Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 69

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 69
Ólaf svík: I aðalskipulagi er gert ráð fyrir 1800 manna bygqð árið 1990 Mögulegt landrými fyrir 5000 manna bæ Ölafsvík er mjög gamall staður sem útgerðargtaður og einnig er hún einn elsti löggilti versl- unarstaður landsins, því Kristján 5. Danakonungur, Iöggilti Ölafsvík sem verslunarstað í mars, 1687, með sérstöku bréfi, sem enn er til. I kjölfar þessa varð Ölafsvík stór staður, á þeirra tíma mælikvarða. Gamalt verzlunarhús frá 1844 er enn uppistandandi og friðlýst og er unnið að endurbótum þess. Frá Ólafsvik. Þar hafa 20—40 íbúðarhús verið í byggingu á ári. Gamla verzlunarhúsið, sem nú hefur verið friðlýst, er lengst til hægri á myndinni. Um aldamótin var Ólafsvík mjög öflugur útgerðarstaður, enda stutt á miðin. íbúatala þá var nálægt 600. f kring um fyrra stríð varð hnignun á svæðinu, eða þar til vél- bátaútgerðin komst af stað. Um síðasta stríð komst svo mikill skriður á þróun stað- arins samfara öflugri útgerð. Hafnaraðstaða var hinsvegar í lágmarki. Undir 1960 horfði það ástand til vandræða og við bættist að ekki var talið hægt að byggja góða höfn í Ólafsvík. Erlendir sérfræð- ingar komust þó að annari niðurstöðu og síðan 1962 hef- ur stöðugt verið unnið að gerð nýrrar hafnar og hefur hreppurinn lagt þar til um 40 milljónir króna í óendur- kræfum framlögúm, enda stendur Ólafsvík og fellur með góðri höfn. Þetta og eft- irfarandi kom fram er FV ræddi við Alexander Stefáns- son, sveitarstjóra í Ólafsvík. ÞRJÁR FISKVINNSLU- STÖÐVAR Uppbyggingin í landi hef- ur fylgt uppbyggingu hafnar- innar eftir og eru þar nú þrjár saltfiskvinnslustöðvar, tvær þeirra í hópi stærstu þessháttar stöðva, og tvö frystihús, sem rekin eru und- ir sömu stjórn og er annað þeirra ný uppbyggt eftir ströngustu kröfum. Eins og Ijóst er af ofantöldu, byggist atvinnulífið í Ólafsvík nær eingöngu á sjávarútvegi og eru 30 til 40 bátar gerðir þaðan út og þótt staðurinn telji nú um 1100 manns, þarf iðulega að fá fjölda aðkomu- fólks til vinnu, sérstaklega yf- ir vetrarvertíðina. Staðurinn sjálfur hefur einnig byggst jafnhliða upp og nær stöðug þróun þess aftur til 1943, en með auknum hraða eftir 1964, að skriður komst á hafnar- framkvæmdirnar. Staðurinn er að mestu leyti byggður upp að nýju á þessu tímabili og er mjög lítið um gömul hús. SKORTUR A IDNAÖAR- MÖNNUM Vegna tilfinnanlegs skorts á iðnaðarmönnum hefur upp- byggingin ekki orðið eins ör og skyldi, og hefur húsnæðis- ekla lengi verið vandamál. Vegna þess ákvað hreppur- inn að nota sér lögin um leiguíbúðir og verða sex þessháttar íbúðir væntan- lega teknar í notkun nú í desember. Einnig er í bygg- ingu verkamannabústaðablokk með sex ibúðum. Hún er byggð fyrir frumkvæði sveit- arfélagsins. Annars hafa að undanförnu verið 20 til 40 í- búðarhús í byggingu á ári. 27 lóðum var úthlutað í ár. Nýtt aðalskipulag var sam- þykkt fyrir Ólafsvík í vor og gerir það ráð fyrir 1800 manna byggð og er það miðað við 1990. Hreppurinn á nægilegt land undir það og gott betur eða undir fimm til sex þús- FV 10 1975 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.