaupmannahöfn. Áður en hann hóf störf hjá ISAL hafði hann unnið m. a. sjálfstætt á verk- fræðistofunni Traust hf. en lengst af hafði hann verið hjá íslenskum aðalverktökum. Bragi er 45 ára, fæddur og uppalinn á Siglufirði. Framleiðsluáætlanir eru gerð- ar hér heima og var til dæmis upphaflega gert ráð fyrir full- um afköstum í framleiðslu á þessu ári, eða um 70 þúsund tonnum, en þær áætlanir voru endurskoðaðar síðar. Um 250 manns starfa undir stjórn framleiðslustjóra, í ker- skálum, steypuskála og birgða- skemmum. Framleiðslustjór- inn hefur stöðugt eftirlit með því að á þessum stöðum sé fyr- ir hendi það magn af efni, sem upp er gefið, og er haldið sér- stakt málmbókhald í IBM- tölvu, sem ísal hefur á leigu. Einar sagði, að reynslan af starfsmönnum verksmiðjunnar hefði almennt verið góð. Þó að um ný vinnubrögð hefði verið að ræða, sem íslendingar hefðu ekki áður vanizt, hefði þeim tekizt að komast fljótt upp á lag með að venjast samfelldn- inni, sem er í öllum vinnu- brögðum í álverinu. Þá hefði komið í ijós, að starfsmennirn- ir væru reiðubúnir til að leggja mjög hart að sér, þegar erfið- leika hefur borið að höndum vegna rafmagnstruflana og efni og tæki verið í bráðri hættu af þeim sökum. Þá hefðu allir lagt sig fram um að hjálpa til. Aðgerðirnar í álverinu undir slikum kringumstæðum hafa verið ræddar á fundum erlendis, og má segja að við- brögðin við rafmagnsskortin- um hér, þegar rafgreiningar- kerin lágu undir skemmdum, og voru að frjósa föst, og þær aðferðir, sem þá var beitt, hafi vakið heimsathygli hjá álfram- leiðendum. FV 10 1975 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.