Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 70

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 70
Nýtt verzlunarhús í Ólafsvík. Á efri hæðinni eru verbuðir, sem notaðar eru sem gistihús á sumrin. Annað verzlunarhús, sem nýlega var byggt í Ólafsvík. und manna bæ. Margar félags- legar framkvæmdir hafa þurft að bíða vegna aðkallandi verk- efna við hafnarframkvæmdir en þó er nú búið að steypa 1,5 km. af aðalgötunni og er hún 9 m breið. Ólafsvík er einnig aðili að samstarfi kauptúna á Snæfellsnesi um lagningu var- anlegs slitlags á götur og hef- ur efni til þess verið tekið og malað í landi Ólafsvíkur. Væntanlega hefst blöndun næsta vor og þá verður lagt á fleiri götur á staðnum, lík- lega tvo kílómetra. Mælingar á heitu vatni 1 nágrenni Ólafsvíkur voru gerð- ar fyrir tveim árum og sýndu þær jákvæðar niðurstöður. í fyrra var svo framkvæmd til- raunaborun niður á 168 m dýpi, en niðurstöður þeirrar borunar voru ekki jákvæðar. Þó er ekki öll von úti enn, ef dýpra yrði borað, og standa vonir til að unnt verði að gera það í náinni framtíð. Neyslu- vatn er hins vegar nægilegt og gott og í fyrra var tekinn í notkun 500 tonna miðlunar- geymir. Vatnsveitan er annars síðan ’62 og er vatnið tekið úr iindum í 4 km. fjarlægð frá Ólafsvík, uppi í fjalli. MIKILIj ÍÞRÓTTAÁHUGI Vonast er til að skólabygging í Ólafsvík komist á næstu fjár- lög en búið er að teikna og hanna nýjan skóla í tengslum við byggingarnar frá ’54 og ’62. 260 nemendur eru á skóla- skyldualdri og er skólinn orð- inn svo þröngur, að reisa varð tvær bráðabirgðastofur við hann í ár. Áætlað er að bygg- ing nýja skólans og endurbygg- ing eldri húsa muni kosta um 100 milljónir og verður þá fullkominn grunnskóli í Ólafs- vík. Fyrir nokkrum árum var byggt íþróttahús og sundlaug og til stendur að endurbyggja íþróttavöllinn, sem er í tengsl- um við þau mannvirki, alveg á næstunni, enda íþróttaáhugi unglinga mikill og vaxandi á staðnum. Heilsugæslustöð er í Ólafsvík og nær læknishéraðið yfir Ól- afsvíkurhrepp, Neshrepp, Fróð- árhrepp, Breiðuvík og Staðar- sveit. Þar starfa tveir læknar, tvær hjúkrunarkonur og tann- læknir. Aðstaðan er ekki nægi- lega góð en vonir standa til að fjármagn fáist til að byggja stöðina upp á næstu árum. Þrátt fyrir að héraðið sé ekki fjölmennt er yfirdrifið að gera fyrir læknana vegna atvinnu- hátta fólksins. Hreppurinn rekur barna- heimili fyrir 43 börn, en kven- félagið stofnaði það upphaf- lega. Nú hefur fengist leyfi til að hefja framkvæmdir við nýtt dagheimili og er stefnt að þvi að byrja á því á næsta ári. Allt- af er biðlisti eftir plássi enda hlaupa margar húsmæður und- ir bagga við fiskvinnsluna. ÓFULLKOMIÐ FÉLAGS- HEIMILI Þrátt fyrir mikinn félags- anda og félagslif í Ólafsvík er þar aðeins lítið og ófullkomið félagsheimili, utan safnaðar- heimilisins, og er það aðallega notað undir biósýningar. í sum- ar var dælt upp úr gömlu höfn- inni í 7000 fermetra uppfyll- ingu, þar sem nýtt félagsheim- ili á að rísa og í vetur verður væntanlega leitað eftir tillög- um um þá byggingu, hvað sem áframhaldið verður alveg á næstunni. Bærinn og útgerðar- menn stofnuðu hlutafélag til að leysa skortinn á verbúðum og hafa 17 fullkomnar verbúðir, með beitingaraðstöðu, veiðar- færageymslu og frystiaðstöðu, verið reistar á undanförnum árum. Á sama tíma gerðu út- gerðarmenn og fiskvinnslu- stöðvarnar annað hlutafélag um byggingu ofan á 900 fer- metra verslunarhús, þar sem herbergi eru fyrir aðkomufólk, sjómenn og fiskvinnslufólk. Þar verður einnig opnaður á næst- unni stór matsalur og setustofa og verður þetta húsnæði jafn- framt rekið sem hótel. Þar mun Landsbaki íslands einnig opna útibú í vetur til mikils hag- ræðis. Annað sameiginlegt á- tak Ólafsvíkinga er kirkjubygg- ingin, en kirkjan var vígð ’67. Meira en helmingur kostnaðar við hana var gjafafé og nú ný- lega voru gefnir í hana gluggar eftir Gerði Helgadóttur fyrir röskar þrjár milljónir. Fleiri dæmi mætti nefna um samhug Ólafsvíkinga. 70 FV 10 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.