Frjáls verslun - 01.10.1975, Síða 81
Decca-fyrirtækið liefur fram-
leitt nýjan radar fyrir smærri
skip og báta, sem hefur 66
kílómetra svið. Þessi radar er
einkanlega hannaður með þarf-
ir sjómanna í huga. Sviðið er
sex-skipt, úr 66 km niður í
920 metra. Sagt er að þessi
gerð af radar, Decca 110, komi
að sérstaklega góðum notum
fyrir sjómenn, sem oft þarfn-
ast mesta mögule^a radar-
sviðs til að ná endurkasti frá
landi i siæmu skyggni.
Sprungur, göt og misgengi í
efnum öðrum en málmum er
nú hægt að uppgötva með hand-
hægu og fyrirferðarlitlu tæki,
sem nefnist Materials Sounder
MS 1. Það mælir tímalengd-
ina sem það tekur hljóðbylgjur
eð komast í gegnum viðkom-
andi efni. Tækið má nota t. d.
á steypu, stein, timbur, kera-
rr.ik, trefjaplast eða flest efni,
sem ekki innihalda málma,
Tækið er líka notað til að
rannsaka efni í „blautu“ formi
eins eg t. d. óharðnaða steypu.
Framleiðandi cr Inspection In-
struments, London.
Mikrc-EIektronikk í Horten í
Noregi hefur sent frá sér nýja
tegund af fjarskiptatækjum,
sem norski herinn hefur m. a.
keypt í þúsundatali. Þetta er
móttöku- og senditæki og má
nota fyrir talsíma, ritsíma og
„data“-sendingar á sviði frá
1,5 til 30 megaherz. Með
venjulegum Ioftnetsbúnaði, sem
tækinu fylgir er dragið um
40 km. Þyngd tækisins er 4,9
kíló en að auki er rafhlaða
upp á 3,8 kíló, sem gerir kleift
að nota stöðina samfellt í 12
klukkustundir.
FV 10 1975
81