Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 86

Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 86
Ryðfrium hlutum í VOLVO fjölgar stöðugt Volvo fólksbílarnir eru í stöðugri og örri þróun þótt sjaldan verði áberandi stökkbreytingar á útliti þeirra. Meðal endurbóta á 76 árgerðinni má nefna að galvaniseruðum ryðfríum hlutum hefur fjölgað, pústkerfi er betur varið gegn ryði og verksmiðj- urnar eru nú farnar að dæla Tectyl inn í hurðir og lokuð hólf. Auk þess fer bíllinn þar í sérstakt ryðvarnarbað upp að glugg- um og sérstakur plastmassi er undir honum öllum. Þá er nú kominn nýr gírkassi, hljóðlátari. Sem kunnugt er, varð nokkur útlitsbreyting á Volvo árgerð 1975, er útlit var samræmt ör- yggiskröfum Volvo. Veltir hf. Suðurlandsbraut 16 er umboðs- aðili Volvo hér. Volvo 244 DL er mest seld- ur hér með B-21 vél, sem er 100 hestöfl DIN. Tvær útgáfur eru af 244, Verona, sem er standard útgáfa og DL, sem er lúxusútgáfa. Hægt er að velja um tveggja og fjögurra dyra bíla af þessum gerðum og einn- ig station. Umboðsaðili: Veltir hf. Volvo 66, nýjasti Volvoinn. Volvo 264 GL er með 140 hestafla DIN vél, sex strokka V-vél, sem er ný frá Volvo. 264 er fáanlegur með miklum íburði svo sem leður- eða plus- áklæði á sætum, mun meira er lagt í búnað bílsins en ódýrari bílanna og hann er með öðru- vísi framenda (grilli). í öll- um 264 bílunum er vökvastýri, en það er einnig fáanlegt i hin- ar gerðirnar. Eftir áramótin er svo væntanlegur hingað Volvo 265, sem er station útgáfa af 264, en margir hafa sýnt áhuga á þeim bíl. Volvoverksmiðjurnar eiga meirihluta í DAF verksmiðjun- um og hefur Veltir hf. einnig umboð fyrir Volvo 66, sem áð- ur hét DAF 66, eða áður en bú- ið var að setja í bilinn þá hluti, sem Volvo öryggi gerir kröfur til. Volvo 66 er rúm- góður fjögurra til fimm manna bíll og mun Veltir selja hann og þjónusta. Volvo hefur ávallt þótt góð fjárfesting vegna góðs endur- söluverðs, sem stafar af end- ingu og traustleika Volvo bíl- anna. Volvo 245 DL, station. Vinsælasti Volvoinn hér. Volvo 244 DL. 0 ppr • i :. 2§4GL j Flaggskip Volvo flolans, 264 GL. Nú verður liægt að fá station- útgáfu af honum. 86 FV 10 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.